Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Blaðsíða 2
Vikublað 1.–3. desember 20152 Fréttir „Ég elska internetið“ n Michael og Fiona trúlofuðu sig um helgina n Vegfarandi náði yndislegri mynd É g skipulagði ferðina í maí síð- astliðnum en við erum að halda upp á afmæli kærustunn- ar minnar hérlendis. Ég ætlaði að biðja hennar undir skini norður ljósanna og þess vegna fór- um við í jeppaferð á föstudaginn til þess að leita þau uppi. Ég var að sjálfsögðu með hringinn í vasan- um,“ segir Michael J. Kent í sam- tali við DV en mynd þar sem hann er að biðja kærustunnar sinnar, Fionu Newland, vakti mikla athygli um helgina. Michael og Fiona, sem hafa verið saman í þrjú ár, eru bæði ensk að uppruna en búa í Edinborg í Skotlandi. Þaulskipulagðar fyrirætlanir Michaels urðu hins vegar að engu þar sem mikil snjókoma gerði að verk- um að skyggni var lítið sem ekkert í ferðinni. Nú voru góð ráð dýr og því þurfti Michael að leika af fingrum fram. „Við höfðum keyrt niður þessa götu (Skólavörðustíg, innsk. blm.) fyrr í ferðinni en einnig gengið nið- ur hana og mér fannst hún rosalega falleg. Ég náði á lymskulegan hátt að stýra kvöldgöngunni þangað en Fiona hélt að við værum á leiðinni á einhvern bar. Svo leiddi ég hana und- ir jólabjölluna fallegu og skellti mér á hnén,“ segir Michael og hlær enda samþykkti Fiona umsvifalaust ráða- haginn. „Þetta var sérstakt kvöld“ Svo skemmtilega vildi til að Jessica Bowe, sem búið hefur hér á landi í sjö ár, átti leið hjá með símann á lofti við að taka myndir af snjókomunni fallegu. Fyrir tilviljun náði hún stór- kostlegri mynd af augnablikinu þar sem Michael bar upp spurninguna stóru. „Þetta var sérstakt kvöld. Ég var að yfirgefa skemmtistaðinn Bravó eftir nokkra föstudagsbjóra og var að taka myndir af fallegu snjókomunni,“ sagði Jessica. Hún var að mynda Hallgrímskirkju upp Skólavörðustíg þegar hún varð vör við erlent par úti á götu og mann- inn á hnjánum. „Ég leyfði þeim að njóta augnabliksins en síðan gekk ég upp að þeim og spurði hvort að þau vildu fá myndina til minningar. Hend- ur mannsins skulfu af kulda þegar hann sló inn tölvupóstinn sinn í sím- ann minn og ég fékk faðmlag að laun- um. Stundum er maður bara á réttum stað á réttum tíma,“ segir Jessica. Sagan endaði þó ekki þar því svo óheppilega vildi til að Michael skrifaði inn rangt tölvupóstfang í síma Jessicu. „Daginn eftir hafði okkur ekki borist myndin og þá fór ég að senda út skila- boð á samfélagsmiðlum í þeirri von að myndin hefði ratað þangað. Skila- boðin fóru víða og að lokum sendi Reykjavik Grapevine okkur myndina í skilaboðum,“ segir Michael en þá hafði áðurnefnd Jessica sett myndina á Instagram-reikning sinn og þannig fór myndin fallega á flug. „Ég elska internetið,“ segir Michael hlæjandi en staðfestir að fullkomin sálarangist hafi gripið um sig þegar nýtrúlof- uðu turtildúfurnar fóru að óttast að myndin væri að eilífu glötuð. Að hans sögn verður myndin um- svifalaust sett í ramma og mun koma til með að fylgja hinum verðandi hjónum alla tíð. