Morgunblaðið - 03.12.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2016 tækja með því að bjóða til sölu í sjálfsafgreiðslu ferskt brauðmeti án eðlilegs umbúnaðar. „Hér með leggur heilbrigðisnefnd fyrir stjórnendur fyrirtækisins að bæta nú þegar úr annmörkum á meðhöndlun og sölu á fersku brauð- meti í verslunum og að tryggja neytendum þannig öfluga vernd til öryggis matvæla,“ segir m.a. í sam- þykkt nefndarinnar. Evrópu og Krónan væri nákvæm- lega að fylgja sænsku aðferðafræð- inni. Í fundargerð heilbrigðisnefnd- arinnar frá því sl. mánudag segir að athugasemdir nefndarinnar snúist ekki eingöngu um hvort lok sé sett fyrir hverja brauðkörfu eða ekki. Heilbrigðisnefnd telji að stjórn- endur fyrirtækisins fullnægi ekki skyldum stjórnenda matvælafyrir- Fimm löggiltir fasteignasalar hafa verið sviptir tímabundið löggildingu til þess að vera fasteigna- og skipa- salar á grundvelli 2. mgr. 21. gr. laga um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Þar segir m.a. að fast- eignasali þurfi að skila til eftirlits- nefndar fasteignasala fyrir 15. októ- ber ár hvert yfirlýsingu löggilts endurskoðanda um að meðferð hans á fjármunum viðskiptamanna hans undangengið reikningsár sé í sam- ræmi við lög og reglur um vörslu- fjárreikninga. Sé yfirlýsingu af þessu tagi ekki skilað á réttum tíma eða ekki gert með fullnægjandi hætti getur það leitt til þess að fasteignasali verði sviptur löggildingu tímabundið. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir lang- flesta fasteignasala uppfylla skilyrði laganna. „Nú get ég ekki fullyrt hvort þetta er meira eða minna en gengur og gerist almennt en vert er að benda á að fasteignasalar vinna í umhverfi þar sem ríkar kröfur eru gerðar til þeirra, m.a. um eftirlit með fjár- vörslureikningum og í nærri því öll- um tilvikum uppfylla félagsmenn þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.“ Fimm sviptir tímabundið lög- giltu fasteignaleyfi  Skila þarf yfirlýsingu löggilts endur- skoðanda um vörslufjárreikninga Morgunblaðið/Ómar Íbúðir Mikill uppgangur hefur verið á fasteignamarkaðnum. Fulltrúar ís- lenskra stjórn- valda, Samtaka atvinnulífsins og Íslandsstofu hittu í gær full- trúa bresku verslanakeðj- unnar Iceland Foods til að ræða skráningu á orðmerkinu „Iceland“ hjá Hugverkaréttarstofnun Evr- ópusambandsins (EUIPO). Á fundinum kom fram að Iceland Foods hafnaði því að afskrá orð- merkið „Iceland“ og kynnti tillögur sem stóðust ekki væntingar Íslands. Lagalegum aðgerðum til að ógilda skráningu orðmerkisins „Iceland“ hjá EUIPO verður því fram haldið, að því er kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Íslensk stjórnvöld líta svo á að notkun á orðinu „Ísland“ snúist um grundvallaratriði. Það sé ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu „Iceland“ í öllum lönd- um Evrópusambandsins, enda komi það í veg fyrir að íslensk fyrirtæki og stofnanir geti skráð vöru sína með tilvísun í upprunalandið Ís- land,“ segir einnig í áðurnefndri til- kynningu frá ráðuneytinu. Einkaréttur Breta á orðinu „Iceland“ er sagður ólíðandi Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Íslenskir ökumenn voru einungis um 35% þeirra sem voru teknir fyrir of hraðan akstur hjá lögregluembætt- inu á Suðurlandi á fyrstu tíu mán- uðum ársins. Alls var 1.901 ökumað- ur sektaður hjá embættinu fyrir of hraðan akstur á tímabilinu og þar af voru 1.239 erlendir en 659 íslenskir. Ólíkt því sem gerist þegar menn eru myndaðir af stafrænni hraða- myndavél fyrir of hraðan akstur greiða erlendir ferðamenn sektirnar í yfirgnæfandi meirihluta tilfella, samkvæmt því sem fram kemur hjá lögreglunni á Vesturlandi sem sér um innheimtu sekta. Til samanburð- ar greiða erlendir ferðamenn ein- ungis sektir í 45% tilfella eftir að þeir eru myndaðir með hraðamyndavél. Alls fengu ökumenn af 67 þjóðern- um sekt fyrir of hraðan akstur hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hátt hlut- fall hraðasekta til erlendra öku- manna í umdæminu vekur athygli í ljósi þess að samkvæmt tölum frá lögreglunni á Vesturlandi voru öku- menn