Berklavörn - 01.06.1939, Qupperneq 21
Jón Rafnsson:
Strí ð.
Stn'ð. — Þetta uggvænlega orð altekur
nú hugi fólks, og váboðar þess grúfa nú
yfir höfðum manna, skuggalegri og fer-
legri en nokkur fárviðrisský.
Mannvitið virðist nú hreykja sér hæst á
brúnum skotvirkjanna og siðmenning tutt-
ugustu aldarinnar stara á oss opnum
augnatóftum í trylltum dauðadansi.
Leiðtogar hernaðarríkjanna krefjast,
hver í sínu landi, þjóðeiningar í þágu
dauða og eyðileggingar á vígvöllunum og
að þær taki á móti hvers konar þrenging-
um og veikindaböli, sem af þessu leiðir, í
einingu undirgefninnar.
Hversu hamingjusöm er ekki sú þjóð,
sem er laus við hörmungar styrjaldanna
og getur helgað einingu sína eigin vel-
ferð?
Ef til vill nú gefst oss íslendingum
betra tækifæri en nokkru sinni fyrr, til að
meta réttilega hinn dýrmæta frið, sem við
höfum enn við að búa, og koma auga á það,
að í landi voru eru næg verkefni til að
sameinast um, og að vér erum svo ham-
ingjusamir í samanburði við aðrar þjóðir,
að geta einbeitt kröftum vorum að lausn
þeirra, í stað þess að færa blóðfórnir á
vígvöllum.
Getum vér ekki nú orðið minnugri þess
en áður, að þjóð vor hefir fært ótal fórna
og á enn um ýms sár að binda, þó það séu
ekki skotsár, — og gert að sameign vorri
skilninginn á því, að enn hefir hún sitt
stríð að heyja, þó það sé ekki vopnað stríð,
í orðsins einbrotnustu merkingu.
Þetta er stríð íslands fyrir velferð og
lífshamingju barna sinna, — barátta ís-
lenzku þjóðarinnar gegn heilsufarslegri
úrkynjun og undirrót hennar, skortinum,
— en fyrir sköpun heilsuvænlegra lífsskil-
BERKLAVÖRN
yrða, svo að þjóðinni sem heild geti vegnað
vel í nútíð og framtíð, — barátta, sem hún
verður að heyja með auknum krafti og fyr-
irhyggju, með tilliti til yfirstandandi
styrjaldar.
Strandhögg hvítadauðans á hendur
þjóðar vorrar á tímum síðustu heimsstyrj-
aldar verður varla sýnt með tölum, en tví-
mælalaust hefir styrjaldareinangnm vor
átt allverulegan þátt í að auka það til
muna. Vér höfum því orðið að greiða okk-
ar stríðsskatt frá síðustu heimsstyrjöld,
þrátt fyrir hlutleysið.
Á grundvelli þessara staðreynda kom-
umst vér íslendingar ekki hjá því, ef vel
á að fara, að heyja vort stríð fyrir heilsu-
vernd þjóðarinnar. Það stríð verður að
heyjast jafnt gegn orsök sem afleiðingu.
Þjóðin verður því að einbeita verzlunar-
getu sinni við útlönd að því marki, að hana
skorti ekkert, sem hreysti hennar byggist
á, um leið og það er tryggt, að heilbrigðis-
málakerfi landsins geti starfað óhindrað,
þrátt fyrir styrjöldina.
Hvernig þjóðinni kann að takast þetta,
17