Alþýðublaðið - 16.12.1919, Blaðsíða 1
ublaðið
€reíið út af Aiþýðuílokknum.
1919
Þriðjudaginn 16. desember
42. tölubi.
jajaaðarmaðiir skrijar
hoi jajnaðarmesskn.
I.
Morgunblaðið bykist hafa him-
inn höndum tekinn, er það hefir
dottið yfir grein eftir þýzka þjóð-
félagsfræðinginn og stjórnmála-
manninn Eduard Bernstein. Grein-
in er samkvæmt því, sem Mgbl.
segir, sérstaklega ætluð þýzkum ,
jafnaðarmönnum (socialistum) til
umhugsunar og eftiibreytni. Enn-
fremur segir blaðið, að hún hafi
þótt svo réttmæt og sanngjörn,
að hún hafi verið þýdd á dönsku
(já, eru það nú meðmæli!) — —
—„og á yfir höfuð heima allstað-
ar þar sem jafnaðarmenska gerir
vart við sig“. Öll meðferð Mgbls.
lýsir svo eymdarlegum þekkingar-
skorti, hvað snertir socialismann,
að mér þykir rétt að athuga hana
hér, svo heimska þýðandans verði
nokkurn vegin leiðrétt.
Þá er fyrst að fræða lesendur
og jafnframt Mgbl. á því> hver
„þýzki jafnaðarmaðurinn og lýð-
veldissinninn E. Bernstein" sé,
Þvi eftir meðferð biaðsins, virðist
hann ver'a einhver „authoriserað-
ur“ útskýrandi rita Karl Marx.
Rit Karl Marx hafa hingað til
ekki þurft skýringa við, þau hafa
verið svo Ijós, að eg, sem ekki
er mikill þýzkumaður, hefi getað
komist nær klaklaust gegnum að-
alrit hans, sem eg hefi hér,1) en
^rásum haía kenningar hans vit-
ar>lega sætt, og m. a. frá E. Bern-
stein, sem þykir kvæfur stjórnfræð-
ingur, þótt engum hafi dottið í
hug að jafna honum við Marx,
höfund og föður hins vísindalega
Socialisma. Bernstein er aðeins
málsvari nýrra kenninga, sem
smátt og smátt hrfa fjarlægst
höfuðkjarna socialismans, gagn-
1) Karl Marx: Da8 Kaj ital, Kritik
Ú08 politisohen Oeiionomi 1—111.
rýninguna á þjóðfélagsskipun
peirri, sem nú ríkir.
Það, sem mér einkum finst
auðkenna grein þessa, er tvent,
o: þekkingarleysi þýðandans á
fræðiorðum höfundarins og mis-
skilningur á kenningum Marx um
hið sögulega „hlutverk auðmagns-
ins“.
Eg hefi ekki sóð grein þá, sem
hór ræðir um, en eg þykist vita,
að hún sé rangt þýdd, annaðhvort
af þýðanda Mgblaðsins, eða af því
hinu danska blaði, sem hann hefir
vizku sína úr. Enginn maður með
snefil af vili á þjóðfélagsmálum,
myndi rugla saman hugtökunum
„kapital" og „kapitalismus8, allra
sízt viðurkendur vísindamaður,
sem Bernstein. Það er rétt kenn-
ing, sem kemur fram í greininni
og alment viðurkent, að k a p i-
t a 1, sem má þýða auðmagn,
o: hin sameinuðu verðmæti vinn-
unnar, sé ekki skaðlegt verka-
mönnum, enda mun enginn social-
isti, eins og blaðið heldur, halda
öðru fram, meðan nokkur vinna,
sem er höfuðundirstaða auðmagns-
ins, er til. Auðmagnið (kapital) er
eins og Marx hefir réttilega tekið
fram, samþjöppuð „krystaliseruð"
vinna og verður því aldrei burtu
kipt. En hringrás (cirkulations-
proces) þess hefir hann gagnrýnt
réttilega í bók sinni „Das Kapital",
og hún getur orðið og er skað-
leg, ekki aðeins verkamönnum,
heldur og öllu þjóðfélaginu, en hin
dauða undirstaða, auðmagnið (verð-
giidi vinnunnar) getur ekki haft
nein áhrif.
Svo víkur höfundur (eða réttar
sagt þýðandinn) að því, er hann
segir hið þýðingarmesta í kenn-
ingum Marx, sem sé það, að hann
hafi sýnt glögglega „ekki aðeins
•hættu þá, sem stafi af yfirgangi
auðvaldsins,1) heldur miklu frem-
ur sýni fram á, hve stórkostlegan
þátt það á í þroska og vexti þjóð-
félagsins alment, og þó einkum
1) Leturbreyting bér.
hvað snertir verkalýðinn". Hér
kemur önnur höfuðvillan, sem er
sprottin af beinu þekkingarleysi.
„Kapitalismus" er á íslenzku
venjulegast nefnt auðvald og það
hefir engan þátt átt „positivan" í
þroskun verkalýðsins. Marx og
allir aðrir socialistar ráðast á auð-
valdið en hafa sízt lofsungið það
eins og lítur út að Bernstein geri
eftir greininni í Mgbl. Þessi villa
stendur í nánu sambandi við það,
sem minst er á sögulegt hlutverk
auðmagnsins. Eg verð að víkja
örfáum orðum að kenningum Marx
í þessu efni, til að lesendur fái
skilið hvað eg á við. Marx kennir
það, að þjóðfélagið sé breytingum
undirorpið og völdin á öllum svið-
um fari niður á við, þar til þau
lendi að síðustu hjá þeim, sem
hann nefnir öreiga (Proletar). fá
séu þau komin á það stig, að
stéttum verði útrýmt. Öreigar eru
allir þeir, sem lifa á því að selja
vinnu sína öðrum og þeir eru nú
orðnir leiksoppar auðvaldsins, en
til þeirra beindi hann hinu fræga
ávarpi: „Mættu hinar ríkjandi
stéttir skjálfa fyrir hinni kom-
munistisku byltingu öreiganna.
Öreigarnir hafa engu öðru að tapa,
en fjötrum sínum, en veröldina
að vinna. Öreigar í öllum löndum,
sameinist"!1) Öreigunum fer fjölg-
andi, það er staðreynd og einung-
is fyrir vöxt auðvaldsins, sem all-
ir munu vera ásáttir um að sé
skiljanlegt. Vólaiðnaður sá, sem
hleypt hefir krafti í auðvaldið ger-
ir hinn mannlega vinnukraft óþarf-
an og eykur þannig atvinnuleysið.
Iðnaðarmaðurinn getur ekki stað-
ist hina ódýrari framleiðslu verk-
smiðjanna. Hugsurn okkur t. d.
skóiðnað. Fyrir nokkrum tugum
ára voru allir skór búnir til af
skósmiðum. Duglegir iðnaðarmenn
sátu á vinnustofum sínum og
saumuðu allan skófatnað. Svo
kemur vélaiðnaðurinn til sögunn-
1) Marx e Engels: Das kommuuis-
tisohe Manifeet.