Morgunblaðið - 03.12.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.12.2016, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2016 Kvenfélag Reyð- arfjarðar var stofnað 3. desember 1916. Á stofnfundinum voru 18 konur, en 16 gerðust stofnfélagar. Fyrsti formaður félagsins var Anna Stefánsdóttir, húsfreyja í Bakka- gerði. Með stofnun fé- lagsins var brotið blað í félagsmálum stað- arins. Það var hvort tveggja í senn menningar- og líknarfélag. Til þess að ná markmiðum sínum efndi það til skemmtanahalds, auk þess að selja eigin handavinnu. Árið 1919 stofnaði félagið sjúkra- samlagssjóð til að styðja við fólk í erfiðum veikindum. Félagið lagði fram 200 kr. sem stofnfé sjóðsins og lagði honum svo til fé næstu árin, allt þar til sjálfstætt sjúkrasamlag var stofnað á Reyðarfirði árið 1932, með 5.000 króna framlagi úr sjóðn- um. Þetta var stórfé á þessum tíma. Svo myndarlegir voru styrkirnir að samlagið borgaði allan ferðakostn- að og 80% af sjúkrahúskostnaði. Kvenfélagið styrkti auk þess árlega fátækt fólk, einkum fyrir jólin. Frá upphafi hefur félagið haldið jólaball. Sá sem þetta ritar á vart yndislegri æskuminningar en þær, sem tengjast barnaballinu. Lítill hnokki yfir sig spennt- ur af tilhlökkun klæddur matr- ósarfötum með snúru og tilheyrandi, nánast flýgur í systk- inahópnum upp í skóla. Angan af eini- viðnum fyllir loftið, vaxkertin loga glatt á heimatilbúnu jólatrénu, leikið á litla kirkjuorgelið og svo er dansað og sungið. Hvílík dýrðarstund! Svo er farið niður í kennslustofurnar þar sem prúðbún- ar kvenfélagskonur bjóða til stór- veislu og gæta þess vel og vand- lega, að allir fái nóg. Ég og kona mín Anna Frímanns- dóttir óskum félaginu innilega til hamingju með afmælið og vonum, að starf þess blómstri áfram sem hingað til. Aldarafmæli Kven- félags Reyðarfjarðar Eftir Guðmund Magnússon »Með stofnun félags- ins var brotið blað í félagsmálum staðarins. Guðmundur Magnússon Höfundur er fv. fræðslustjóri. Morgunblaðið/GolliFrá Reyðarfirði. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Ármúla 15, 108 Reykjavík Sími 515 0500 fasteignakaup@fasteignakaup.is fasteignakaup.is Fasteignasalinn þinn fylgir þér alla leið í söluferlinu, frá upphafi til enda Íris Hall lög. fasteignasali Sirrý lög. fasteignasali Erna Vals lög. fasteignasali Sérbýli í Vogum eða Túnum óskast Höfum kaupanda að 200-250 fm einbýlishúsi eða raðhúsi í Vogum eða Túnum í Reykjavík. Sérbýli í Fossvogi óskast Höfum kaupanda að 250-400 fm einbýlishúsi eða raðhúsi í Fossvogi. Sérbýli í Vesturbænum óskast Höfum kaupanda að 250-400 fm einbýlishúsi í Vesturbænum. Sérbýli á Seltjarnarnesi óskast Höfum kaupanda að 250-400 fm einbýlishúsi eða raðhúsi á Seltjarnarnesi. Sérbýli í Skerjafirði óskast Höfum kaupanda að 250-400 fm einbýlishúsi í Skerjafirði. 2ja-3ja herb. íbúð óskast Höfum kaupanda að 2ja-3ja herb. íbúð í miðbæ, vesturbæ eða hlíðum. Æskileg stærð 55-75 fm. Nánari upplýsingar veitir: Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali, s: 861 8514, sverrir@eignamidlun.is Sala fasteigna frá 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík Eignir óskast Þeir sem hafa lesið bókin „Bloodlands, Europe between Hit- ler and Stalin“ eftir Timothy Snyder kannast við það hvernig stjórnvöld geta með ofbeldi, hót- unum og ógnunum kæft alla fjölmiðlun sem ekki er sömu skoðunar og stjórn- völd hafa. Eins fróðleg og bókin er þá er hún ógnvekjandi aflestrar og maður fyllist skömm við lesturinn. Skömmu eftir valdatöku fasista í Þýskalandi og stalínista