Fréttablaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 4
- Vanræktu ekki viðhaldið -
Allt til kerrusmíða
Veður „Þær voru dásamlega góðar.
Brakandi ferskar og fínar,“ segir
Guðný Sigríður Ólafsdóttir, kennari
á Dalvík, en hún tók upp fulla skál
af nýjum gulrótum á sunnudag. Slíkt
er auðvitað frekar fjarstæðukennt
enda ekki algengt að gulrætur láti á
sér kræla í miðjum febrúarmánuði.
„Ég hef ekki einu sinni tekið upp
svona stórar gulrætur fyrr,“ segir
hún en gulræturnar kúrðu í beðinu
austan við hús hennar á Dalvík.
Mikill hiti hefur verið á landinu
að undanförnu og fór hitinn upp í
19,1 gráðu við Eyjabakka en Trausti
Jónsson veðurfræðingur á þó eftir
að staðfesta það. Hæsti staðfesti hit-
inn í gær var á Seyðisfirði þar sem
hitinn sló í 13,7 gráður. Enda hafa
margir nýtt sér góða veðrið og farið
í golf, sótt kindur á
fjall, vegir hafa verið
heflaðir og mörg
skólabörn nýttu
sér góða veðrið
með því að vera á
stuttermabol í
frímínútum. Séu
ve f my n d avé l a r
Vegagerðarinnar
skoðaðar má sjá
að það er varla
snjóarða á eða
við vegi lands-
ins.
„Þetta er óvenju-
legt. Tíðin er óvenjuleg,“ segir
Elín Björk Jónasdóttir, fagstjóri
almennrar veðurþjónustu hjá
Veðurstofu Íslands, og bætir því við
að þetta stefni í að verða sögulegur
febrúar hvað hita
varðar.
Fyrir ári var forsíðu-
mynd Fréttablaðsins
af krökkum að ganga
úr skólanum í
gríðarlegu
fannfergi
enda voru
a l h v í t i r
dagar í Reykjavík alls
27 í febrúar í fyrra. Snjó-
magn var einnig í meira
lagi, það mesta í febrúar
síðan árið 2000. Alhvítt var allan
febrúar í fyrra á Akureyri.
Teitur Arason, veðurfræðingur
hjá Veðurstofunni, segir að fyrir
helgi hafi byggst upp svokölluð
fyrirstöðuhæð sem hafi setið föst og
beint köldu lofti frá Austur-Evrópu
yfir Bretland meðal annars. Hlýtt
loft hafi komið langt sunnan úr
höfum og vegna fyrirstöðuhæðar-
innar ekki komist neitt annað en til
Íslands. Hefði þetta gerst að sumar-
lagi hefði hitinn líklega farið yfir 25
stig. benediktboas@365.is
Ferskum gulrótum skaut upp
á Dalvík í vorveðrinu í febrúar
Guðný Sigríður, kennari á Dalvík, smakkaði á brakandi ferskum gulrótum sem hún tók upp um helgina.
Hitinn fór upp í 19,1 gráðu við Eyjabakka, en það er óstaðfest af Veðurstofu Íslands. Tíðarfarið er vissu-
lega óvenjulegt, segir veðurfræðingur, og bætir við að það stefni í sögulegan mánuð hvað hita varðar.
Þær voru dásamlega
góðar. Brakandi
ferskar og fínar.
Guðný Sigríður
Ólafsdóttir
Höfuðborgarsvæðið er nánast autt af snjó. Fyrir ári var staðan önnur. Fréttablaðið/Eyþór
Gulræturnar sem Guðný
tók upp. Mynd/Guðný
Forsíða Frétta-
blaðsins 16.
febrúar 2016
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —
3 9 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r
Þ r i ð J u d a g u r 1 6 . f e b r ú a r 2 0 1 6
Fréttablaðið í dag
skoðun Bleiki skatturinn, sykur-neysla og GoRed. 12 - 15
sport Slæmur dagur í fyrra en draumadagur í ár. 16
Menning Það styttist í Illsku. 22-25lÍfið Hafdís Helgadóttir leikur í Fyrir framan annað fólk. 28-30plús 1 sérblað l fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
Munndreifitöflur250 mg
Pinex® Smelt
H
V
Í T
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
c t
a v
i s
5
1 1
07
2
öryggi „Það verður að hvetja til þess
að unnið sé hratt. Það er ljóst að fjölg-
un ferðamanna er meiri en nokkur
gerði ráð fyrir. Þetta er risastórt verk-
efni sem margir þurfa að koma að,“
segir Víðir Reynisson, verkefnastjóri
hjá embætti lögreglustjórans á Suður-
landi, en ofan í mikla umræðu í sam-
félaginu um öryggismál ferðamanna, í
tengslum við dauðaslys í Reynisfjöru,
staðfesti Ferðamálastofa í gær að fjölg-
un erlendra ferðamanna milli áranna
2014 og 2015 var tæp 30 prósent.Víðir, sem um árabil gegndi starfi
deildarstjóra almannavarnadeildar
Ríkislögreglustjóra, segir málið ekki
snúast um viðbrögð á einum tiltekn-
um stað í kjölfar slyss eins og í Reynis-
fjöru. Þörfin nái til landsins alls – vissu-
lega verði að huga að öryggismálum
og aðgengi á ferðamannastöðum sér-
staklega, en undir sé öll löggæslan í
landinu, uppbygging samgöngumann-
virkja, fjarskipti, regluverkið þurfi að
gaumgæfa og jafnframt komi þetta
inn á svið heilbrigðisþjónustunnar, og
tekur dæmi. „Það er fjölmargt sem við
þurfum að gera. Við þurfum að drífa
okkur, en við þurfum líka að vanda
okkur,“ segir Víðir. „Þeir sem nú fjár-
festa í ferðaþjónustu hljóta að hafa
miklar áhyggjur af neikvæðum áhrif-
um umræðu um slysahættu á Íslandi.
