Morgunblaðið - 12.12.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.12.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2016 ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... Raftæknivörur Mótorvarrofar og spólurofar Það borgar sig að nota það besta! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Skynjarar Töfluskápar Hraðabreytar Öryggisliðar Aflrofar Iðntölvur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Tvær sprengjur sprungu fyrir utan íþróttaleikvang í Istanbúl í Tyrk- landi á laugardag og urðu að minnsta kosti 38 manns að bana og talið er að 166 séu særðir. Sprengj- urnar sprungu tveimur klukku- stundum eftir að leik tveggja helstu knattspyrnuliða borgarinnar, Besik- tas og Bursaspor, lauk á heimavelli þess fyrrnefnda. Seinni sprengjan sprakk í nálægum garði þar sem margir lögrelgumenn voru staddir. Talið er að um þrjátíu lögreglumenn hafi látið lífið. TAK, hópur skæruliða Kúrda, lýsti árásinni á hendur sér í gær- kvöldi en hópurinn er sagður ná- tengdur PKK, Verkamannaflokki Kúrda. „Hefndarhópur TAK fram- kvæmdi tvær samstilltar árásir utan við Vodafone-leikvanginn í Istanbúl og í Macka-garðinum kl. 22.30 að staðartíma,“ sagði í yfirlýsingu hópsins en jafnframt var tekið fram að árásirnar hefðu ekki beinst að al- menningi í Tyrklandi. Sakaði hóp- urinn stjórnvöld um „fasisma“ gagn- vart Kúrdum en árásin væri hefndarráðstöfun vegna ofbeldis í Suðaustur-Tyrklandi og vegna fang- elsunar PKK-leiðtogans Abdullah Öcalan. Hópurinn hefur efnt til þriggja stórfelldra árása í Tyrklandi á þessu ári, tveggja í Ankara þar sem sam- tals 62 biðu bana og bílasprengjuá- rásar í Istanbúl þar sem ellefu manns lágu í valnum. Tyrkir munu ná fram hefndum „Land mitt og þjóð getur treyst því að við munum berjast gegn hryðjuverkum allt til enda. Við mun- um ekki láta þessar árásir óátaldar. Hryðjuverkamennirnir verða látnir gjalda fyrir þetta,“ sagði Recep Tay- yip Erdogan, forseti Tyrklands, í yfirlýsingu eftir árásirnar. Innan- ríkisráðherra Tyrklands, Suleyman Soylu, tók í sama streng við minn- ingarathöfn tveggja fórnarlamb- anna og sagði að fyrr en síðar myndu Tyrkir ná fram hefndum. „Armur laganna er langur.“ Tyrkir flykktust að leikvanginum þegar hættan var liðin hjá, lögðu blóm til minningar um þá sem féllu og héldu á tyrkneska fánanum og hrópuðu: „Niður með PKK“ og „Ættjörð okkar verður ekki klofin“. Numan Kurtulmus, aðstoðarfor- sætisráðherra Tyrklands, sagði árásirnar hafa beinst að lögreglu- mönnum. „Sérfræðingar segja að að minnsta kosti 300-400 kíló af sprengiefni hafi verið notuð í árás- unum en gígur myndaðist þar sem bílsprengjan sprakk,“ sagði hann við sjónvarpsstöðina CNN Turk. Boða samstarf gegn hryðjuverkum Forsetinn lýsti yfir þjóðarsorg sem standa ætti yfir í sólarhring. Sagði hann jafnframt að markmiðið með árásunum hefði verið að valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Á meðan tyrknesk stjórnvöld reyna að sannfæra almenning um að þau hafi stjórn á aðstæðum kraum- ar óöryggi undir yfirborðinu og Tyrkir óttast að stjórnvöldum takist ekki að stöðva sprengjuárásirnar í landinu. Þetta segir Mark Lowen, fréttamaður BBC í Istanbúl. Margir telji því að yfirlýsing Erdogans for- seta sé innantóm. Þjóðin lætur þó ekki bugast og hafði einn mótmæl- andi á orði að hryðjuverkamennirn- ir reyndu að hræða almenning svo hann hætti sér ekki út úr húsi. „Við megum ekki láta undan, við verðum að sýna samstöðu gegn ógninni.“ Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, hafði samband við Erdogan í síma og bað hann fyrir samúðar- kveðju til fjölskyldna fórnarlamb- anna. Þau voru sammála um að auka samvinnu ríkjanna gegn hryðjuverk- um. Þá fordæmdi Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Ísraels, árásirnar en sagði Tyrki þurfa að gjalda líku líkt ef Ísrael sætti árás- um. 38 létu lífið í sprengjuárásum  TAK, hópur skæruliða Kúrda, lýsti árásunum á hendur sér  Erdogan segist ætla að stöðva hrinu hryðjuverka eftir fjórðu árás TAK á Tyrki í ár  Almenningur telur mikilvægt að sýna samstöðu AFP Mannskæð árás Tyrknesk kona felldi tár við lögreglubíl í Istanbúl í gær eftir að TAK, hópur skæruliða Kúrda, gerði tvær sprengjuárásir borginni á laugardag. Árásirnar beindust aðallega að lögreglumönnum. Af þeim 38 sem létu lífið voru um 30 lögreglumenn. Þjóðarsorg var lýst yfir í landinu í gær. Paolo Gentiloni var í gær skipaður forsætisráðherra Ítalíu eftir að Matteo Renzi sagði af sér í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu þegar til- lögu hans um breytingar á stjórn- arskrá landsins var hafnað. Gentiloni var utanríkisráðherra í stjórn Renzis en forseti landsins, Sergio Mattarella, bað hann að mynda nýja ríkisstjórn sem á að starfa þar til kosið verður í febrúar 2018. Í stuttri ræðu í gær sagðist Gen- tiloni átta sig á hve knýjandi það væri að mynda nýja ríkisstjórn sem fyrst til að binda enda á pólitísku óvissuna í landinu. Hann myndi einnig vinna á grundvelli fráfar- andi ríkisstjórnar og endurskipa nokkra ráðherra. AFP Nýr leiðtogi Paolo Gentiloni á blaða- mannafundi í Róm í gær. Gentiloni skipaður forsætisráðherra ÍTALÍA Donald Trump segist ekki trúa ásökunum þess efnis að rússneskir hakkarar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkj- unum í síðasta mánuði þegar Trump bar sigur úr býtum. The Washington Post greindi frá því á föstudag að leyniþjónustan CIA liti svo á að netárásir gegn demókrötum undanfarið tengdust Rússum og markmið þeirra hefði verið að hjálpa Trump í kosning- unum. „Ég held að þetta sé bara enn ein afsökunin,“ segir Trump í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í gær. „Ég trúi þessu ekki.“ Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, telur netárásirnar alvar- legar og hefur ásamt demókrötum kallað eftir formlegri rannsókn. BANDARÍKIN Trump trúir ekki ásökunum um hakkara AFP Trump Kveðst ekki trúa því að hakkarar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.