Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Blaðsíða 4
Vikublað 1.–3. desember 20154 Fréttir Vill kaupa öll plássin í Firði Eigendur 220 Fjarðar ehf. vilja koma eignarhaldi verslunarmiðstöðvarinnar undir einn hatt F járfestingarfélagið 220 Fjörð- ur ehf. vill kaupa allt versl- unarrými í verslunarmið- stöðinni Firði í Hafnarfirði. Forsvarsmenn þess hafa boð- ist til að kaupa rýmin eða leyfa eigendum þeirra að láta þau upp í hlutafé í félaginu. Haraldur Reyn- ir Jónsson, útgerðarmaður sem oft- ast er kenndur við Sjólaskip, er einn þriggja eigenda félagsins en aðrir hluthafar eru Landey ehf., dótturfyr- irtæki Arion banka, og einkahlutafé- lagið FM-hús. „Þarna er um að ræða fjársterka aðila sem langar að sjá miðbæ Hafnarfjarðar blómstra. Félagið hef- ur nú þegar tryggt sér um 70% af öllu verslunarrými Fjarðar en eigendur þess áttu aftur á móti nokkur rými í húsinu áður en ákveðið var að koma því öllu undir einn hatt,“ segir Guðmundur Bjarni Harðarson, fram- kvæmdastjóri Fjarðar og fjárfestingarfélagsins. Um 30 rými Guðmundur segir ekki ljóst hversu mikla fjárfestingu eigendur 220 Fjarðar þurfi að ráðast í til að ná mark- miði sínu, en fjárfestingin sé aftur á móti „gríðar- lega stór“. Félagið hafi verið stofnað í júní síðastliðnum en hjólin farið að snúast í fyrra. „Það eru um 30 verslunarrými í Firði og þau voru áður nánast í eigu jafnmargra aðila. Markmiðið er að koma öllum plássunum undir einn hatt þannig að verslunarmiðstöðin verði samkeppnishæfari. Hingað til hefur reynst erfitt að móta einhvers konar framtíðarstefnu fyrir húsið og því kom þessi hugmynd upp um að bjóða öllum að koma inn í félagið eða selja,“ segir Guðmundur. Haraldur Reynir er eig- andi útgerðarinnar Úthafs- skip en skrifstofa fyrirtækis- ins er staðsett í Firði. Landey fer með eignarhald Arion banka á fasteignum, lóð- um og hlutafé í fasteigna- félögum sem ekki eru tekjuber- andi að stórum hluta. Þar er fyrst og fremst um að ræða umfangsmikl- ar íbúðabyggingar í vinnslu og önn- ur fasteignaþróunarverkefni. Úti- bú bankans í Hafnarfirði er staðsett í verslunarmiðstöðinni. FM-hús hét áður Fjarðarmót ehf. og rekur starf- semi í Hafnarfirði. Fyrirtækið á með- al annars húsnæði Áslandsskóla. Misstu ÁTVR „Verslunareigendur hér eru mjög ánægðir með þessar breytingar enda er það hagsmunamál fyrir Fjörð hvort hann nái að lifa af sem versl- unarmiðstöð eða ekki. Þetta hefði átt að gerast fyrir tíu árum,“ segir Guð- mundur og heldur áfram: „Nú er stefnan sett á að setja Fjörð í andlitslyftingu enda er barnið orðið tuttugu ára gamalt. Það sem hefur verið jákvætt er að það hefur verið aukning í verslun þó svo að Fjörður hafi misst ÁTVR.“ Guðmundur rifj- ar upp fréttir af áhyggjum verslunar- eigenda vegna brotthvarfs einu vín- búðar ÁTVR í Hafnarfirði úr húsinu. „Jólaverslunin í fyrra var betri en hún hafði verið í mörg ár. Það sem af er þessu ári hefur gengið betur en allt á árið í fyrra hvað varðar sölu í verslunum. Eigendur félagsins vilja því móta stefnu Fjarðar fyrir næstu fimm til tíu ár en þeir eru einnig að skoða miðbæ Hafnarfjarðar í heild sinni og horfa til þess að gera hann að hinum nýja Skólavörðustíg.