Kvennalistinn í Kópavogi


Kvennalistinn í Kópavogi - 01.05.1990, Qupperneq 3

Kvennalistinn í Kópavogi - 01.05.1990, Qupperneq 3
Nýjar áherslur í atvinnumálum Kvennalistakonur eru jafnan gagnrýndar fyrir að taka ekki á þeim málum sem ,,mestu máli“ skipta svo sem atvinnu- og fjármálum. Þetta er ekki rétt. Við gerum okkur að sjálf- sögðu fulla grein fyrir að næg og örugg atvinna er nauðsynleg og undirstaða þess að blómlegt mannlíf fái þrifist. Þátttaka kvenna í atvinnulíf- inu hefur farið gífurlega vax- andi síðustu tvo áratugi. Konur bera að miklu eða öllu leyti uppi fjölmargar atvinnugrein- ar. Þar er fyrst og fremst um að ræða hin hefðbundnu kvenna- störf, sem lúta að umönnun, uppeldi og fræðslu, svo og við fiskvinnslu. Konur hafa þó haslað sér völl á öllum sviðum atvinnulífsins, en þær hafa hins vegar lítinn þátt átt í mótun þess — enda ekki hafðar með í ráðum. Kvennalistakonur telja íslendinga fyrst og fremst mat- vælaframleiðendur og að leggja beri áherslu á fram- leiðslu úr innlendu hráefni. Við viljum varðveita landið okkar fyrir mengun og náttúru- spjöllum og erum á móti allri stóriðju. Við viljum að mann- legi þátturinn sé ekki minna metinn við mótun atvinnulífs en fjárhagslegur hagnaður. Við teljum að menntun, þekking og reynsla sé grundvöllurinn að uppbyggingu atvinnulífsins. Síðast liðin tvö ár hefur orðið samdráttur í atvinnu á íslandi. Venjan er að atvinnuleysi bitn- ar alltaf verst á konum. Bæjar- félagið og þeir sem því stjórna þurfa að vera vakandi fyrir nýj- um atvinnumöguleikum, til þess að allir íbúar bæjarins hafi næga atvinnu við sitt hæfi, svo og til þess að laða fólk til bæj- arins og skapa bænum þar með meiri tekjur. Við viljum að sér- stakt átak verði gert til upp- byggingar atvinnufyrirtækja í bænum og þá með sérstöku til- liti til atvinnuþátttöku kvenna. Við viljum að konum verði veitt aðstoð og skapaðar nauð- synlegar forsendur til að stofna ýmis konar lítil fyrirtæki í framleiðsluiðnaði, verslun, þjónustu og ferðamannaiðn- aði. Konur hafa mikla reynslu af að reka og stjóma litlum fyrir- tækjum — heimilunum. Hin hagsýna húsmóðir hefur sýnt það og sannað að henni er treystandi til að fara með fjár- mál heimilisins og því þá ekki eins fjármál stærri fyrirtækja. Úr stefnuskránni Kvennalistinn vill: að allir íbúar bæjarins hafi atvinnu við sitt hæfi. að konum verði veitt sérstök aðstoð og skapaðar nauðsyn- legar forsendur til að stofna lítil fyrirtæki i framleiðslu og þjonustu. að Kópavogsbær hafi forgöngu um að bjóða starfsfólki sínu upp á sveigjanlegan vinnutíma. að aldraðir geti stundað störf við hæf i eins lengi og þeir óska. að gert verði átak varðandi ferðamannaiðnað í bænum. OKKAR KONA SPURÐ „Hvað segir þú um þá staðhæfingu fólks að Kvennalistakonur sinni eingöngu hinum s.k. „mjúku málum“. „Elsku vinan, ég ætla bara rétt að vona að þú gerir þér grein íyrir að þær sinna öllum málum. En segðu mér annars hvað er það sem kallað er „mjúku málin“ og hvað er mikilvægast? — það að láta enda ná saman, — það að hafa áhyggjur af því allan daginn hvernig börnunum reiði af, — það að börnin skuli þurfa að fara fram og aftur oft á dag í skólann af því að hann er ekki einsetinn, — það að lifa og starfa í samfélagi þar sem kvennastörf eru eins lítils metin og þau eru í dag, — það að lifa í samfélagi þar sem börn og gamalmenni eru sett til hliðar, „Mjúku málin" eru frá mínum bæjardyrum séð lang mikilvægustu málin. Þó við köllum þau mjúk þá eru þau ekki síður mikilvæg en þessi s.k. „hörðu mál“. Það eru „mjúku málin“ sem brenna á okkur daglega. Það eru þau sem eru aðalatriðið. ra Atvinnumiölun skólafólks í Kópavogi Fyrirtæki og stofnanir Fyrirtækjum og stofnunum í Kópavogi er bent á atvinnumiðlun skólafólks í bænum, vanti þau starfsmenn, annað hvort tímabundið eða í allt sumar. Nánari upplýsingar í síma 642112 milli kl. 10—12 f.h. og 14—15. Vmnumiðlun Kópavogs 3

x

Kvennalistinn í Kópavogi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn í Kópavogi
https://timarit.is/publication/1229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.