Kvennalistinn í Kópavogi - 01.05.1990, Síða 9
KVENNAFRAMBOÐ
Á ÍSLANDI
Eru þau tímaskekkja?
„Hið mikla fylgi kvenna-
lista á íslandi er einsdæmi í
gjörvallri sögu kvenréttinda-
hreyfínga.“ (bls. 12). Þetta
segir Auður Styrkársdóttir, fé-
lagsfræðingur í bók sinni
Kvennaframboðin 1908—
1926. Bókin var skrifuð fyrir
rúmum 10 árum þegar ekki var
annað að sjá en sérframboð
íslenskra kvenna heyrðu sög-
unni til. Svo var þó ekki eins og
alþjóð er kunnugt, íslenskar
konur sváfu aðeins Þyrnirósar-
svefni — í rúma hálfa öld — en
vöknuðu þá alhressar, tóku upp
þráðinn þar sem hann hafði
fallið niður og settu upp í nýjan
vef. Kvennaframboðin nýju
höfðu litið dagsins ljós með
framboðum í sveitarstjórnar-
kosningum í Reykjavík og á
Akureyri vorið 1982.
Eldri framboðin
Kvennaframboðin eldri
stóðu samfleytt í 18 ár, frá
1908, þegar konur í Reykjavík
buðu fram lista til bæjarstjórn-
arkosninga og fengu fjórar
konur kjörnar, til 1926, er kon-
ur buðu hið síðara sinn fram
lista í kosningum til Alþingis.
Þá náði engin kona kjöri og þar
með varð hlé á kvennafram-
boðum í langan tíma. A þess-
um 18 árum buðu konur fimm
sinnum fram í bæjarstjórnar-
kosningum í Reykjavík, þrisv-
ar sinnum á Akureyri og einu
sinni á Seyðisfirði. Konur buðu
tvisvar sinnum fram í alþingis-
kosningum, 1922 og 1926. í
fyrra skiptið stóðu mörg
kvennasamtök að listanum.
Hann hlaut mikið fylgi eða
22.4% greiddra atkvæða og
kom þar með á þing fyrstu
íslensku konunni sem þar tók
sæti. Það var Ingibjörg H.
Bjarnason sem síðar gekk til
liðs við stjórnmálasamtök
karla til þess að koma Land-
spítalamálinu í höfn. I síðara
skiptið stóð Kvenréttindafélag
Islands eitt að framboðinu.
Listinn hlaut aðeins 3.5%
greiddra atkvæða og kom ekki
konu að. Þar með lögðust
kvennaframboð af um tíma.
Nýju framboðin
Þau voru endurvakin árið
1982 en þá buðu konur í
Reykjavík og á Akureyri fram
sérstaka kvennalista í sveitar-
stjórnarkosningum það ár og
náðu tvær konur kjöri á hvor-
um stað. I alþingiskosningum
árið eftir buðu konur fram í
þremur kjördæmum, Reykja-
vík, Reykjaneskjördæmi og
Norðurlandskjördæmi eystra.
Tvær konur náðu kjöri í
Reykjavík, ein á Reykjanesi en
engin á Norðurlandi. í sveitar-
stjórnarkosningunum 1986
buðu konur fram lista í Reykja-
vík, Hafnarfirði og á Selfossi.
Ein kona náði kjöri í Reykja-
vík, önnur á Selfossi en engin í
Hafnarfirði. Kvennalistinn
bauð fram í öllum kjördæmum
í þingkosningunum 1987 og
fékk konur kjörnar í fjórum
kjördæmum, Reykjavík,
Reykjanesi, Norðurlandi
eystra og vesturlandi, samtals 6
konur.
Kvennaframboð erlendis
Eins og fram kemur í bók
Auðar Styrkársdóttur fóru
konur víða um lönd að huga að
sérframboðum, loksins þegar
þær hlutu kosningarétt og kjör-
gengi. Norskar, sænskar og
breskar konur reyndu það
nokkrum sinnum á árunum
1908—1937 en með dapurleg-
um árangri. Engin kona náði
kjöri af kvennalistum þessum.
