Berklavörn - 01.06.1939, Page 19

Berklavörn - 01.06.1939, Page 19
Ófeigur Ófeigsson: Berklasýking. „Enginn fær berklaveiki, sem aldrei hefir fengið berklabakt- eríurnar í sig annars staðar frá“. Eina örugga ráðið til útrýmingar berkla- veikinni er að sýkjast aldrei. Þessi staðhæfing virðist ef til vill svo hlægilega augljós, að óþarfi sé að taka hana fram, en því miður gera tiltölulega fáir sér nógu glögga grein fyrir þessu og fara því ekki nógu nákvæmlega eftir þessu þýðingarmikla boðorði. Flestir munu líka halda, að þeir geti ekki ráðið við það nema að litlu leyti, hvort þeir sýkjast eða sýkj- ast ekki, en því fer f jarri, að svo sé . Hitt er þó enn þýðingarmeira, að sýkla- berum (þ. e. fólki með smitandi berkla) skiljist, að það eru fyrst og fremst þeir, sem geta ráðið niðurlögum berklaplágunn- ar, með því að viðhafa mikla gætni, skiln- ing og hreinlæti í umgengni sinni við ann- að fólk. Ef til vill er ekkert jafn-nauðsyn- legt og það, að manni, sem gengur með smitandi sjúkdóm, sé það fyllilega ljóst, að sýklar frá honum eru ekkert hollari eða geðslegri fyrir aðra en sýklar frá einhverj- um öðrum — og að hann hagi sér sam- kvæmt því. En því miður er ástæða til að ætla, að margir muni ekki gera sér glögga grein fyrir þessu, og sézt það bezt á því, hve oft heilar fjölskyldur sýkjast smám saman af berklum, þótt vitað sé um þá berklaveiku á heimilinu. Til þess að geta varazt berklasýkingu og til þess að sýkja ekki aðra, verður almenn- ingur að skilja og þekkja sýkingarleiðir berklanna og forðast þær. Ég ætla því í stuttu máli að benda mönnum á helztu möguleika til sýkingar. Fyrst og fremst er það mjög áríðandi, að fólk geri sér það ljóst, að berklar geta ekki kviknað eða myndast af engu. Eng- inn fær berklaveiki, sem aldrei hefir feng- ið berklabakteríurnar í sig annars staðar frá — hefir smitast af öðrum. Hitt er annað mál, að oft kemur berklaveiki ekki fram fyrr en líkaminn hefir á einhvern hátt mist mótstöðuafl sitt, t. d. við lang- vinnt kvef, brochitis, lungnabólgu, blóð- leysi eða önnur veikindi, fæðuskort, of mikla vinnu, sóðaskap og þess háttar. Þá fyrst er það oft, að berklarnir ná veru- legri fótfestu og magnast svo, að þeir gera vart við sig sem sérstakur sjúkdóm- ur. Það er því áríðandi, að almenningur skilji og muni, að sá, sem veikist, hlýtur að hafa sýkzt beint eða óbeint frá ein- BERKLAV ORN 16

x

Berklavörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.