Kvennalistinn í Kópavogi - 01.05.1990, Page 4
HJARTA MITT SLÆR
í KÓPAVOGI
Hulda Harðardóttir er í
fyrsta sæti Kvennalistans í
Kópavogi við bæjarstjórnar-
kosningar í vor. Hún er fædd
árið 1950 í Kópavogi. For-
eldrar hennar eru Guðrún
Olöf Þór og Hörður Þórhalls-
son, viðskiptafræðingur en
hann er látinn.
Eiginmaður Huldu er Hall-
dór Björnsson, verktaki og
eiga þau fjögur börn.
Hulda, þú ert innfæddur
Kópavogsbúi, hvernig var að
alast upp í Kópavogi?
Það var spennandi að vera
barn og unglingur hér í bænum
allt iðandi af lífi og fjöri. Ég
átti heima við Kópavogsbraut-
ina þegar hún var að byggjast
og það var alltaf að flytja nýtt
og nýtt fólk í bæinn. Fullorðna
fólkið var bjartsýnt á tilveruna
og vann mikið sjálft við að
byggja húsin. I endurminning-
unni finnst mér að gleðin hafi
verið ríkjandi og fólk gaf sér
tíma til að sinna félags- og
menningarmálum á kvöldin og
jafnvel á nóttunni.
Móðir mín starfaði með
Leikfélagi Kópavogs og ég
man eftir því að leikfélagið
hafði oft æfingar heima hjá
okkur á kvöldin. Þá sátum við
krakkarnir grafkyrr og fylgd-
umst vel með. A kvöldin ómaði
hverfið af hlátrasköllum og
leikjum, þá var engin gjá með
umferðargný eins og nú. Á vet-
urna skautuðum við á voginum
en á sumrin lágum við í sólbaði
í Háubökkum fyrir neðan
Kópavogshælið.
Svo þú átt einungis góðar
minningar frá þessum tíma.
Ekki er það alveg. Ég var
ung þegar alvaran bankaði að
dyrum hjá fjölskyldunni.
Pabbi dó á skurðarborðinu að-
eins 42 ára gamall. Þessi
4
atburður sem gerðist á dimm-
um desemberdegi markaði
dýpri spor í sál mína en ég
gerði mér grein fyrir þá.
Móðir mín varð ekkja með 5
börn aðeins 39 ára gömul, of
ung til að eiga rétt á ekkjubót-
um. Þá kynntist ég fyrst órétt-
lætinu sem að konum snýr.
Hún vann fyrir heimilinu en
aðeins lægstu laun stóðu henni
til boða eins og öðrum hús-
mæðrum sem fara út á vinnu-
markaðinn. Móðir mín er stolt
kona og bað aldrei neinn um
neitt og lagði metnað sinn í að
standa á eigin fótum, en við
systkinin vissum að oft var það
erfitt.
Þessi reynsla hefur mótað
mig og vakið til umhugsunar
um það hversu störf og þekking
kvenna eru lítils metin. Staða
kvenna hefur breyst, réttleysi
kvenna á vinnumarkaði er þó
allt of ríkjandi enn.
Telur þú að konur í Kópa-
vogsbœ í dag búi við allt aðrar
aðstæður?
Það er örugglega mikið ann-
að að vera kona í bænum nú en
fyrir 30 árum. Þá voru flestar
konur heimavinnandi. Nú
stunda konur störf utan heimil-
is næstum til jafns á við karla
en laun þeirra fýrir sambærileg
störf eru lægri. Konur hafa auk
þess áhyggjur af börnum sínum
hvort sem þau eru í dagvist eða
skólum vegna þess að vinnu-
tími foreldra fer ekki alltaf
saman við viðveru í dagvist
eða skóla. Skóladagurinn er of
stuttur og jafnvel sundurslitinn
þannig að börnin eru á ferðinni
úr og í skóla allan daginn.
Mæður með ung börn finna
enn fyrir því að götur eru
slæmar og ekki gert ráð fyrir
barnavögnum eða hjólum.
Gatnakerfið miðast allt við
umferð á bílum það vantar al-
veg göngu- og hjólastíga. Eins
vantar útivistarsvæði í bænum
víðar en nú er.
Hvað starfar þú Hulda ?
Ég er yfirþroskaþjálfi á
Kópavogshæli og hef starfað
þar í 9 ár. Starf mitt á Kópa-
vogshæli hefur átt hug minn
allan á undanfornum árum. Ég
hef þekkt íbúa hælisins frá því
ég var barn og á því marga vini
þar á bæ. Mér hefur þótt afar
leitt hversu mjög faglegur
ágreiningur um starfsemi
Kópavogshælis hefur bitnað á
íbúum þess. Lengi vel var hæl-
ið eina úrræði í búsetumálum
þroskaheftra, þess vegna yfír-
fylltu stjórnvöld húsnæðið án
þess að stjórnendur fengju við
ráðið. Þegar nýir tímar runnu
upp og þroskaheftir áttu fleiri
kosta völ var allt í einu eins og
enginn vildi af hælinu vita né
íbúum þess. Jafnvel fagfólk
virtist fyrirverða sig fyrir að
vinna á þessum stað sem varð
ímynd gamla tímans, margir
hættu og fóru annað. Mér
fínnst þetta hafa bitnað á íbúum
Kópavogshælis að ósekju,
þetta fólk átti ekki annarra
kosta völ og á það heldur ekki
nú, því ber okkur skylda til að
sjá því fyrir eins góðri þjónustu
og kostur er. Ég vil leggja mitt
af mörkum til að svo megi
verða. Kannski tekst mér það
með því að starfa á staðnum en
örugglega ekki með því að
starfa annars staðar.
Að lokum, hver eru helstu
áhugamál þín?
Eins og hjá mörgum konum
eru áhugamál mín nátengd fjöl-
skyldu og starfi en auk þess hef
ég mikinn áhuga á bæjarmál-
um. Mér finnst skipta miklu
máli að bæjarbúar láti sig mál-
efni bæjarins varða. Það þarf
að efla bæjarlífið og bæjar-
menninguna og skapa betri
bæjarbrag, hann er varla lyrir
hendi í dag. Bærinn þarf að
verða iðandi af fjölskrúðugu
mannlífi. Miklu máli skiptir að
Kópavogsbúar nýti sér þjón-
ustu fyrirtækja í Kópavogi,
þannig eflum við atvinnulífið
og aukum atvinnutækifærin í
bænum.
Ég veit að fólk býr yfir góð-
um hugmyndum varðandi ýmis
mál sem betur mættu fara en
hefur ekki tækifæri til að koma
þeim að. Þessu þarf að breyta
og ég hef mikinn áhuga á að
taka þátt í því starfi því hjarta
mitt slær í Kópavogi.