Morgunblaðið - 03.12.2016, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2016
✝ Kristín Rögn-valdsdóttir
fæddist í Reykjavík
17. desember 1925.
Hún lést á deild Sól-
heima, á hjúkr-
unarheimilinu
Mörk 11. nóvember
2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Rögnvaldur Jóns-
son, f. 30. október
1902 í Berghyl í Holtssókn,
Skagafirði, d. 30. ágúst 1947, og
Finnrós Karólína Guðmunds-
dóttir, f. 24. september 1904 á
Hellissandi, d. 5. september
1987. Voru þau búsett á Berg-
staðastræti 54. Bræður Kristínar
eru: Óðinn, f. 1928, Rögnvaldur
Þór, f. 1930, d. 20. janúar 2015,
Heimir, f. 1931, d. 5. júlí 2013,
Rafn, f. 1933, d. 1934, og Valgeir
Rafn, f. 1943.
Kristín giftist Sverri Jónssyni,
þau skildu. Sonur þeirra er Jón
Ellert Sverrisson, f. 1950. Hann
er kvæntur Þorgerði Eddu Birg-
isdóttur og eiga þau
tvö börn: a) Birgir,
f. 1973, kvæntur
Lísu Ólafsdóttur. b)
Erla Kristín, f.
1977, gift Þorsteini
Aðalbjörnssyni.
Barnabörn Jóns og
Eddu eru sex. Krist-
ín giftist Haraldi
Stefánssyni, flug-
vélstjóra, f. 1929, d.
2014, og eignuðust
þau eina dóttur, Stefaníu, f.
1963, gift Sigfúsi Ægi Árnasyni
og eiga þau tvo syni: a) Har-
aldur, f. 1987, sambýliskona
hans er Hrafnhildur Hafliðadótt-
ir. b) Árni Gestur, f. 1990, kvænt-
ur Ríkeyju Guðmundsdóttur Ey-
dal. Fyrir átti Kristín eina
dóttur, Rögnu, f. 1945, d. 1946.
Kristín var útivinnandi hús-
móðir alla sína starfsævi og vann
við margskonar störf, fisk-
vinnslu, saumaskap, við versl-
unar- og verksmiðjustörf.
Jarðarförin var gerð í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Það eru nú liðnir nokkrir ára-
tugir síðan ég kynntist tengda-
móður minni, Kristínu Rögn-
valdsdóttur. Árið 1984 hittumst
við Ebba mín, og má segja að ég
hafi verið inni á gafli hjá þeim
hjónum Kristínu og Haraldi síð-
an. Stínu Ömmu og Hadda afa
eins og þau voru kölluð síðar af
barnabörnunum. Reyndar bjugg-
um við saman fjölskyldurnar í
parhúsi á Sunnuveginum frá
1990. Sú sambúð var algjörlega
hnökralaus og verð ég ævinlega
þakklátur tengdafólki mínu fyrir.
Synir mínir nutu líka góðs af
nærveru afa og ömmu, og án efa
hafa þau hjónin markað mörg
góð spor í lífið þeirra beggja. Nú
eru þau bæði fallin frá. Haraldur
lést 2014, og Kristín nú fyrir
skömmu.
Ég átti alltaf hauk í horni, þar
sem Kristín tengdamóðir mín
var. Hún sá að sjálfsögðu um sinn
hluta af uppeldinu á börnunum
sínum og sendi þeim móðurlegar
umvandanir þegar þess þurfti.
Tengdasonurinn var hins vegar
laus við allt slíkt, enda nánast
fullkominn á flestum sviðum,
mætti halda.
Heimili þeirra Kristínar og
Hadda var alltaf glæsilegt og því-
líkur þrifnaður. Ég stríddi Krist-
ínu oft á því að hún skúraði gólf
og veggina hjá sér áður en þetta
yrði skítugt, enda var aldrei
blettur á neinu í íbúðinni. Og þeg-
ar hún kallaði til sín fólkið sitt,
eða hélt veislur fyrir vini og ætt-
ingja, þá var ekkert til sparað,
hvorki í mat né drykk. Tvöfaldur
skammtur af öllu og ekkert mátti
skorta á kræsingarnar.
Og hún hafði sterkar skoðanir
á ýmsu og var oft nokkuð stjórn-
söm, en þó á jákvæðan hátt. Hún
fylgdist með stjórnmálum og tók
þátt í umræðum manna á milli ef
svo bar undir. Ekki varð henni
þokað, ef hún taldi að hlutirnir
ættu að vera svona eða öðruvísi í
samfélaginu. Og ekki fylgdi hún
tengdasyninum að málum í póli-
tíkinni, en var þó til í að kjósa
flokkinn hans, en bara þegar
hann var sjálfur í framboði.