Það verður að nálgast þetta heild-
stætt, og ég finn fyrir vilja stjórnvalda
til þess,“ segir Víðir og tekur undir að
aðgerðir til bóta vísi allar á mikil fjár-
útlát, svo skiptir tugum milljarða. Hins
vegar verði stjórnvöld að vinna eftir
tillögum sem byggjast á nákvæmri
greiningarvinnu, og bendir á að innan-
ríkisráðherra hóf vinnu í samvinnu
fjölmargra aðila í ágúst í fyrra sem
miðar að því að auka öryggi ferða-
manna og viðbragðsaðila hér á landi.
Tölur Ferðamálastofu sýna að tæp-
lega 1,3 milljónir ferðamanna komu
hingað til lands um Keflavíkurflugvöll
á síðasta ári, miðað við 970 þúsund
ferðamenn árið áður. Ferðamönnum
í janúar fjölgaði um tæp 24 prósent
milli ára. – shá
Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrrOfan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að
fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta
verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni.
1.289.140 ferðamenn komu hingað til lands 2015.
Þeir sem nú fjárfesta í ferðaþjónustu hljóta að hafa miklar áhyggj-ur af neikvæðum áhrifum umræðu um slysahættu á Íslandi.
Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá lögreglustjóra Suður-lands
Fjöll í Fellunum Ungir Breiðhyltingar leika sér í himinháum snjósköflum sem hafa myndast við mokstur síðasta misserið. Búast má við að skaflarnir hafi minnkað ögn í rigningu gærdagsins. Fréttablaðið/SteFán
náttúra Gífurlegur og sívaxandi
hávaði undir yfirborði sjávar ógnar
velferð sjávarspendýra. Þetta segir
Azzedine Downes, forseti Alþjóð-
lega dýraverndunarsjóðsins.„Fólk gerir sér ekki grein fyrir
vandanum vegna þess að hann
er undir yfirborði sjávar en dýrin
kveljast. Við gætum aldrei þolað
viðlíka hávaða,“ segir hann. Boranir
við Grænland hafa helst á áhrif vel-
ferð hvala í nágrenni við Ísland en
Downes bendir einnig á að hvala-
skoðunarferðir geti valdið trufl-
unum. – kbg / sjá síðu 6
Hvalir kveljast vegna hávaða
lÍfið „Ég hef þekkt Mörtu Maríu
í tuttugu ár og hún sagði þetta í
hita leiksins og bara til gamans,“
sagði Sölvi Fannar Viðarsson um
bón ÍGT-dómarans Mörtu Maríu Jónasdóttur um að hann myndi skella sér úr skyrtunni áður en hann flytti atriði sitt. Sölvi Fannar flutti gjörning við ljóð samið sér-staklega fyrir þáttinn.
– gjs / sjá síðu 28
Sölva Fannari sárnaði ekki
samgöngur Sveitarstjórn Borgar-
byggðar lýsir yfir vonbrigðum með
fyrirætlanir um að felldar verðir
niður fjárveitingar frá ríkinu til
þeirra vegaframkvæmda sem voru
fyrirhugaðar 2017 í Borgarbyggð
samkvæmt Vegaáætlun 2016.
„Daglega aka íbúar varasama
malarvegi á leið til skóla og vinnu.
Ennfremur knýr mikil aukning
ferðafólks á með auknum þunga að
unnið verði að nauðsynlegri upp-
byggingu vegakerfis í sveitarfélag-
inu. Sveitarstjórnin hvetur þing-
menn kjördæmisins til að standa
vörð um hagsmuni Borgarbyggðar
og Vesturlands í þessu efni þannig að
nauðsynleg uppbygging og viðhald
vegakerfisins dragist ekki enn frekar
en orðið er,“ segir í ályktun. – gar
Afturkalla vegafé
í Borgarbyggð
Í borgarfirði. Fréttablaðið/VilHElM
stjórnsýsla Úrskurðarnefnd um
Viðlagatryggingar gagnrýnir Við-
lagatryggingasjóð harðlega í úrskurði
sínum um málefni Friðarstaða sem
kveðinn var upp í desember. Telur
nefndin málið hafa tekið óeðlilega
langan tíma. Framkvæmdastjóri Við-
lagatryggingar segir það mat byggt á
reginmisskilningi.
