Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2015, Blaðsíða 30
30 Menning Vikublað 8.–9. apríl 2015 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er Menningarmiðstöð í gömlu frystihúsi n Frystiklefinn á Rifi hlaut Eyrarrósina í ár n Látlaus athöfn um borð í Húna E yrarrósin 2015 var veitt við hæfilega látlausa athöfn um borð í eikarbátnum Húna við Ísafjarðarbryggju síðast- liðinn laugardag. Í ár var það Frystiklefinn, sem hlaut Eyrarrósina, en að auki kepptu Sköpunarstöðin Stöðvar firði og Listasafn Árnesinga um hnossið. Sjónum beint að menningu á landsbyggðinni Eyrarrósin er viðurkenning sem Listahátíð veitir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggð- inni. Viðurkenningin hefur verið veitt árlega síðan 2005 en eins og segir á heimasíðu Listahátíðar er markmið hennar að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, ný- sköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Frystiklefinn, menningarmiðstöð og listamannaaðsetur á Rifi á Snæ- fellsnesi, hlaut elleftu Eyrarrósina, en það var Dorrit Moussaieff forsetafrú sem afhenti Kára Viðarssyni, fram- kvæmdastjóra og eiganda Frystiklef- ans, viðurkenningu og peningaverð- laun upp á 1.650.000 krónur. Í Frystiklefanum eru haldnir menningar- og sögutengdir viðburð- ir allt árið um kring auk þess sem þar er rekið gistiheimili. Markmið Frysti- klefans er að stuðla að auknu fram- boði og fjölbreytni í menningarlífi á Vesturlandi, auka þátttöku bæjarbúa og gesta í menningar- og listviðburð- um og að varðveita, nýta og miðla sagnaarfi Snæfellinga. Leiksýningar í frystihúsi Kári Viðarsson, maðurinn á bak við Frystiklefann, er alinn upp á Hell- issandi, en eyddi miklum hluta upp- vaxtaráranna á Rifi. Hann lærði í leik- list í Rose Bruford College í London, en fyrir fjórum árum byrjaði hann að setja upp leiksýningar í gömlu frysti- húsi á Rifi. Fyrir ári ákváðu eigendur frystihússins að selja það og þá var að hrökkva eða stökkva. „Mig langaði að skapa menningar- og listatengt fyrirtæki sem bland- ar saman ferðaþjónustu, viðburðum og listamannaaðsetri. Ég ákvað að kaupa húsið og breyta hluta af því í gistipláss.“ Gistiheimilið í Frystiklef- anum er opið árið um kring og að- sókn í listamanna- aðsetrið er mikil. „ Setrið er bókað út árið 2015 og fólk er farið að senda inn fyrirspurnir um næsta ár. Það er fjöldi spennandi fólks að koma, til dæmis sviðslistamenn, kvikmynda- gerðarmenn og tónlistarmenn. Rif er frábær staður til að vinna í listsköpun og það er mjög gefandi fyrir mig sem listamann að fá innblástur frá fólki víðs vegar að úr heiminum.“ Peningarnir nýtast vel Kári segir það hafa verið mikið sjokk og spennufall að heyra forsetafrúna nefna Frystiklefann sem vinnings- hafann um borð í Húna. „Þetta er mikill fjárhagslegur stuðningur og góður styrkur. Ég mun nýta peningana í alls kyns verkefni, meðal annars til að gera aðstöðuna betri og auðvitað í menningarvið- burði. Það er svo margt í gangi hjá mér að þessir peningar geta nýst í ótrúlega marga hluti.“ Kári hefur áður fengið styrki, að- allega tengda ákveðnum menningar- verkefnum, til dæmis uppsetningu leiksýninga. „Menningarráð Vesturlands hefur alltaf haft trú á þessu verkefni og stutt mig vel. Það gildir líka um góða að- ila á Vesturlandi, fyrirtæki, samtök og síðast en ekki síst bæinn sjálfan sem hefur mikla trú á verkefninu og sér hversu mikil áhrif þetta hefur á bæjarlífið. Bæjarbúar eru líka mjög hjálpsamir í alls konar verkefnum og reddingum. Þetta er það sem gerir það svo yndislegt að vera úti á landi – gott aðgengi að hjálpsömu fólki sem er til í að mæta með lyftara eða gefa mér gamla sófa. Það er það fallega við að vera hérna.“ Kemur ekki suður Um þessar mundir er leiksýningin Mar sýnd í Frystiklefanum en verkið var frumsýnt um miðjan desember. „Það er algjör regla hjá mér að fara ekki suður með sýningarnar mínar. Fólk kemur alls staðar að af landinu á leiksýningar Frystiklefans og býr sér gjarnan til lítið menningarferða- lag á Snæfellsnes. Kíkir á leiksýningu, gistir í Frystiklefanum, fer út að borða og upplifir þjóðgarðinn. Sýningarnar hafa fengið fína dóma og það er hluti af upplifuninni að koma hingað til að sjá þær. Þess vegna kem ég ekki með þær til Reykjavíkur, þó að ég hafi að sjálfsögðu ekkert á móti höfuð- borginni,“ segir Kári og hlær. Upplýsingar um starfsemi Frysti- klefans er að finna á heimasíðunni www.frystiklefinn.is. n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Áhöfnin á Húna Handhafar Eyrarrósarinnar 2014 tóku lagið um borð í Húna. MyndiR HELga BjöRg KjERúLf frystiklefinn Gamla frystihúsinu á Rifi hefur verið breytt í gistiheimili og menningarsetur. forsetahjónin Hugguleg um borð í Húna. „Mig langaði að búa til menn- ingar- og listatengt fyrirtæki sem blandar saman ferðaþjónustu, viðburðum og listamannaaðsetri. S tutt- og heimildamyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs verð- ur haldin dagana 9.–12. apríl í Bíó Paradís. Þetta er í þrettánda sinn sem hátíðin er haldin. Óskarsverðlaunamyndin Citizen- four um uppljóstrarann Edward Snowden er ein heimildamynda Reykjavík Shorts & Docs-hátíðar- innar í ár, en leikstjóri myndarinnar, Laura Poitras, verður viðstödd sýn- ingu hennar. Meðal annarra spennandi mynda má nafna Sumé – The Sound of Revolution sem fjallar um græn- lensku rokkhljómsveitina Sumé sem gerði garðinn frægan á 8. áratugnum á Grænlandi og víðar í Evrópu. Þetta er fyrsta grænlenska heimildamyndin sem gerð er í fullri lengd. Rokkið verður líka í aðalhlutverki í íslensku heimildamyndinni Bann- að að vera fáviti, en hún er opnunar- mynd hátíðarinnar í ár. Í henni segir frá rokkhátíðinni Eistnaflugi sem haldin er árlega í Neskaupstað. Há- tíðin hlaut nýverið Menningarverð- laun DV í flokki tónlistar. Fjöldi annarra stutt- og heimilda- mynda verður sýndur á Reykjavík Shorts & Docs-hátíðinni. Upplýsingar um allar myndir hátíðarinnar og sýn- ingartíma má finna á www.shorts- docsfest.com og miða má nálgast í Bíó Paradís. n Kvikmyndahátíð um helgina Reykjavík Shorts & Docs haldin í þrettánda sinn Citizenfour Heimildamynd um uppljóstr- arann Edward Snowden er ein myndanna á hátíðinni. Eyrarrósin afhent Fyrir miðju sjást Kári Viðarsson og Dorrit Moussaieff, skömmu eftir að úrslitin voru kunngjörð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.