Og hún var alltaf boðin og búin
til allra verka. „Færðu þig nú að-
eins, Ægir minn,“ sagði hún við
mig, ef ég vogaði mér að vask-
inum og ætlaði að taka til hend-
inni þar. Svo var hún farin að
vinna sjálf við diska, glös og
hnífapör. Og hún málaði húsið
með okkur og vann í garðinum
eins lengi og heilsan leyfði, enda
vön því að vinna öll störf frá unga
aldri.
En það kom að því að heilsan
brást, og síðasta árið dvaldi hún á
deildinni Sólheimum á hjúkrun-
arheimilinu Mörk. Þar fór ein-
staklega vel um hana og má segja
að starfsfólkið hafi borið Kristínu
á höndum sér. Hún var jákvæð
og ánægð á staðnum allt fram á
síðasta dag. Ég vil nota tækifær-
ið og þakka öllu starfsfólkinu þar
og einnig læknum og hjúkrunar-
liði fyrir einstaka góðvild og
hlýju í hennar garð.
Kristín var ákveðin á sinn hátt
og setti okkur skýrar reglur um
útför sína þegar þar að kæmi.
Ekkert tilstand, bara nákomnir
ættingjar, enginn pistill um ævi
hennar, því allir viðstaddir eiga
að vita hver hún var. Að sjálf-
sögðu reyndum við að virða þessa
ósk, og því var hún jörðuð í kyrr-
þey. Guð blessi minningu tengda-
móður minnar.
Sigfús Ægir Árnason.
Elskuleg tengdamóðir mín til
50 ára er látin. Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Mörk þann 11.
nóvember síðastliðinn eftir stutta
sjúkralegu. Kristín var falleg,
brosmild og skemmtileg kona,
hörkudugleg og snögg í hreyfing-
um. Hún tók öllum vel er til henn-
ar sóttu og mátti ekkert aumt sjá.
Æskuminningar hennar um þeg-
ar þröngt var í búi á heimili henn-
ar og bræðranna voru henni allt-
af ofarlega í huga og gerði hún
sér oft sérstaka ferð niður í bæ til
að styrkja m.a. jólasöfnun Hjálp-
ræðishersins. Hún gat verið
ákveðin og stóð fast á sínu hvort
sem um var að ræða pólitík eða
annað, en að lokum réð skynsemi
samt alltaf för hjá henni.
Kristín var alltaf kölluð Stína
af sínum nánustu en þegar ég
kynntist henni gat ég ekki hugs-
að mér að annað en að ávarpa
hana með sínu fallega skírnar-
nafni og gerðum við með okkur
samkomulag um að ég mætti það.
Óteljandi eru minningarnar um
góðar samverustundir okkar við
eldhúsborðið á heimili hennar
þar sem hin ýmsu mál voru rædd
og krufin og var þá oft glatt á
hjalla og mikið hlegið.
Kristín var mikil fjölskyldu-
kona og hafði mikið yndi af
barnabörnum og barnabarna-
börnum sínum og hún passaði
börnin okkar Nonna oft þegar
þau voru lítil. Hún lifnaði öll við
þegar þau komu í heimsókn eða
þau bar á góma. Mikið voru þau
síðan knúsuð og kjössuð á
kveðjustundum og þá var alltaf
einhverju sértöku góðgæti eða
smá peningum laumað í litla lófa.
Með því síðasta sem hún vildi
heyra áður en hún lést var hvað
væri að frétta af krökkunum og
hvað þau væru nú að gera
skemmtilegt.
Við hjónin fórum í nokkrar
sumarbústaðaferðir með Krist-
ínu og Hadda og hittum þau líka
einu sinni í Ameríku. Þetta voru
allt góðar ferðir og geymum við
margar dýrmætar minningar úr
þeim. Kristín missti Hadda sinn
fyrir rúmum tveimur árum og
var það henni mjög þungbært.
Hún bjó á hjúkrunarheimilinu
Mörk síðasta árið og undi hún
hag sínum þar vel.
Ég kveð þig, elsku Kristín
mín, með þessari vísu sem þú
kenndir börnunum mínum pínu-
litlum:
Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín
tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er
allt það skal ég launa þér.
(Sig. Júl. Jóhannesson)
Þú varst sátt við lífið og nú
hvílir þú í friði við hlið Hadda,
Rögnu og Rögnvaldar pabba
þíns.
