Berklavörn - 01.06.1939, Qupperneq 23

Berklavörn - 01.06.1939, Qupperneq 23
hendi. Reynslan sýnir einnig, að slíkur maður, sem einu sinn hefir sýkzt, á erf- itt með að fá \iinnu við sitt hæfi. Er að undra, þó að varnarvirki líkamans. brotni eitt af öðru, undir slíkum kringumstæð- um, eða að gömul, inyilokuð berklamein geti opnast á ný? Og sjúklingurinn þá, að vonum, ver farinn en áður, að öllu leyti. Svona er iðulega heimkoma berklasjúkl- inganna, og aðbúð sú, sem þjóðfélagið býr þeim. Þetta er ekkert einsdæmi hjá okk- ur. Flestar þjóðir eiga við sömu vand- ræði að etja, hvað snertir viðfangsefni fyrir berklasjúklinga, að hælisvistunum loknum. Margt af þessu fólki er aðeins að nokkru leyti vinnufært, annað algerlega óvinnufært, en óneitanlega eru sömu kröf- ur gerðar þar til allra: annað hvort strax að sjá fyrir sér og sínum að öllu leyti, eða að komast af með hinn lítilfjörlega fátækrastyrk. Afleiðing þessa verður ómnflýjanlega sú, að margir af þeim, er einu sinni hafa verið sjúklingar á berklahælunum, koma þangað aftur sem sjúklingar, fyrr eða síðar. Reynslan sýnir, að slæm aðbúð og áhyggjur vekja „hvíta dauðann" öðru fremur upp á ný. Þetta þarf að fyrir- byggja, og væri vel, ef ríkið sæi sér fært að hefja skynsamlega viðleitni í þessa átt. Brýn nauðsyn virðist það vera, að þeir, sem erfiðasta atvinnumöguleika hafa, séu þegar á heilsuhælunum búnir undir léttari og hentugri störf. Mætti sjálfsagt kenna þar léttar handiðnir, og ekki síst garðyrkju og gróðurhúsastörf. Útivist er holl lungnaveiku fólki, ekki sízt þeim, er berklaveikir hafa verið, sér- staklega þó, sé hægt að sameina hana léttri vinnu. Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið undanfarin ár, með hverskonar garðrækt, gefa ákveðnar vonir um, að hér sé um framtíðar atvinnuveg að ræða. Þar sem skjól er, í brekkum á móti suðri, ættu að vera góð skilyrði fyrir jarðar- berjarækt. Eru þau, sem kunnugt er, dýrmæt útflutningsvara, eftir að hægt er að frysta þau og geyma þannig tímunum saman. Gróðurhúsaræktin gefur einnig vonir um arðvænlega útkomu, sé hún skipulögð og áherzla lögð á útgengilegar afurðir á erlendum mörkuðum, t. d. vín- ber. Væri ekki þarna atvinnusvið fyrir berklaveikt fólk? Ég tel víst, að á báðum heilsuhælunum sé hægt að vekja áhuga berklaveikra fyrir garðrækt, og að þar megi kenna sjúklingunum nægilega mik- ið til þess, að þeir geti hafizt handa að hælisvistinni lokinni. Ríkið á stór land- flæmi í Ölfusinu, og eru þar yfirleitt hin beztu skilyrði til garðræktar. Þar er einn- ig hveravatn, og þar af leiðandi ódýrt að reka gróðurhús. Þarna má reisa heila byggð fyrir berklaveikt fólk, og vissulega með lífvænlegum atvinnuvegi. Lán þarf að veita fólki þessu með nýbýlakjörum, t. d. gegn tryggingu í afurðum þeirra. Og kostur mikill er að vera þarna í nánd við garðyrkjuskóla ríkisins, er ókeypis ætti að gefa allar leiðbeiningar. Ég tel það einnig mikinn ávinning að geta haft sem flesta berklasjúklinga í einu bygðarlagi. Verður með því móti öll heilsuvernd og allt lækniseftirlit auðveldara. Ég hefi í grein þessari bent á einn möguleika, einn af mörgum, til þess að hjálpa berklaveikum sjúklingum, er iðu- lega þurfa að byrja nýtt líf með breyttum og betri skilyrðum í baráttu lífsins. Það verður ekki um það deilt, að af öllum sjúklingum þjóðfélagsins eiga þeir erfið- ast, sem stríða við þrálátan sjúkdóm, er lamar vinnuþrekið að meiru eða minna leyti í langan tíma. BEEKLAVOEN 19

x

Berklavörn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.