Berklavörn - 01.06.1939, Page 9
þeir allir málinu vínsamlega. Þess er því
að vænta, að erindi þessi hljóti góða og
fljóta afgreiðslu, er Alþingi kemur aftur
saman í haust. Allur sá fjöldi hér á landi,
sem berklarnir hafa herjað, eða eiga um
sárt að binda þeirra vegna, gera nú þá
kröfu til fulltrúa þjóðarinnar, þeirra, er á
þingi sitja, að þeir taki mál þessi föstum
og ákveðnum tökum, meti byrjendastarf
S. í. B. S. að verðleikum og veiti því þann
styrk, er það þarf. Allir viðurkenna, að
berklarnir séu þjóðarböl, og enginn skyldi
vanmeta þann skerf, sem bei’klasjúkling-
amir sjálfir — í gegnum samtök sín — og
allur almenningur getur lagt af mörkum í
baráttunni gegn bei’klunum.
Það er ekki einungis, að allur almenning-
ur hafi látið gleði sína í ljósi yfir stofnun
S. í. B. S., heldur hefir og fjöldi lækna
heilsað þessum félagsskap sem kærkomn-
um bandamanni læknastéttarinnar í bar-
áttu hennar gegn berklunum, — enda lítur
S. í. B. S. á sig sem slíkan aðilja fyrst og
fremst. Á stofnþingi sambandsins mættu
sem gestir berklayfirlæknir og læknamir
af heilsuhælunum á Vífilsstöðum og Reykj-
um. Allir létu þeir ánægju sína í ljósi'yfir
stofnun þessara samtaka. Þá hafa og ýms-
ir lækriár sýnt áhuga sinn fyrir félaginu
Berklavörn hér í Reykjavík, flutt erindi á
fundum þess og leiðbeint því á ýmsan hátt.
Blað þetta er og ljós vottur þess, að S. í. B.
S. á vinsældum að fagna meðal læknastétt-
arinnar.
Það kemur því óneitanlega dálítið
spánskt fyrir sjónir, þegar gert er ráð fyr-
ir því, í frumvarpi því til berklavarnalaga,
sem landlæknir hefir lagt fyrir Alþingi, að
ráðherra setji í’eglur um þennan félags-
skap, svo að hann „torveldi á engan hátt
berklavarnar-framkvæmdir hins opin-
bera“. Við, sem að S. I. B. S. stöndum, fá-
um ekki skilið, að stofnun sambandsins
hafi gefið á3tæðu til slíkra ákvæða, né held-
ur á hvern hátt landlæknir hyggur að fé-
BERKLAVÖRN
Helgí ingvársson, yfirlæknir:
Um krónugjaldið
og efnahagsskýrslurnar.
Þegar ég var í Danmörku síðast, var
nýlega búið að stofna samband danskra
berklasjúklinga. Áhugi var mikill meðal
sjúklinga fyrir félagsskapnum, og hafði
félagið deildir í hverju berklahæli lands-
ins. Ég átti tal við trúnaðarmann félags-
ins í berklahæli því, sem ég dvaldi þá á.
Það var ungur iðnaðarmaður, greindur og
með nokkra menntun. Hann var þess fýs-
andi, að stofnað yrði félag íslenzkra
berklasjúklinga, en réttast taldi hann, að
lagsskapur okkar geti gripið fram fyrir
hendur heilbrigðisstjórnarinnar. Að sönnu
mun S. 1. B. S. gera ýmsar kröfur til hins
opinbera, en mæti sambandið velvild og
skilningi á hlutverki þess, getur það jafn-
framt orðið heilbrigðisstjórn landsins ó-
metanlegur styrkur í berklavarnarstarfi
hennar, — orðið „gróðafyrirtæki" fyrir
ríkið, eins og læknir einn hér í borginni
orðaði það um það leyti, sem sambandið
var stofnað.
Með blaði þessu — sem gefið er út í sain-
bandi við merkjasöludag sambandsins —
snýr S. I. B. S. sér til íslensku þjóðarinn-
ar og heitir á hana til fulltingis í því starfi,
sem það hefir nú hafið. Okkur er það vel
ljóst, að án fulltingis fjöldans verður starf
okkar árangurslítið. Við snúum okkur því
ekki einungis til þeirra, sem eru berkla-
veikir eða hafa verið það, heldur og til
allra þeirra, sem telja það fært að þjóðin
vinni sigur á berklunum — að hún losi sig
að fullu við berklapláguna, eins og hún hef-
ir sigrast á sullum og holdsveiki.
Einungis með sameinuðu átaki þjóðar-
innar verður takmarkinu náð.
ísland berklalaust.
6