Blessuð sé minning þín.
Þín tengdadóttir,
Edda Birgisdóttir.
Hún elskulega amma mín,
Kristín, var alveg einstaklega
dugleg og góð kona og okkur
bræðrunum var hún alltaf óend-
anlega hjartahlý. Hún hafði alltaf
mjög gaman af að horfa á kvik-
myndir með okkur bræðrunum,
og hún hafði ekki nokkurn áhuga
á þeim nema að það væri nógu
mikill hasar. Meira að segja rétt
áður en hún gat ekki lengur búið
heima hjá sér þá setti ég í gang
kung fu-kvikmynd fyrir okkur,
og ef henni fannst ekki nógu mik-
ill hasar og læti, þá sagði hún:
„Þetta finnst mér ekki skemmti-
leg mynd, Haddi.“
Mamma brýndi alltaf mjög
mikið fyrir mér og bróður mínum
að búa um rúmin okkar á morgn-
ana, og það rembdist ég við að
gera í mörg ár þar til ég gafst
upp fyrir rest. Hún Stína amma
fór alltaf og bjó aftur um það,
sama hversu vel mér fannst ég
gera það sjálfur, enda gerði hún
það svo mikið betur. Í sama stíl,
þá settist hún aldrei strax til
borðs og þegar maturinn var
tilbúinn, heldur varð hún fyrst að
sjá til þess að allt væri frágengið
eftir eldamennskuna. Við hin í
fjölskyldunni biðum ávallt þolin-
móð eftir henni á meðan, sama
hversu mikill frágangurinn var
og sama hvað hún sagði okkur oft
að byrja bara. Þessi vandvirkni
og dugnaður einkenndi hana
ömmu mína alla þá tíð sem ég
þekkti hana. Ég mun alltaf minn-
ast með hlýju þessara frábæru
stunda sem við áttum saman.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Haraldur.
Ég og bróðir minn höfum allt-
af verið í mjög einstakri stöðu því
við fengum að alast upp með
ömmu og afa við hliðina á okkur í
tvíbýli. Amma mín og afi ólu mig
upp alveg eins og foreldrar mínir
– þetta var alveg spes meðal allra
sem ég þekkti úr skólanum mín-
um.
Ég hef ekki verið eldri en
þriggja ára gamall en var þá van-
ur að fá mér kaffi með ömmu
minni. Hún hellti alltaf upp á „tíu
dropa“ handa mér, sem hafa ef-
laust ekki verið tíu – frekar þrír
eða fjórir í mjög mikla mjólk. En
mér leið eins og ég væri svo full-
orðinn að fá mér kaffi með ömmu.
Amma var líka alltaf iðin við að
fá mig til að hjálpa sér við hitt og
þetta í eldamennskunni – til
dæmis var bolludagurinn alltaf
heilagur á milli okkar þar sem ég
hjálpaði henni með að púsla sam-
an bollunum hennar sem voru svo
einstakar – af hennar eigin upp-
skrift.
Það er fyrir hennar tilstilli að
ég sé mína fyrstu bönnuðu mynd
þegar ég var lítill – ég var sex ára
gamall og við erum að fljúga yfir
til Bandaríkjanna í ferðalag sam-
an fjölskyldan. Ég og bróðir
minn sitjum við hliðina á ömmu
okkar en hinum megin í flugvél-
inni eru mamma, pabbi og afi.
Myndin sem átti svo að sýna var
bönnuð innan sextán ára – þetta
man ég því að hún var ennþá í bíó
heima. Mamma vildi samt helst
ekki að litla barnið sitt væri að
horfa á einhverja hasarmynd – en
amma grípur inn í og segir að
hennar megin í flugvélinni séu
reglurnar aðrar og ætli hún að
leyfa okkur að horfa.
Ég man eftir því seinna, þegar
ég er svona 12 ára gamall – þá
kemur svaka stríðsmynd í bíó
sem mig langaði að sjá – auðvitað
bönnuð. Ég, amma og afi fórum
saman á hana. Þetta fannst mér
svo skemmtilegt – það var svo
gaman að geta sagt frá því í skól-
anum að ég hefði farið í bíó á
blóðuga stríðsmynd með ömmu
minni og afa. Amma hafði svo líka
miklu meira gaman af hasarnum
en afi. Hún var líka alltaf tilbúin
að horfa á eitthvað svoleiðis með
mér – þegar ég var að horfa á
hasarmynd þá lét ég hana alltaf
vita og kom hún og horfði með
mér. Þetta hélt áfram alveg fram
á síðustu árin – en eitt af því síð-
asta sem ég gerði með henni
ömmu minni áður en ég flutti til
Kanada í nám var að horfa með
henni á svakalega flotta hasar-
mynd og skemmtum við okkur
svakalega.
