SÍBS fréttir - 01.02.1985, Page 14

SÍBS fréttir - 01.02.1985, Page 14
og óskir um að þau komi að sem bestum notum í bráð og lengd.“ í þakkarorðum sínum sagði prófessor Þórður m.a. „Hjartsláttartruflanir eru algengasta dán- arorsök hjartasjúklinga. Þær ber að með ýmsum hætti, stundum fyrirvaralaust, en gera þó oft boð á undan sér. Slík forboðs- einkenni eru oftast tíð aukaslög eða runur af aukaslögum. Heilbrigðir finna að vísu oft fyrir aukaslögum og eru þau talin saklaus ef sjúkdómur í hjarta liggur ekki að baki. Hins vegar geta aukaslög verið varhugaverð hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóma eða nýlegt hjartadrep. Það tekur að jafnaði 15-45 sekúndur að skrá venjulegt hjartarit og því undir hælinn lagt hvort skammvinnar hjartsláttartruflanir koma fram á slíku riti. Við venjulegar aðstæður fara þær því oft fram hjá læknum. Með tilkomu Holterskráningar hafa þessar aðstæður gjörbreyst. Nú er hægt að skrá hjartsláttinn á lítið segulbandstæki sem spennt er um mitti sjúklings. Skráningin tekur oftast 24 stundir. Segulbandið er síðan lesið með sextugföldum hraða í Holtertölvu og annast það tæknimenn eða sjálfvirkur búnaður í tölvunni. Allar alvarlegar eða grunsamlegar taktbreytingar eru skráðar á pappírsstrimil til frekari greiningar. Allmik- ill fjöldi hjartasjúklinga hefur við þessa rannsókn reynst hafa alvarlegar hjartsláttar- truflanir. Einnig mætti nefna að oft finnst með Holterskráningu tímabundin stöðvun á hjartslætti en slíkt er algeng orsök aðsvifa og yfirliðs." Þá sagði prófessor Þórður Harðarson að þessi höfðinglega gjöf yrði nú til þess að unnt yrði að taka upp þjónustu við hjarta- sjúklinga hvar á landinu sem væri og yrði miðstöð þeirrar þjónustu á Landspítalanum. Að loknum ræðuhöldum, viðtölum blaðamanna, myndatökum o.fl. þágu gestir veitingar í boði stjórnar ríkisspítalanna, sem hér með er þakkað. Þess skal getið í lok þessa stutta spjalls, að stjórn L.H.S. hefur satnþykkt að haldinn verði almennur félagafundur í febrúar n.k. og verða þá væntanlega tíunduð fyrirhuguð verkefni samtakanna. Að svo mæltu senda stjórnarmenn félögum og öðrum velunn- urum samtakanna bestu nýárskveðjur. b. bjarman. * .................. * Félagsvist SÍBS deildin í Reykjavík heldur félagsvist í Hátúni lOa, 9. hæð, þriðjudagana 12. febrúar og 12. mars nk. kl. 20.30. Kaffiveitingar kosta kr. 50,00. Góðir og eigulegir vinningar. Allir velkomnir. SÍBS deildin í Reykjavík. 14 SÍBSfréttir

x

SÍBS fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.