Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Blaðsíða 38
Vikublað 1.–3. desember 201530 Fólk Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND Röflar í manninum „Ég er að gera voðalega lítið merkilegt – aðallega röfla í manninum mínum, éta súkkulaði og blaðra út í loft- ið. Það kemur mér því mjög á óvart hversu margir horfa á þetta,“ segir Guðrún Veiga Guðmundsdóttir en rúmlega 4.000 manns horfa á snöpp Guðrúnar Veigu á hverjum degi en notandanafn Guðrún- ar Veigu er Gveiga85. Guðrún Veiga segist oft vera misskilin á snappinu og sérstaklega hvað varðar manninn hennar. „Ég miða við að þeir sem fylgist með séu einnig lesendur á blogginu mínu og þekkja því kaldhæðni mína. Maðurinn minn hefur fullan skilning á þessu öllu og mikinn húmor fyrir mér, þótt það líti ekki alltaf svoleiðis út.“ Aðspurð nefnir Guðrún Veiga Katrínu Eddu og Birnu Magg sem sína upp- áhaldssnappara. „Katrínedda1 súkkulaðiæta er sálufélagi minn og Birna- magg er bloggari sem býr, að ég held á Hornafirði. Hún er stórskemmtilegt og ropar og er mjög eðlileg.“ Guðrún Veiga viðurkennir að hún eyði of miklum tíma í Snapchat. „Ég þyrfti eiginlega að líma símann við ennið á mér eða fara að hætta þessari maníu. Ég hélt spilakvöld um daginn og gestirnir neituðu að mæta nema ég skildi símann eftir inni á herbergi. Ég hlýddi því enda er fólk ekkert alltaf í stuði fyrir þetta.“ Langar að gera þetta vel „Ég byrjaði að sýna frá heimsmeistaram ótinu í crossfit í júlí og eftir það varð eftirspurn in mikil auk þess sem ég var beðinn um að sjá u m Nova- snappið sem 10% þjóðarinnar fylgjast m eð,“ segir Snorri Björnsson sem er með yfir 6.500 fylgjendur á Snapchat þegar þetta er skrifað. Snorri er ljósmyndari og hleypir fylgjend um sínum inn í daglegt líf sitt í gegnum snap pið. „Ég ferðast mikið vegna vinnunnar og h itti margt skemmtilegt fólk. Stundum gerist eitthvað skemmtilegt sem mér finnst eiga heima á Snapchat og þá set ég það inn,“ segir Snorri sem se gist ekki eyða miklum tíma í forritið dagsdaglega . „Suma daga set ég ekkert inn og þá er ég ekkert að spá í þetta. Svo ef ég fæ hugmynd um að gera eitthvað þá er ég gjörsamlega með það á heilanum o g tilbúinn að taka upp símann allan daginn.“ Aðspurður neitar Snorri því að svona mi kill fjöldi fylgjenda skapi pressu á hann um að vera fyndinn og skemmtilegur. „Ég var ótrúle ga smeykur að vera með Nova-snappið, tók endalau st upp en eyddi því aftur. Svo hugsaði ég með mér að þar sem ég væri kominn með þetta snapp á eigin verðleik- um ætlaði ég bara að gera þetta áfram ei ns og ég væri vanur og þar með var stressið farið. Þetta var í rauninni ekkert stress, mig langaði bara að gera þetta vel. Pressan kemur bara frá mér sjá lfum.“ Útrás fyrir kaldhæðni Í raun hef ég ekki hugmynd um fjölda fylgjenda, enda bæði flókið og leiðin- legt að fylgjast með tölum. Hins vegar finnst mér ágætt að vita ekki hversu margir fylgjast með fíflaganginum mínum. Annars yrði ég bæði stíf og form- leg og fyndist ég þurfa að kenna unga fólkinu góða og mæta siði. Sem ég kann hvort eð er ekkert,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir, Adhd-kisan, sem segir sín snöpp helst byggja á eigin húmor. „Ég þarf útrás fyrir kald- hæðnina. Ég bý nefnilega í Noregi og hér finnst engum ég fyndin. Ég þyrfti helst að vera með pínulítið trommusett á mér til að geta látið fólk vita þegar ég segi brandara og að það eigi nú að hlæja, mér til samlætis.“ Anna Margrét segist eyða meiri tíma í þetta en hún þori að viðurkenna. „En ég er nú ekki alveg forfallin, ég snappa til dæmis aldrei þegar ég sef – það er prinsipp!“ segir hún og bætir við að vanalega fái allt að flakka. „Ég eyði sjaldnast neinu út, nema mér finnist ég hafa sagt eitthvað sérlega óviðeig- andi. Hins vegar set ég yfirleitt alltaf litafilter á mynd- irnar, enda er ég að reyna að sannfæra fólk um að ég sé fullkomin og líf mitt sé litað blárri slikju.“ Uppáhaldssnapparar Önnu Margrétar eru aðrar stelpur. „Þar á meðal eru Berglind Péturs @berglindp, Hildur Ragnars @hildurragnars, Nanna Hermanns @ nannahermanns og Erna Hreinsdóttir @ernaferna. „Þær eru brjálæðislega fyndnar, klárar og stór- skemmtilegar. Ég hef alltaf haft gaman af því að sjá fullorðið fólk láta eins og fífl og sjálfri líður mér best í óformlegu umhverfi. Snapchat er því ljómandi góður miðill fyrir slíka iðju.“ Vantaði tilgang „Ég hef notað Snapchat í tæpa tvo mánuði og er komin með um tvö þúsund fylgjendur,“ segir Hrefna Líf Ólafsdóttir sem lætur allt flakka á snappinu sínu, hrefnalif. „Ég „edita“ mig aldrei og hef aldrei gert og ef ég er mygluð þá ýti ég frekar undir mygluna. Ég hef voðalega litlar hömlur og finnst ekkert tabú,“ segir Hrefna Líf sem tók þátt í #éger- ekkitabú herferðinni í gegnum Snapchat og sagði fylgjendum sínum frá lífi sínu með geðröskunum. „En til þess var byltingunni ýtt af stað. Svo að fólk sem er í stöðu til að opna umræðuna nýti sér það. Ég vil ekki vorkunn heldur samkennd. Það var bara gaman að fá að ræða þetta. Fólk býst ekki við að ég sé veik en staðan er sú að ég er með geð- hvarfasýki og þótt ég eigi fullt af vinum og æðislega fjölskyldu þá hefur mig vantað tilgang. Snapchat hefur verið besta endurhæfingin. Ég fæ aldrei neitt neikvætt til mín í gegnum Snapchat. Það eru allir virkilega almennilegir. Kannski vegna þess að ég legg mig fram um að svara öll- um sem senda mér. Sumum finnst skrítið að ég svari, eins og ég sé eitt- hvað ósnertanleg en mér finnst svo skrítið að fólk sé virkilega að senda eitthvað á mig. Þetta er gaman fyrir báða aðila.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.