Eitt sinn skipulögðum ég og
amma að hrekkja mömmu smá.
Amma tók smá tómatsósu og
setti hana á puttann á mér og
sagði mér að hlaupa yfir til
mömmu og segja að ég hefði
skorið mig – ef ég hefði verið
betri leikari þá hefði þetta eflaust
gengið betur en mamma var að
fljót að sjá í gegnum mig.
Tónlistarsmekkurinn hennar
smitaðist svo yfir á mig – ég
hlusta núna á Patsy Cline, Nat
King Cole og á meðan þessi orð
eru skrifuð er ég að hlusta á eitt
af uppáhöldunum hennar – Jim
Reeves. Ég held ég hafi alið upp í
mér marga af hennar eiginleikum
– enda fannst mér frá barnsaldri
að ef ég yrði eins og hún væri ég
sko vel staddur í lífinu.
Hvar sem við vorum var hún
alltaf besti félagskapurinn að
hafa með – það var svo mikill
heiður að hafa haft svona greiðan
aðgang að yndislegheitum henn-
ar öll mín uppeldisár og mun ég
sakna hennar alla mína ævi.
Árni Gestur Sigfússon.
Kristín
Rögnvaldsdóttir
Mér datt þessi
vísa í hug þegar
ég frétti af andláti
vinar míns til margra ára, Sigga
Johnny, sem var því miður búinn
að vera mjög lengi þjáður:
Ég veit – er ég dey – svo að verði ég –
grátinn
þar verðurðu eflaust til taks,
en ætlirðu blómsveig að leggj’ á mig
látinn
þá láttu mig fá hann strax.
Sigurður Johnny
Þórðarson
✝ SigurðurJohnny Þórð-
arson fæddist 13.
júlí 1940. Hann
lést 17. nóvember
2016.
Útför hans var
gerð 30. nóv-
ember 2016.
Og mig, eins og aðra sem
afbragðsmenn deyja
í annála skrásetur þú;
og hrós um mig ætlarðu
sjálfsagt að segja
en – segðu það heldur nú.
Og vilji menn þökk mínum
verðleikum sýna
þá verður það eflaust þú
sem sjóð lætur stofna í
minningu mína
en – mér kæmi hann betur
nú.
Og mannúðarduluna þekki ég þína
sem þenurðu dánum í hag
en ætlirð’ að breiða yfir brestina mína
þá breidd’ yfir þá í dag.
(Ók.höf.)
Inga Dóra.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR,
Grænukinn 30, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
sunnudaginn 27. nóvember. Útför hennar
fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 5. desember klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hjartavernd.
.
Sæbjörn Guðmundsson,
Sveinbjörg Gunnarsdóttir, Steinn Arnar Jóhannesson,
Atli Hörður Sæbjörnsson, Helena Drífa Þorleifsdóttir,
Ingvar Sæbjörnsson, María Kristín Rúnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar
móður minnar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
BERGLJÓTAR EIRÍKSDÓTTUR,
fyrrverandi skrifstofustjóra
Ríkissaksóknara.
.
Auður Jóhannesdóttir, Þorsteinn Jóhannsson,
Eiríkur Baldur Þorsteinsson, Telma Tryggvadóttir,
Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir,
Jóhanna Margrét Þorsteinsdóttir
og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HULDA G. SIGURÐARDÓTTIR
kennari,
Hjallabraut 33,
lést 25. nóvember. Útför hennar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju 7. desember klukkan 13.
.
Hafsteinn F. Aðalsteinss., Birna Þórhallsdóttir,
Finnbogi Aðalsteinsson, Elsa Jónsdóttir,
Sigurður Aðalsteinsson, Margrét H. Guðmundsd.,
Guðrún H. Aðalsteinsd., Karl Jónsson,
Ólöf Aðalsteinsdóttir, Rafn A. Sigurðsson
og ömmubörnin öll.
Kær frænka okkar,
RAGNHILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR
frá Mörk á Síðu,
lést að hjúkrunarheimilinu Grund 18.
nóvember. Útför hennar fór fram frá
Fossvogskapellu þriðjudaginn 29.
nóvember. Þökkum sýnda samúð.
Innilegar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir kærleiksríka
umönnun.
.
Aðstandendur.