SÍBS fréttir - 01.02.1985, Qupperneq 16

SÍBS fréttir - 01.02.1985, Qupperneq 16
að reykja. Réttur hinna hefur þá gleymst. Það stendur þó vonandi til bóta með nýjum lögum um tóbaksvarnir. Matarofnæmi er svolítið snúið við fyrstu kynni. Að fá kláðabletti, exem eða opin sár af því að borða baunir! Höfuðverk og sjón- truflanir af ávöxtum! Að smábarn megi alls ekki fá kúa- eða þurrmjólk, egg, fisk, ávexti og allt þetta holla! Þessu eiga ýmsir erfitt með að kingja. Matarofnæmi, ja svei, þetta er ekkert annað en helvísk matvendni! Ofnæmi af málmum er velþekkt. Nikkel- ofnæmi er einna algengast. Alltof oft eru óvandaðir (óekta) lokkar settir (í göt) í eyru stúlkubarna. Sýrur úr líkamanum og sviti eyða þunnri húðuninni og skaðinn skeður. Nikkel er allsstaðar, í smápeningum og bréfaklemmum, skart- gripum og hurðarhúnum, rennilásum og vatnskrönum. Listinn er endalaus. Ein- kennin koma víða. Útbrot eða exem á mag- anum, af tölunni á gallabuxunum. Á eyrun- um, andlitinu og í hársrótinni, af eyrna- lokkunum. Á höndunum vegna sífelldrar ertingar af smápeningum, verkfærum, eld- húsáhöldum, o.s.frv. o.s.frv. Ég gæti haldið áfram út í það óendanlega að lýsa ofnæmiseinkennum. Hins vegar er öllu erfiðara að lýsa sálarástandi þess sem ver allri sinni orku í að ná andanum milli hóstakviðanna. Eða þess sem ekkert getur snert vegna sviða, kláða eða þrota. Eða unglingsins sem ekki þorir á skemmtistaði með félögum sínum út af reykjarsvælunni. Eða. Eða. Slíku er ekki hægt að lýsa. EN ÞAÐ ER HÆGT AÐ REYNA AÐ SKILJA En astmi, er það ekki nýr sjúkdómur hér?Af hverju eru öll þessi börn allt í einu komin með astma? Maður varð ekkert var við slíkt í mínu ungdæmi. Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Svo mikið þykist ég þó vita, að astmi er ekki ný bóla hér, öðru nær. Það að fleiri virðast hafa astma en áður, stafar fremur af því að þekking á honum og meðferð er á hærra stigi en áður í dag og fer sífellt batn- andi. Lífslíkurnar aukast dag frá degi. Börn, og fullorðnir auðvitað einnig, dóu hér áður fyrr úr allskyns sjúkdómum. Lungnaveiki, brjóstamein, brjóstþyngsli, innantökur, hósti, jafnvel tæring. Svona má lengi telja. Hve mikið af þessu var astmi? Við vitum líka að ef mótstaðan er veik leggjast sjúkdómar þyngra á fólk. 16 SÍBSfréttir

x

SÍBS fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.