Morgunblaðið - 12.12.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.12.2016, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2016 Ég er mikið jólabarn og hef alltaf í gegnum tíðina haft opið húsá afmælisdaginn en það var haldið upp á það öðruvísi núna,“segir Signý Guðbjartsdóttir sem á 50 ára afmæli í dag. „Ég hélt 100 manna afmælisveislu á laugardaginn í kaffisal Fíladelfíu. Við fluttum inn belgískan kokk sem er vinur dóttur minnar og hann var með öðruvísi mat fyrir okkur.“ Signý hefur mikið starfað fyrir Fíladelfíusöfnuðinn gegnum tíðina. „Við erum nýbúin að ljúka jólatónleikunum sem verður sjónvarpað á Stöð 2 og það verður mikil dagskrá hjá okkur um jólin og svo er dag- skrá hjá okkur alla sunnudaga klukkan 11.“ Signý starfar einnig á kristilegu útvarpsstöðinni Lindinni og er með þætti á fimmtudags- morgnum frá kl. 10 til 12 og svo eru þeir endurfluttir yfir vikuna. „Ég er mikið í crossfit þessa dagana, finnst gaman að ganga á fjöll og elska að ferðast. Svo er mitt hjartans mál að boða okkar kristnu trú hér á Íslandi og halda henni á lofti. Við erum að fara til Afríku í febrúar að taka upp þátt um fólk sem mig langar að kynna, en það er að sinna stórkostlegu hjálparstarfi í Búrkína Fasó. Þetta verður tólf daga ferð og yngsti sonur minn verður með í henni, en hann mun sjá um að taka upp efnið og klippa það.“ Eiginmaður Signýjar er Sigurður Örn Reynisson. Börn hennar eru Andri Ómarsson og Tinna Vibeka Ómarsdóttir og sonur Signýjar og Sigurðar er Bjartur Sigurðsson. Eiginkona Andra heitir Snædís Bergmann og dóttir þeirra er Signý Alba og kærasta Bjarts er Anika Sól Ólafsdóttir. Með barnabarninu Signý ásamt nöfnu sinni, Signýju Ölbu. Mikið jólabarn og boðar kristna trú Signý Guðbjartsdóttir er fimmtug í dag Á rni Ólafur Lárusson fæddist á Grímsstaða- holtinu í Reykjavík 12.12. 1946: „Ég ólst upp í eina húsinu sem bar húsnúmer við Garðaveg, nr. 4, sem lá frá Fálkagötu niður að sjó, að Grímsstaðavör við Skerjafjörð, en þar var hitt húsið við þennan veg, sem heitir í Görðum. Garðavegur breyttist í Tómasarhaga með nýju skipulagi og hverfið breyttist og byggð þéttist þegar Hagahverfið reis. Þessi tvö hús standa enn í endurbættri mynd. Á Háskólasvæðinu og allt í kring var braggabyggð, ekkert Háskóla- bíó en í nágrenni þess var Trípólíbíó í stórum bragga þar sem Árna- stofnun er, en Vetrargarðurinn og Tívolí voru rétt austan við núverandi hús Íslenskrar erfðagreiningar. Þetta var umhverfi Djöflaeyjunnar, ritverks Einars Kárasonar.“ Árni var sendill frá átta ára aldri og síðar innanbúðarmaður hjá „Dóra fisk“ og Jósefínu, konu hans, sem skírskotað er til í Djöflaeyjunni á mjög afmyndaðan hátt. „Á þessum árum var miklu meira líf og fjör á þessum slóðum en sést í dag, þ.e. í hverfunum Skerjó, þeim litla og stóra, Skjólunum, Kömp- unum og síðar Hagahverfinu. Frelsi barna og unglinga var allsráðandi til útiveru, vetur sem sumur, við sjóinn sem og á óbyggðri víðáttunni til leikja og starfa, til heimagerðra uppátækja og prakkarastrika. Allt er þetta nú horfið en í staðinn komn- ir leikir í tölvum og tækjum, fram- leiddum í verksmiðjum.“ Árni var í þrísetnum Melaskól- anum, lauk landsprófi frá Hagaskóla og stúdentsprófi frá MR 1967 og lauk Cand. oecon. prófi haustið 1972. Hann hefur sótt ýmis námskeið og öðlaðist löggildingu til sölu fast- eigna, skipa og fyrirtækja árið 2009, auk löggildingar til reksturs leigu- miðlunar. Árni sat í stjórn Framtíðarinnar, í stjórn Heimdallar og var fram- kvæmdastjóri þess, sat í stjórn SUS, í stjórn Vöku, í ritnefnd og ritstjóri Stúdentablaðsins, var formaður hagsmunanefndar Stúdentaráðs HÍ, fulltrúi í Stúdentaráði og fulltrúi stúdenta í stórn LÍN og síðan fram- kvæmdastjóri sjóðsins. Árni var í hlutastarfi með námi sem upplýsingafulltrúi hjá Umferð- arráði og kenndi stærðfræði við Ár- múlaskóla í Reykjavík í þrjá vetur. Árni hóf störf hjá Olíufélaginu Skeljungi hf. 1974 til að koma á fót og stýra hagdeild félagsins, var framkvæmdastjóri fjármálasviðs fé- lagsins 1978-98 og gegndi þar starfs- tengdum trúnaðarstörfum, m.a. setu í stjórn Plastprents hf., í stjórn flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara, í Reikningsskilaráði og ráðherra- skipuðum nefndum. Árni og kona hans keyptu versl- Árni Ólafur Lárusson fasteignasali – 70 ára Fenrir á ferð Vélhjólaklúbbur frímúrarabræðra á hjá Völu, systur Árna, á leið sinni að Kröflu síðastliðið sumar. Ofvirkur Holtari með óteljandi áhugamál Rómantík Árni og Sólveig tilbúin í kvöldverðinn í Barcelona sl. sumar. Garður Sigrún Rós Sigurðardóttir fæddist 11. nóvember 2015 kl. 1.17. Hún vó 3.230 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Lovísa Ósk Ragnarsdóttir og Sigurður Elíasson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.