í Sovétríkj- unum hófu þessi stjórnvöld mark- vissa vinnu við að þagga niður í öllum þeim sem ekki aðhyllt- ust þeirra pólitísku rétthugsun. Á örfáum árum tókst stjórnvöld- um þessara ríkja að kæfa alla frjálsa hugs- un, fyrst hjá fjöl- miðlum og svo hjá al- mennum borgurum. Þessi kúgunarstefna endaði síðan eins og menn vita með hörmu- legum afleiðingum fyr- ir Evrópu og heimsbyggðina 1939- 1945. Verandi með þessa bók í huga brá mér óneitanlega við að lesa í Morgunblaðinu frétt 24. nóvember síðastliðinn þess efnis að ónefndur útvarpsmaður og þáttastjórnandi á einni af minni útvarpsstöðvunum sem reknar eru hér á landi hefði verið ákærður af lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu fyrir eitthvað sem sagt er vera hatursorðræða og fyrir útbreiðslu haturs í garð sam- kynhneigðra. Þessi ákæra af hendi yfirvalda er fráleit og óskiljanleg með öllu. Út- varpsmaðurinn hefur það eitt unnið sér til saka að stjórna útvarpsþætti þar sem fólk getur hringt inn og talað um það sem liggur því á hjarta. Það er ljótt til þess að vita að stjórnvöld ætli sér framvegis að stjórna því og stýra hvaða skoðanir almenningur hefur. Á tyllidögum er oft talað um nauðsyn frjálsrar fjöl- miðlunar og nauðsyn frjálsra skoð- anaskipta en það er með þessa hluti eins og með frelsið, fyrir þessu hefur þurft að berjast og það hefur kostað blóð, svita og tár. Með þessari ákæru erum við vonandi ekki að hverfa aftur til áranna 1930-1940, til Þýskalands og Sov- étríkjanna. En ekki þarf að fara svona langt aftur í tímann því það nægir að leiða hugann að því sem nú er að gerast í Tyrklandi þar sem stjórnvöld hafa í allmarga mánuði markvisst kúgað og ofsótt fjölmiðla og fjölmiðlamenn. Öllum ráðum hefur verið beitt, þingi, rík- isstofnunum og leyniþjónustu. Svo vel hefur tekist til að engin frjáls fjölmiðlun þrífst lengur í Tyrklandi. Er Ísland á leið til Tyrklands? Hvað lögregluyfirvöldum gengur til er illskiljanlegt. Er ekki nær- tækara að þau eyði takmörkuðum mannafla og fjármunum í að berj- ast gegn yfirþyrmandi óréttlæti svo sem heimilisofbeldi, barnaníði, og almennri glæpastarfsemi. Vont er að horfa uppá að með þessari ákæru hefur trúverðugleiki lögregl- unnar beðið verulegan hnekki. Það er ekkert spaug að ákæra almenn- an borgara og bera á hann sakir samkvæmt einhverju huglægu mati. Ég er ansi viss um að það eru fleiri en ég sem eru hugsi yfir þessu öllu. Fasismi innleiddur á Íslandi Eftir Magnús Magnússon Magnús Magnússon » „Það er ekkert spaug að ákæra almennan borgara og bera á hann sakir samkvæmt ein- hverju huglægu mati.“ Höfundur er rekstrarhagfræðingur og aðhyllist skoðanafrelsi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Félag eldri borgara í Reykjavík Mánudaginn 28. nóvember var spilað á 13 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S: Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 387 Bjarni Þórarinss. – Gunnar Jónsson 371 Tómas Sigurjónss. – Björn Svavarss. 336 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 332 A/V: Ólafur Kristinss. – Eggert Þórhallsson 347 Ásta Sigurðard. – Valgerður Eiríksd. 346 Halldór Kristinss. – Hreiðar Þórhallss. 341 Björn Arnarsson – Nick Barshay 340 Gabríel og Aðalsteinn langefstir hjá BR Fjögurra kvölda aðaltvímenning- ur BR stendur yfir og eftir þriðja kvöld er staðan þessi: Gabríel Gíslason - Aðalst. Jörgensen 59,1% Haukur Ingason - Helgi Sigurðsson 56,3% Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason 55,2%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.