SÍBS fréttir - 01.02.1985, Side 12
Fréttaskot frá
Landssamtökum
hj ar tasj úklinga
Fyrir tilstilli formanns Landsamtaka hjarta-
sjúklinga og ráðamanna S.Í.B.S. hefur
orðið að ráði, að L.H.S. fái að koma að
fréttapistlum í fréttabréfi S.Í.B.S. Eru
félagar L.H.S. þakklátir þeim S.Í.B.S.
mönnum fyrir hugulsamt boð og verður
það þegið og nýtt, eftir því sem tilefni
gefast.
FUNDAHÖLD
Á liðnu hausti og það sem af er vetri hafa
verið haldnir þrír stjórnarfundir og hafa þar
borið hæst fjáröflunarmálin. Ákveðið hefur
verið að bretta upp ermar og hefjast handa
um fjáröflun á útmánuðum og er mikill
hugur í mönnum.
Rúrik Halldórsson hefur verið skipaður
nýr formaður fjáröflunarnefndar og með
honum tveir vaskir félagar.
AFHENDING HOLTERTÆKJA
Pann 5. desember s.l. fór fram afhending
svokallaðra Holter-tækja eða hjartasírita
ásamt fylgihlutum í húsakynnum Landspít-
alans. L.H.S. hafði áður gefið loforð um
afhendingu þessarar gjafar og var hún
afhent að viðstöddum forstjóra ríkisspítala,
ráðamanna hjartadeildar, blaðamönnum og
stjórnarmönnum L.H.S.
Við þetta tækifæri lét formaður L.H.S.,
Ingólfur Viktorsson, m.a. eftirfarandi orð
falla:
„í samráði við prófessor Þórð Harðarson,
svo og aðra hjartasérfræðinga á Landspítal-
anum, var það ákveðið um mitt þetta ár af
stjórn Landssamtakanna að reyna að mæta
þörfum þeirra sjúklinga, sem úti á lands-
byggðinni búa, með því að færa Landspítal-
anum að gjöf sem allra fyrst, þrjú Holter-
tæki (hjartalínurita), sem ætluð eru til þess
að fylgjast með hjartsláttartruflunum sjúk-
linga, ef um er að ræða, og síðan eru lesnar
niðurstöður rannsóknarinnar með til þess
gerðum tækjum, sem til staðar eru á Land-
spítalanum. Nú er sá möguleiki fyrir hendi
að senda Holtertækin hvert sem er út á land,
hvenær sem þeirra er þörf, og fá þau síðan
send til baka til aflestrar. Jafnframt var
ákveðið að stuðla að því að sjá um að Land-
spítalinn fengi nú þegar hugbúnað til
aflestrar Holtertækjanna, sem hingað til
hefur verið handunnið og seinvirkt, en mun
með hinum nýja hugbúnaði verða afkasta-
mikið og fljótvirkt, og þá um leið að sjálf-
sögðu auka mjög nýtni Holtertækjanna.
Eftir þessa ákvörðun stjórnarinnar var
þegar hafist handa og stefnt að því að vinna
þetta verkefni af sama áhuga og bjartsýni og
áður. Sem fyrr var leitað til okkar ágætu
félaga í samtökunum, svo og annarra góðra
stuðningsmanna, og á furðu skömmum
tíma tókst að Ijúka þessu mikilvæga verk-
efni.
Á haustdögum fréttum við að mikil þörf
væri á því að Landspítalinn sendi tvo hjúkr-
12
SÍBSfréttir