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Á góðri stund Michael J. Kent og unnusta hans, Fiona Newland, alsæl skömmu eftir trúlofunina. Jólabjallan á Skólavörðustíg er í baksýn. Jessica Bowe Náði fallegri mynd fyrir algjöra tilviljun. Rómantík Þessi mynd mun prýða vegg á heimili Michaels J. Kent og Fionu Newland um ókomna tíð. Mynd Jessica Bowe „Ég ætlaði að biðja hennar undir skini norðurljósanna Viðvörun vegna óveðurs Í dag, 1. desember, ganga skil norðaustur yfir landið með austan stormi og hríðarbyl á öllu landinu fyrst suðvestan til. Frá þessu grein- ir Veðurstofa Íslands. Í dag er því ekkert ferðaveður. Spá fyrir landið suðvestanvert: Vaxandi austan átt í nótt. Snemma í fyrramálið má búast við slæmu skyggni vegna skafrennings víða suðvestanlands, þar með talið á höfuðborgarsvæð- inu og á Reykjanesbraut. Hvessir enn þegar líður á morguninn og fer að snjóa og búast má við mikilli snjókomu fram eftir degi. Síðdeg- is, milli kl. 15 og 18, snýst vindur í hægari vestanátt með éljagangi, fyrst á Reykjanesi. Versnandi veðri er spáð austan lands seinnipartinn með austanhvassviðri eða stormi og mikilli ofankomu. Varað við grýlukertum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau er víða að finna þessa dagana enda borgin í miklum vetrarham. Ljóst er að af þeim getur stafað nokkur hætta og því er full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát. Þetta á ekki síst við um mið- borgina og má þar enn fremur nefna Þingholtin sérstaklega. Eigendur og umráðamenn húsa eru beðnir um að bregðast við en hinum sömu er jafnframt bent á ákvæði í lögreglusam- þykkt en þar segir meðal annars: Eiganda eða umráðamanni húss er skylt að fjarlægja af húsi sínu snjó og grýlukerti, sem fallið geta niður og valdið hættu fyrir vegfar- endur. Hannar jólakort fyrir veikan bróður sinn ingi Magnús berst við lungnakrabbamein Þ að er gaman að geta lagt þeim lið á þennan hátt,“ segir Tinna Rós Þorsteinsdóttir myndlistakona sem hefur hannað og látið prenta jólakort sem hún selur um þessar mundir. Allur ágóði kortanna rennur til bróður Tinnu, Inga Magnúsar Ómarssonar, sem berst við lungnakrabbamein. Hann er fjölskyldufaðir sem hefur þurft að taka sér langt frí frá vinnu vegna veikindanna og það hefur kona hans einnig þurft að gera. Ingi Magnús, sem er 38 ára, hefur þegar farið í eina aðgerð vegna krabbameinsins og á lengra ferli fyrir höndum. „Hann þarf svo að fara í aðra aðgerð núna rétt fyrir jólin, hann vildi það,“ segir Tinna. „Hann veiktist í sumar og þetta reyndist vera krabba- mein í báðum lungum,“ segir hún. „Þetta byrjaði þannig að fjölskyldan stofnaði hóp á Facebook til að safna styrkjum fyrir hann, en þar sem ég er myndlistakona ákvað ég að fara þessa leið,“ segir Tinna. Hægt er að finna nánari upplýsingar um kortin á Facebook á síðunni Tinna Royal. n Tvær gerðir kortin prýða hunda- og kattamyndir. Undirþrýstingur í miðeyra með vökva. Eftir þrýstingsjöfnun með Otoventblöðru, miðeyrað opið og engin vökvi. Fæst í apótekum www.celsus.is Meðferð við eyrnabólgu og vökva í miðeyra – lagar og fyrirbyggir • Um 70 % fá bót við fyrstu notkun. • Vel rannsökuð meðferð sem leiðréttir undir- þrýsting í miðeyra, opnar kokhlustina svo að vökvi eigi greiða leið. • Getur dregið úr notkun sýklalya, ástungum og rörum í eyrum. • Góður árangur tengt ugi, köfun, sundi og kinnholustíum. Fyrir börn og fullorðna. • CE merkt – Meðmæli lækna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.