Fréttablaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 16
Súkkulaðikaka í hvínandi hvelli Örbylgjumatur þykir kannski ekki smart á tímum þar sem allt á að hægelda í spað en nú þýðir ekkert að fást um það. Fátt á betur við á degi elskenda en súkkulaðikaka og á nokkrum mínútum má baka eina slíka í örbylgjunni. Þessa tekur rétt um fimm mínútu að undirbúa og aðeins tvær mínútur að baka. 3 msk. hveiti ¼ tsk. kanill 2 msk. sykur 2 msk. kakó ¼ lyftiduft 1/8 tsk. salt ½ tsk. vanilluextrakt ½ stórt egg (brjótið eggið í skál og hrærið saman, notið svo helminginn af hrærunni) 2 msk. matarolía 2 msk. vatn Dembið öllu saman í kaffikrús og hrærið. Hendið krúsinni svo í ör- bylgjuofninn og bakið á hæsta styrk í tvær mínútur. Ef heppnin er með þér gætu leynst jarðarber eða bláber í ís- skápnum til að bera fram með kök- unni en það gerir líka sama gagn að sneiða niður banana. ÁStarpönnSur Hjartalaga pönnsur eru klassík sem getur ekki klikkað á dögum sem þessum. Það tekur rétt um fimm mínútur að útbúa deigið og nokkrar mínútur að steikja pönnu- kökuna. Ef gengið er fumlaust til verks ættirðu að ná að steikja 1 til 2 hjartalaga kökur á tíu mín- útum. 1 bolli hveiti 2 msk. sykur 2 msk. lyftiduft 1 tsk. salt 1 egg þeytt 1 bolli mjólk 2 msk. matarolía Kveiktu undir pönn- unni. Á meðan hún hitnar skaltu demba þurrefn- unum í skál og hræra. Gerðu dæld í miðj- una og helltu í hana mjólk, eggi og olíu og hrærðu vel saman. Slettu deiginu á pönnuna og reyndu að móta hjartalaga form. egg í brauði Ef bakstur er ekki þín sterka hlið má alltaf redda sér á rist- uðu brauði með tvisti. Skerðu hjarta út úr brauðsneið, með piparkökuformi, hníf eða hrein- lega klipptu það út með skær- um. Skelltu brauðsneiðinni á pönnu og steiktu ör snöggt. Snúðu henni svo við og brjóttu egg ofan í hjartalagaða gatið. Á örfáum mínútum er tilbúinn staðgóður og fallegur og viðeig- andi morgunverður. Hjartalaga pönnsur eru klassík sem getur ekki klikkað. Fátt á betur við á degi elskenda en súkkulaðikaka. Skerðu hjarta út úr brauðsneið, með piparkökuformi, hníf eða hreinlega klipptu það út með skærum. reddingar undir tíu mínútum Ef þú hélst að það væri bara þreyttur þriðjudagur gætirðu mögulega lent í vandræðum. Gaf makinn þér undarlegt augnatillit í morgun? Eins og þú værir að gleyma einhverju? Í dag er Valentínusardagurinn og þú hefur nákvæmlega fimmtán mínútur til að redda þessu. hollur kostur á 5 mín. Plokkfiskur MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐA MÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI Allt það helsta úr heimi TÍSKUNNAR á einum stað GLAMOUR.IS .is 1 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r4 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a 1 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 3 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 A -C 2 6 4 1 C 3 A -C 1 2 8 1 C 3 A -B F E C 1 C 3 A -B E B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 3 2 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.