Berklavörn - 01.06.1939, Page 6

Berklavörn - 01.06.1939, Page 6
Sigurciur Magnúsjon, prófessor: Heilsuhælið á Vífilsstöðum og tildrög jaess. . Eigi er auðið að segja, hvenær berkla- veikin hefir fyrst borist hingað til lands, en vart verður við hana á 17. öld, og hinn fyrsti líkskurður, sem gerður var hér á landi, á ofanver.ðri 18. öld, af hinum fyrsta lærða lækni, Bjarna Pálssyni, sýndi berklaveiki í lungum, en hinum ís- lenzku læknum bar saman um það, að haldnir berklaveikinni, gerist virkir félagar innan vébanda sinna, og telur þetta eitt höf- uðskilyrði fyrir góðum árangri af starfi sínu. Það gerir og ráð fyrir því í lögum sínum, að hinir hraustu geti orðið styrktarmeðiimir og hvetur eindregið alla, jafnt konur sem karla, að gerast það. ENGINN HUGSANDIMAÐUR GETUR VER- Ití ANDSTÆÐINGUR ÞESS. Með stofnun S.Í.B.S hafa íslenzkir berkia- sjúklingar komið auga á sjálfa sig sem stærð í baráttunni gegn berklunum og fundið kraft- inn í sjálfum sér til að vinna þjóðnytjastarf. Hversu mikill og skjótur árangurinn verður af þessu starfi, er ekki lítið undir því komið, að þjóðin þekki vitjunartíma sinn í þessu efni. S.Í.B.S. hefir hafið starf sitt í öruggri vissu um það, að þjóðin lætur sitt ekki eftir liggja. í miðstjórn S.Í.B.S. Andrés Straumland. Ásberg Jóhannesson. Karl Matthíasson. Herbert Jónsson. Gunnlaugur Sæmundsson. Ármann Guðfreðsson. Jón Rafnsson. veikin hafi verið mjög sjaldgæf þangað til síðast á 19. öldinni, en á síðasta ára- tugi hennar bregður svo við, að allir lækn- ar landsins verða varir við hana, meira eða minna, og sumir allmikið, enda kemur það til greina, að læknar voru þá orðnir miklu fleiri en áður og höfðu betri skil- yrði til þess að þekkja veikina. En þó að berklaveikin hafi áður verið almennari en menn hugðu, þá virðist vafalítið, að um hraða útbreiðslu hafi verið að ræða á síð- asta áratugi 19. aldar og fyrsta tugi þess- arar aldar, enda kemur það í ljós, eftir að dánarskýrslur voru lögleiddar árið 1910,* að dánartölur berklaveikinnar voru tiltölu- lega eins háar á íslandi eins og annars staðar í Norðurálfu, eða jafnvel hærri. Það er sízt að furða, þó að berklaveikin hafi vaxið stórlega á þessu tímabili, þegar tekið er tillit til þess, að berklaveikin er smitandi sjúkdómur og að fólkið var að þyrpast úr hinum dreifðu byggðum til kaupstaða og sjóþorpa, þar sem smithætt- an hlaut víða að stóraukast vegna þétt- býlis. Þessi snögga tilfærsla fólksins og breyttir og sízt hollari lifnaðarhættir hlutu að gefa berklaveikinni byr undir 2 BER.KLAVÖRN •

x

Berklavörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.