bílaleigubíleigubíla teknir fyr- ir of hraðan akstur í 23% tilvika á fyrstu ellefu mánuðum ársins á land- inu í heild. Í þessu samhengi má ætla að stórt hlutfall erlendra ferða- manna aki um Suðurland, þar sem margar af fjölsóttustu ferðamanna- stöðum landsins eru. Flestir erlendra sektarþola eru frá Bandaríkjunum, eða 302 ökumenn, og eru það rúmlega 24% þeirra ferðamanna sem fengu sekt frá 1. janúar til 1. október. Næstflestir eru frá Bretlandi, eða 99, og eru það um 8% sekta sem ferðamenn fengu fyrir hraðakstur hjá embættinu. Til gamans má geta þess að Bandaríkjamenn eru 24% ferða- menna sem koma til landsins en Bretar eru tæp 16%. Hlutfallslega flestir frá Ítalíu Sé horft til flestra sekta miðað við fjölda ökumanna voru Ítalir sektaðir í um 5% tilfella en þeir eru þó ein- ungis um 2% þeirra ferðamanna sem koma til landsins. Er það hæsta hlut- fall sekta miðað við fjölda erlendra ferðamanna. Ferðamenn oftar teknir  Hlutfall íslenskra ökumanna sem eru teknir fyrir of hraðan akstur á Suðurlandi er 35%  1.901 ökumaður sektaður til 1. október  1.239 erlendir ökumenn Hraðasektir á Suðurlandi Þýskaland Frakkland Pólland Bretland Bandaríkin Ísland Heimild: Lögreglan á Suðurlandi 0 100 200 300 400 500 600 700 Önnur lönd: 595 75 85 86 99 302 659 Hraðasektir í heild: 1.901 Íslenskir ökumenn: 659 Erlendir ökumenn: 1.242 Morgunblaðið/Júlíus Hraðamælingar Ökumenn greiða sektina í yfirgnæfandi meirihluta tilfella. Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þegar stjórnendur Krónunnar hefðu lagt fram úrbótaáætlun yrði farið yfir hana. „Þær úrbætur sem talað er um eru fljótunnar, þannig að þeir eiga ekki að þurfa mikinn tíma til þess að hrinda þeim í framkvæmd,“ sagði Páll. Hann sagði jafnframt: „Áætlunin verður skoðuð þegar hún kemur. Vonandi verður hún metnaðarfull og þá verð- ur hún bara samþykkt. Ef hún er ekki nægjanlega metn- aðarfull þá verðum við að fara í viðræður við fyrirtækið.“ Líkt og fram kemur í meginmáli hefur Krónan 14 daga til þess að senda heilbrigðisnefndinni úrbótaáætlun. Vonandi metnaðarfull áætlun HEILBRIGÐISEFTIRLIT HAFNARFJARÐAR- OG KÓPAVOGSSVÆÐIS Páll Stefánsson Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur krafið versl- unarkeðjuna Krónuna um að gera úrbætur á því hvernig staðið er að sölu á fersku brauðmeti í fjórum verlunum Krón- unnar í Kópavogi og Hafnarfirði. Krónan og heil- brigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogs- svæðis hafa deilt um fyrir- komulagið mán- uðum saman. Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, móðurfélags Krónunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessi deila um brauðin í verslunum Krónunnar hefði staðið í nokkra mánuði. „Við hófum málið og erum að reyna að knýja fram ákvörðun þess efnis hvort reglur um brauðbari séu öðruvísi en í öllum nágrannalöndum okkar – löndum sem við berum okk- ur saman við,“ sagði Jón. Hann segir að heilbrigðiseftirlit á Íslandi séu sett upp eftir svæðum og þess vegna séu misjafnar reglur í gildi hjá mismunandi svæðum, eða reglurnar túlkaðar á mismunandi hátt. Eins hafi heilbrigðiseftirlit hér á landi túlkað reglur öðruvísi en Evrópulönd hafi gert. „Við höfum viljað fá úr því skorið hvort selja mætti brauð í opnum körfum en ekki lokuðum, eins og sum heilbrigðiseftirlit vilja. Við höf- um jafnfamt óskað eftir því að það komi stjórnvaldsúrskurður í þessu máli, því ella getum við ekki kært málið,“ sagði Jón. Hann segir að fáist stjórnvalds- úrskurður, sem sé ekki Krónunni í hag, muni fyrirtækið kæra þann úr- skurð. „Vegna þess að við viljum fá að vita hvers vegna aðrar reglur gilda á Íslandi en annars staðar í Evrópu,“ sagði Jón. Jón sagði jafnframt að Svíar væru með einhverja ströngustu matvælaeftirlitsstaðla sem til væru í London Þetta er opinn brauðbar í matvöruverslun í London. Engar kröfur eru gerðar af heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi um lokaða brauðbari. Deila um sölu brauða í Krónu-verslunum  Segir söluformið í samræmi við ströngustu Evrópustaðla Jón Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.