SÍBS fréttir - 01.02.1985, Blaðsíða 2

SÍBS fréttir - 01.02.1985, Blaðsíða 2
Fylgt úr hlaði SÍBSfréttum er ætlað að vera tengiliður milli stjórnar og deilda og hins almenna félagsmanns. Fréttir af starfi sambandsins og fræðsla ýmiskonar munu verða aðalefnið. Framundan er mikið breytingaskeið í sögu SÍBS. Öll þekkjuin við hvílíku grettistaki frumherjarnir lyftu. Árangur þess er m.a. sá að berklar eru á undanhaldi, þó engan veginn séu þeir útdauð- ir. Hins vegar fjölgar öðrum brjóstholssjúklingum, fólki með lungnasjúkdóma, astma eða lungnaþembu, svo að dæmi séu tekin, og ýmsa hjartasjúkdóma. Hér er ekki eingöngu uin að kenna fjölgun sjúkdómstilfella. Öllu heldur ber að þakka þetta aukinni þekkingu á sjúkdóm- unum og framförum í læknavísindum. Með öðrum orðum, brjóstholssjúklingum fjölgar um leið og lífslíkur þeirra aukast. Berklasjúklingum fækkar sem sagt í Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga en að sama skapi fjölgar öðrum brjóstholssjúklingum. Þess vegna þarf að auka samkennd þeirra og benda á augljós sameiginleg hagsmunamál. Sú hefur enda orðið raunin að félög lungna- og hjartasjúklinga hafa hvarvetna, austan hafs og vestan, sameinað krafta sína í einu sterku sam- bandi. SÍBS var og er brautryðjandi í hagsmunamálum sjúklinga og mun vinna að þeim svo lengi sem þörf krefur. Með reglulegri útgáfu SÍBS-frétta er brotið blað í sögu sambands okkar. Það er trú okkar og von að það verði til þess að efla samhug og sam- takamátt íslenskra brjóstholssjúklinga. Ritnefnd. 2 SÍBSfréttir

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.