„Úrskurðarnefndin telur að end-
ingu óhjákvæmilegt að gera athuga-
semdir við meðferð Viðlagatrygg-
ingar Íslands á málinu, allt frá því að
það kom fyrst til kasta stofnunarinnar
í júní 2008. Telur úrskurðarnefndin
að það verklag sem og sá tími sem
farið hefur í meðferð málsins sé vart
viðunandi,“ segir í úrskurðinum.
Telur nefndin verklagið ekki teljast
til góðrar stjórnsýslu og bætur til
kæranda komi mjög til álita en dóm-
stólar þurfi að skera úr um það.
„Þetta hefur tekið gríðarlega langan
tíma og hefur töfin kostað mig yfir tíu
milljónir króna sem Viðlagatrygging
vill ekki greiða fyrir,“ segir Diðrik
Sæmundsson. „Eins og þetta horfir
við mér eftir allan þennan tíma þá hef
ég þá tilfinningu að eignir fólks séu í
raun ótryggðar fyrir svona tjónum,“
bætir Diðrik við.
Hulda Ragnheiður Árnadóttir,
framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar
Íslands, segir úrskurð nefndarinnar
byggðan á misskilningi. „Málið hefur
verið jafn lengi hjá úrskurðarnefnd-
inni sjálfri og hjá okkur. Við höfum
sýnt fram á það að við höfum alla
tíð verið að vinna að málinu. Málið
hefur aldrei legið hjá okkur óhreyft,“
segir Hulda Ragnheiður. „Persónu-
lega finnst mér þetta hins vegar mjög
langur tími og vil að málin taki styttri
tíma. Hins vegar eru mál stjórn-
sýslulega mjög flókin þegar uppi er
ágreiningur um nánast öll efnisatriði
málsins.“
sveinn@frettabladid.is
Tók á níunda ár að klára mál hjá Viðlagatryggingu eftir skjálfta
DómsmÁl Tvær konur voru fyrir
viku sakfelldar í Héraðsdómi Norð-
urlands eystra fyrir þjófnað. Kon-
urnar höfðu brotist inn í fatasöfn-
unarkassa nytjamarkaðar á vegum
Hjálpræðishersins. Brotið átti sér
stað í október síðastliðnum.
Báðar konurnar játuðu brot sín
skýlaust fyrir dómi, lýstu iðrun en
þær höfðu skilað þýfinu. Hvorug
þeirra hefur áður gerst brotleg við
lög. Með hliðsjón af því að verðmæti
hinna stolnu muna lá ekki fyrir var
ákvörðun refsingar kvennanna
frestað og mun hún falla niður haldi
þær skilorð í eitt ár.
Málsvarnarlaun verjanda ann-
arrar konunnar og málskostnaður,
210.800 krónur, greiðast úr ríkis-
sjóði. – jóe
Stálu frá hernum
umferðaröryggi Fjórðungur öku-
manna yngri en 24 ára segist aka
hraðar en 101 km/klst. á þjóðvegum
landsins. Þrír af hverjum fjórum í
sama aldurshópi segjast aka yfir leyfi-
legum hámarkshraða að jafnaði.
Þetta má lesa úr niðurstöðum
könnunar á umferðarhegðun
almennings sem Gallup framkvæmdi
fyrir Samgöngustofu. Slík könnun
hefur verið gerð árlega frá árinu 2005.
Niðurstöðurnar eru að mestu svip-
aðar og síðustu ár. Hlutfall þeirra sem
aka á yfir 90 km/klst. að jafnaði lækk-
ar lítillega á milli ára en hlutfall þeirra
sem aka á yfir 100 km/klst. hækkar,
er nú sjö prósent og hefur aldrei verið
hærra. Meðalhraði hækkar lítillega og
er tæplega 96 km/klst.
Könnunin sýnir einnig að konur
bera meiri virðingu fyrir hámarks-
hraða en rúmlega helmingur kvenna
segist halda sig fyrir innan 90 km/klst.
Hjá körlum er hlutfallið 43 prósent.
Úr slysaskýrslum undanfarinna ára
má lesa að jafn miklar líkur eru á að
kona valdi slysi og karl. Slys af völdum
karlkyns ökumanna eru hins vegar
líklegri til að vera alvarleg.
Um helmingur ökumanna verður
sjaldan eða aldrei var við eftirlit lög-
reglu. Það hlutfall hefur hækkað tölu-
vert frá árinu 2013 en þá var það 36
prósent. – jóe
Ungir ökumenn aka áberandi hraðast
Fáir ökumenn verða varir við eftirlit lögreglu. Fréttablaðið/antOn brinK
Telur úrskurðar-
nefndin að það
verklag sem og sá tími sem
farið hefur í meðferð málsins
sé vart viðunandi.
Úrskurðarorð frá úrskurðarnefnd um
viðlagatryggingar
1 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r i ð j u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
4
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
3
A
-D
1
3
4
1
C
3
A
-C
F
F
8
1
C
3
A
-C
E
B
C
1
C
3
A
-C
D
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
3
2
s
_
1
3
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K