Berklavörn - 01.06.1939, Síða 8

Berklavörn - 01.06.1939, Síða 8
þess, þessir brautryðjendur, að þótt sjuld- ingar hælanna ættu allir eitt sameiginlegt áhugamál: útrýmingu berklanna, þá höfðu þeir engin samtök sín á milli, er sldpulagt gæti starf í þágu þessa málefnis. Þarna var saman kominn fjöldi af ungu fólki með sjúkdóm, er svo var háttað, að hann olli þeim ekki mikilla þjáninga, en lokaði þá hins vegar inni frá lífinu utan hælanna um lengri eða skemmri tíma. Þetta fólk vant- aði starf til að inna af hendi, mark til að keppa að. Hvers vegna ekki að skipuleggja félags- skap meðal berklasjúklinga til baráttu gegn böli því, er þjáði þá — gegn berkl- unum ? Fyrir ötula forgöngu ýmsra ágætra manna, sem á heilsuhælunum dvöldu, var svo stofnþing S. 1. B. S. háð á Vífils- stöðum dagana 23. og 24. okt. 1938. Stofn- þing þetta sóttu fulltrúar frá öllum heilsu- hælum landsins, Landsspítalanum og Landakoti — 26 fulltrúar alls. Á þinginu voru samþykkt lög og stefnuskrá fyrir sambandið, kosin stjórn þess o. fl. Það lætur að líkindum, að mikið starf liggur ekki eftir þessi samtök, svo ung sem þau eru, enda hefir Sambandið engan fast- an starfsmann enn sem komið er og enga opna skrifstofu. Síðastliðinn vetur fór nær eingöngu til útbreiðslustarfsemi. Voru þá formlega stofnuð félög á öllum heilsuhæl- um landsins, svo og í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Öll hafa félög þessi verið sæmi- lega starfandi, og um eitt þeirra, „Sjálfs- vörn“ á Kristneshæli — má geta þess, að í vor gaf það út allmyndarlegt blað, sem selt var víða um land. Formaður þess fé- lags er Jóhann Kúld rithöfundur, einn af ötulustu forgöngumönnunum um stofnun S. I. B. S. Um útbreiðslustarfsemi S. 1. B. S. skal þess ennfremur getið, að á vegum þess var síðastliðinn vetur flutt útvarpserindi, sem skýrði allrækilega starf og stefnu sam- bandsins, haldnir útbreiðslufundir og skrifaðar greinar í dagblöðin. Nokkru eftir að þing kom saman síðast- liðinn vetur, sneri S.l.B.S. sér til þess með 2 erindi. Var í öðru þeirra farið fram á, að Alþingi kysi milliþinganefnd, sem falið væri eftirfarandi verkefni: a) Að endurskoða gildandi berklalög- gjöf með það fyrir augum, að komið verði á meiru heilsufarslegu öryggi fyrir út- skrifaða berklasjúklinga en verið hefir að undanförnu. b) ' Að athuga möguleika fyrir því, að komið verði upp atvinnuvegi við hæfi veiklaðs fólks af völdum berkla og koma með tillögur í þá átt. c) ' Að athuga og gera tillögur um fyrir- komulag vinnukennslu í sambandi við berklahælin. Hitt erindið var beiðni um árlegan styrk til skrifstofu sambandsins. Bæði þessi erindi döguðu uppi í þinginu, er því var frestað í vor; en fyrir þann tíma náði miðstj. S. I. B. S. tali af nokkr- um þingmönnum úr öllum flokkum, og tóku BERKLAVÖRN 4

x

Berklavörn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.