Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2015, Blaðsíða 2
Helgarblað 11.–14. desember 20152 Fréttir Jón hættur í stjórn álversins Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, hætti í stjórn Rio Tinto Alcan á Ís­ landi, í nóvember síðastliðnum þar sem hann hafði setið síðan í des­ ember 2002. Samkvæmt tilkynn­ ingu álversins í Straumsvík til fyr­ irtækjaskrár Ríkisskattstjóra hætti Jón þann 12. nóvember. Fyrirspurn DV um ástæðu þess af hverju Jón ákvað að segja sig úr stjórninni hafði ekki verið svarað af Margréti Láru Friðriksdóttur, að­ stoðarkonu hans, þegar blaðið fór í prentun. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins, hafði ekki heyrt af brotthvarfi Jóns þegar DV náði tali af honum og kunni hann engar skýringar á því. Pólitískur vandi Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Magnússon gagnrýnir í blogg­ færslu þá ráðstöfun að senda á brott albönsku fjölskylduna, sem rekin var úr landi í fyrrinótt. „Þú rekur ekki veik börn í burtu, þú leysir vandann,“ skrifar hann. Í fjölskyldunni var þriggja ára drengur með hjartagalla. Jón segir vandann pólitísk­ an og rifjar upp þegar Davíð Oddsson ákvað að bjarga Bobby Fischer. „Davíð sagði að þetta væri mannúðarmál og gekk í málið,“ segir hann og ítrekar þannig að ráðherrar hafi vald til að beita sér þegar þeir vilja. „Þú hrekur ekki veik börn í burtu, þannig [að] þau séu á einhverjum vergangi.“ „Það er ekki búandi við þetta“ n Langþreytt á rafmagnsleysi n Verður ekki leyst fyrr en línur verða lagðar í jörð Þ að er ekki búandi við þetta. Þetta er algjör viðbjóður,“ segi Víðir Hólm Guðbjarts­ son, bóndi á Grænuhlíð í Bakkadal við Ketildali, sem er langþreyttur á viðvarandi raf­ magnsleysi á bænum. Eftir óveðr­ ið á mánudag voru þau hjónin, Víð­ ir og María Friðgerður Bjarnadóttir, rafmagnslaus í 40 klukkustundir. Það er stutt á þeirra mælikvarða, en þau eru vön því að verða rafmagnslaus dögum saman eftir óveður. Ástæðan er sú að rafmagnsstaurar, en þau fá rafmagn frá Tálknafirði, standa ekki af sér slæm veður auk þess sem lín­ ur fóru í sundur í óveðrinu í vikunni. Þau Víðir og María eru langþreytt á ástandinu, svo ekki sé meira sagt, en samkvæmt upplýsingum frá Orku­ búi Vestfjarða verða línur ekki lagðar í jörðu á þessum slóðum fyrr en eftir nokkur ár. Þau mega því búast við því að lítið breytist þangað til. 38 klukkustundir af rafmagnsleysi Þegar blaðamaður náði tali af Víði var hann að berja saman reykkofa sem hafði farið í sundur í óveðrinu. Hann átti von á því að fá til sín klippara sem átti að rýja kindurnar, sem eru á átt­ unda hundrað á bænum, og því var mikilvægt að fá rafmagnið á sem fyrst. Fjósið á bænum er að mestu sjálfvirkt og þarf því rafmagn. „Það eru komn­ ar 38 klukkustundir af rafmagnsleysi,“ sagði hann, en þess ber að geta að rafmagnið kom á um einum og hálf­ um tíma síðar, það er klukkan fimm á miðvikudag. Þegar rafmagnið fer af bænum fer að auki allur hiti af hús­ inu. Víðir og María þekkja dæmi þess að vera rafmagnslaus í langan tíma. Fyrir nokkrum árum fóru þau í gegn­ um tvær vikur án rafmagns. „Í fyrra vorum við rafmagnslaus í sjö daga. Það er ekkert óalgengt að vera raf­ magnslaus í tvo til þrjá sólarhringa. Það er nánast bara eðlilegt,“ segir Víð­ ir. „Þetta er í rauninni ekki flóknara en það að ef það spáir vondu veðri, þá fer rafmagnið hjá okkur.