SÍBS fréttir - 01.02.1985, Qupperneq 3

SÍBS fréttir - 01.02.1985, Qupperneq 3
Kjartan Guðnason: Lög um tóbaksvarnir Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um tóbaksvarnir. S.Í.B.S. og skjólstæðingar þess fagna þeim sérstaklega, þar sem gerð er tilraun til verndar þeim lungnasjúklingum er ekki þola mengun lofts af reykingum: „Tóbaksreykingar eru óheimilar í þeim hluta af húsnæði stofnana, fyrirtækja og annarra, þar sem almenningur leitar aðgangs í sambandi við afgreiðslu eða þjón- ustu sem þessir aðilar veita,“ eins og segir í lögunum. í nóv. s.l. héldu lungnasérfræðingar, starfandi í Reykjavík og nágrenni, fund að Reykjalundi, þar sem rædd voru ýmis vandamál lungnasjúklinga, og hvað helst væri til ráða með fyrirbyggjandi aðgerðir. Talað var um mengun lofts á vinnu- stöðum, og í því sambandi minnst á álver og kísilgúrverksmiðju, sem nú er ofarlega í umræðu fjölmiðla. Sérfræðingarnir voru sammála um nauð- syn aðgerða í þessum verksmiðjum og víðar til úrbóta, en töldu þó að verstar væru reyk- ingarnar þegar menn soguðu eitrið ofan í lungun með þeim afleiðingum sem slíkt hefir sannanlega í för með sér. Reykingamenn hugsa ekki um þá hættu sem þeir setja sig í, eða um vinnufélagann eða náungann sem ekki reykir en er neyddur til að anda að sér eitruðu loftinu frá reykingmanninum. Sem betur fer á þetta ástand að batna með tilkomu laganna, sem ég nefndi fyrr. Lögin ein valda þó ekki hugarfarsbreytingu hjá þeim sem reykja, þeim verður að hjálpa og leiðbeina um þá hættu sem þeir valda sjálfum sér og öðrum með reykingunum. Þegar í stað verður að hefja kynningar- herferð og áróður fyrir lögunum um tóbaksvarnir, sem tóku gildi um áramótin. Það verður að hefja áróður gegn reyking- um, og þá fyrst og fremst meðal unglinga, ef það mætti verða til að forða þeim frá að byrja reykingar. Gamla íeykingavarnanefndin, sem starf- aði hér fyrir nokkrum árum vann mikið og þarft verk með áróðri gegn reykingum í skólunum á sínum tíma, fékk m.a. heilu bekkina í lið með sér til að hamla gegn reykingum. Lögin um tóbaksvarnir og bann við reyk- ingum, eins og lögin kveða á um, eru nauð- synleg og þörf heilsuvernd, en meira þarf til svo öllum megi vera ljós sú hætta sem reyk- ingunum eru samfara, ekki aðeins þeim sem reykja heldur öllum í nálægð við þá vegna þeirrar mengunar sem umlykur þá. Öll viljum við eiga rétt á að anda að okkur hreinu og ómenguðu lofti, á sama hátt og við teljum okkur eiga rétt til að neyta hreins og ómengaðs vatns. Kostnaðarsamar hreinsunarvélar eru settar upp í verksmiðjum, og þeim öðrum stöðum þar sem fólk er samankomið, og á rétt á því að fyllsta hreinlætis sé gætt á öllum sviðum, og er ríkt eftir gengið að svo sé, sem vera ber. Ekki á að undanskilja rétt- inn til að anda að sér hreinu og ómenguðu lofti, lausu við eitrun frá reykjandi nágranna eða sessunaut. Því ber að fagna lögunum um tóbaks- varnir, og er það von samtaka berkla og brjóstholssjúklinga að með mikilli upplýs- ingastarfsemi og áróðri skapist hugar- farsbreyting svo að innan fárra ára verði lögin óþörf, þar eð öllum hafi þá skilist að áhættan, sem fylgir reykingunum er alltof mikil, því okkur er lífið kært. SÍBSfréttir 3

x

SÍBS fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.