“ n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Þarna er um að ræða fjársterka aðila sem langar að sjá miðbæ Hafnarfjarðar blómstra. Bæjarstjór- inn mokaði innkeyrsluna Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, hugsaði sig ekki tvisvar um þegar hann kom að öldruðum manni í Hafnarfirði um helgina þar sem maðurinn var að moka snjó frá innkeyrsl- unni við heimili sitt. Eiginkona mannsins greindi frá þessu á Facebook, þar sem hún segir frá því hvernig Gunnar bauð fram aðstoð sína., „Ég vil endilega segja ykkur frá því, að í dag var Svenni úti að moka snjó af stéttinni fyrir fram- an húsið okkar þegar hann tók eftir að bíl, sem var ekið framhjá, var snúið við og út kom maður sem bauð honum hjálp sína við snjómoksturinn. Hann sagðist ekki geta hugsað sér, að gamal- menni væri eitt að moka allan þennan snjó. Svenni spurði hann áður en hann fór hvað hann héti og gerði og sagðist hann heita Gunnar Einarsson og væri bæjar- stjóri í Garðabæ. Einstök hjálp- semi af manni sem þekkir okkur ekkert og á hann þúsund þakkir skildar,“ sagði konan en maður hennar er kominn á níræðisaldur, orðinn 82 ára. DV sló á þráðinn til Gunnars og kannaðist hann við að hafa komið manninum til aðstoðar. „Þetta var nú bara svona spont- ant. Ég sá hann vera að moka þarna og hugsaði með mér að það væri ágætt að hjálpa honum. Ég gerði það og hafði gaman af og við spjölluðum heilmikið saman,“ segir Gunnar. Gunnar segist hafa farið að hugsa um þetta eftir á og hvort það væri ekki sniðugt að stofna félagsskap skóflueigenda – hóp sem gæti komið öðrum til að- stoðar í vetrarfærðinni. Þeir sem væru í hópnum væru þá með skóflu og sandpoka til reiðu í bílnum og þeir myndu létta undir ef þeir sæju samborgara í vanda. Framkvæmdastjórinn Guðmundur Bjarni Harðarson segir 220 Fjörð nú eiga um 70% af öllu verslunarrými í Firði. s tjórnendur og starfsfólk íslenskra fjármálafyrirtækja eru vel með- vituð um að sú áhættumenn- ing sem viðgekkst fyrir banka- hrun var ekki ásættanleg og varð þess valdandi að orðspor fjármálamark- aðarins laskaðist verulega. „En það er eins og sumir haldi að ekkert hafi breyst – sem er auðvitað kolrangt,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Lands- bankans og stjórnarformaður Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), í ræðu sinni á árlegum SFF-degi samtakanna sem var haldinn síðastliðinn fimmtudag. Hann nefndi að þrátt fyrir að gagnrýni geti verið til góða þá hafi gagnrýni „á íslenska fjármálakerfið verið viðvarandi og óvægin. Gagn- rýnin hefur oft á tíðum verið ósann- gjörn og byggst á sleggjudómum. Það er oft erfitt að bregðast við slíkri umræðu,“ sagði Steinþór. Staðreyndin væri hins vegar sú, útskýrði Steinþór í ræðunni, að á undanförnum árum hefði verið unnið markvisst í að breyta starfsháttum í fjármálafyrirtækjunum, svo sem með bættri áhættustjórnun og eftirliti. „Vantraust er því miður enn mikið og það er verk að vinna, ekki bara varð- andi fjármálafyrirtæki heldur í samfé- laginu öllu.“ n hordur@dv.is „Kolrangt“ að ekkert hafi breyst Segir gagnrýni á fjármálakerfið viðvarandi og óvægna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.