“ Þau nota gasofna og gashellur á meðan raf­ magnsleysið gengur yfir, dúða sig vel fyrir nóttina og reyna að koma í veg fyrir skemmdir á bænum. „Það safnast upp saggi og svona þegar þetta gerist,“ segir Víðir, en systkini hans eiga hús í Feigs­ dal og í fyrra, eftir rafmagnsleysi, frostsprungu leiðslur á bænum með tilheyrandi skemmdum sem ekki fást bættar í gegnum tryggingar. Setti upp rafal Víðir hefur komið sér upp rafal og hefur fengið rafvirkja til að laga raf­ magnskerfi hússins þannig að ef raf­ magnið fer þá verði hægt að tengja yfir á hann. „Rafallinn er aftan á dráttarvél sem við færum á milli húsa þegar rafmagnið fer. Það hefur kostað mjög mikið,“ segir hann. Hann hefur óskað eftir því að Orkubú Vestfjarða taki þátt í þeim kostnaði, en hefur fengið neitun. „Þeir fundu fjögur slit á línunni í þetta skiptið auk þess sem staurar brotnuðu,“ segir Víðir sem hefði sjálf­ ur helst kosið að jarðstrengur yrði lagður í jörðu frá Hvestu í Arnarfirði að Ketildölum, en sem áður sagði kemur rafmagnið núna frá Tálkna­ firði, fer yfir Fífustaðadal og að Ketil­ dölum. Víðir segir kaflann við Fífu­ staðadal sérstaklega viðkvæman og bilanir séu tíðar þar. Línan var sett upp í upphafi níunda áratugarins og er, samkvæmt upplýsingum frá Orku­ búi Vestfjarða, ein nýjasta línan. n Verra en menn héldu Kristján Haraldsson orkubússtjóri segir að ástandið á Vestfjörðum eftir óveðrið á mánudag hafi verið slæmt. Þegar blaða- maður náði tali af honum var hann ný- kominn frá Dýrafirði þar sem hann hafði verið að skoða aðstæður og fylgjast með viðgerðum. „Þetta var töluvert verra en ég hélt,“ sagði hann og bjóst við því að viðgerðir tækju marga daga og jafnvel vikur. „Til þess að allir séu komnir með rafmagn sem þurfa á því að halda erum við að vona að rafmagnið verði komið á á morgun [fimmtudaginn 10. desember, innsk. blm]. En það er með bráðabirgða- viðgerðum og slíku,“ segir hann. Varðandi ástandið í Grænuhlíð bendir Kristján á að línurnar séu með nýrri lín- um á svæðinu, en til að eitthvað breytist verði að leggja þær í jörðu. „Þetta liggur fjarri alfaraleið, þetta eru langar línur og dýr framkvæmd. Ketildalir voru ekki rafvæddir fyrr en á árunum 1980–1990. Þetta er því ein af nýrri línum sem við höfum byggt. Nýjar línur sem eru settar upp í dag fara í jörðu og það kemur að því að það verði gert, en það verður ekki á næstunni,“ segir hann. „Ketildalalínan er útsett fyrir veðri. Þetta fer fyrir vikið nokkuð oft. Á einhverjum tímapunkti munu línurnar fara í jörð [verða jarð- strengir] eins og önnur kerfi, en það eru einhver ár í það,“ segir hann. „Þetta er í rauninni ekki flóknara en það að ef það spáir vondu veðri, þá fer rafmagnið hjá okkur. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Rafmagnsleysi Ábúendur á Grænu- hlíð eru langþreyttir á rafmagnsleysinu og hafa lagt mikla peninga í að koma upp rafall fyrir heimilið. Þessi mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. BURT MEÐ MÚSARÚLNLIÐ Ei algengasta vandamálið meðal tölvunotenda – bæði barna og fullorðinna Léir álagi af viðkvæmum sinaskeiðum úlnliðsins Minnkar og fyrirbyggir spennu í hendi, handlegg, öxlum og hálsi duopad.is Náúruleg staða með DuoPadSlæm staða handleggs Meðmæli sjúkraþjálfara léur og þægilegur ÚLNLIÐSPÚÐI aðeins 4 gr. Fæst á www.duopad.is – ‹árfesting gegn músararmi DuoPad fylgir hreyfingum handleggsins í staðinn fyrir að allur líkaminn þurfi að aðlagast stuðningi sem liggur á borðinu. 1 2 3 4 EINKENNI MÚSARÚLNLIÐS Aukinn stirðleiki í hálsi og axlasvæði, síðar seiðingur út í handlegg. Verkur upp handlegg að olnboga með vanlíðan og sársauka. Verkurinn verður ólíðandi og stöðugur í olnboga, úlnliðum og öxlum. Stífleiki í hálsi getur verið viðvarandi. Fólk getur orðið ófært um að nota tölvumús og jafnvel óvinnufært.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.