Kvennaframboð voru á um-
ræðustigi í nokkrum öðrum
löndum, m.a. í Þýskalandi án
þess að þau kæmu til fram-
kvæmda. Kvennaframboð
virðast því hvergi hafa heppn-
ast nema á Islandi. Hvers
vegna? Hvað er svona merki-
legt við íslenskar konur? Eða
eru kvennaframboð e.t.v. tíma-
skekkja og íslenskar konur á
villigötum? Ég læt tvær fyrri
spurningarnar liggja á milli
hluta að sinni en vísa þeim,
sem vilja fræðast frekar um
það mál, í bók mína I nafni
jafnréttis (Bókrún h.f. 1988,
greinin Islenskar konur). Hins
vegar ætla ég að fara nokkrum
orðum um síðustu spurning-
una; hvort sérframboð kvenna
séu tímaskekkja.
Undirstaða karlaveldis
Auður Styrkársdóttir veltir
henni lítillega fyrir sér og spyr
í lok bókar sinnar ,,hvort allar
stjórnmálahreyfingar, sem
spretta fram á grundvelli kyn-
ferðis, séu fyrirfram dauða-
dæmdar vegna ágreinings um
önnur atriði, svo sem skiptingu
lífsgæðanna“ (bls. 60). Ekki
fer á milli mála að sá ágreining-
ur hefur mikið að segja og
vissulega hafa íslenskar konur
búið við misjöfn kjör bæði fyrr
og síðar. En veldi karla/patri-
arkat um heim allan er stað-
reynd enn í dag. Þetta veldi er
gamalt og gamalgróið og lætur
ekki að sér hæða. Rætur þess
liggja djúpt og angarnir teygja
sig víða. Undirstaða þess er
vinna kvenna, bæði launuð
og ólaunuð, vinna sem konur
inna af hendi í þágu heildar-
innar en fá sjálfar aðeins lítið
í sinn hlut. Þetta veldi hefur nú
lifað í 6000 ár og það hefur lag-
að sig að öllum þeim breyting-
um sem yfir það hafa gengið,
þar á meðal frelsis- og réttinda-
kröfum kvenna. Þrátt fyrir
margháttuð réttindi og umbæt-
ur í þágu kvenna á umliðnum
árum og áratugum hefur
grunnurinn ekki haggast. Það
sjáum við best á lágum launum
kvenna í dag, óheyrilegri
vinnubyrði og stöðugri ábyrgð
á börnum og búi. íslenskar
konur eru að kikna undan
þessu álagi. Einkum ungar
mæður.
Margar konur hafa haldið að
sósíalisminn eða jafnaðarstefn-
an frelsaði konur, en það er á
misskilningi byggt. Ólík efna-
hagskerfi í karlveldi — hvorki
kapítalismi né sósíalismi,
frjálshyggja né félagshyggja —
breyta stöðu kvenna að neinu
marki enda ekki von þar sem
grunnurinn er alls staðar hinn
sami. Ódýrt og ólaunað
vinnuafl kvenna. Á meðan
svo er verður rödd kvenna að
hljóma ein og sér. Og nú
hljómar hún í fyrsta skipti í
bæjarstjórnarkosningum í
Kópavogi.
Helga Sigurjónsdóttir.
GARÐLOND
Kópavogsbær mun sem fyrr leigja út lönd í Smárahvammslandi til
ræktunar. Vegna framkvæmda á svæðinu í sumar verður um breyt-
ingu að ræða frá fyrri staðsetningu garðanna.
Tekið verður á móti pöntunum í afgreiðslu Tæknideildar Kópavogs,
Fannborg 2, frá 2.—18. maí n.k., milli kl. 9 og 15.
Leigugjald er: kr. 1.000 fyrir 100 m2 garð
kr. 2.000 fyrir 200 m2 garð
kr. 3.000 fyrir 300 m2 garð.
Gjaldið greiðist við pöntun.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á Garðyrkjudeild á sama stað
eða í síma 41570 milli kl. 11 og 12.
Garðyrkjustjóri Kópavogs
9