Kvennalistinn í Kópavogi - 01.05.1990, Page 10
Á FERÐ UM BÆINN
Nokkrar Kvennalistakonur óku um bæinn sinn einn kaldan dag fyrir skömmu.
Það var annar laugardagur í sumri og gekk á með hríð og hraglanda. Víða var
að sjá fallega staði og vel hirta en annars staðar hafði sumt farið á verri veg. Hér
á síðunni eru nokkrar myndanna sem teknar voru í ferðinni ásamt hugleiðingum
kvennanna og óskum varðandi viðkomandi staði.
Listasafn Gerðar Helgadóttur
„Hér blasir við, mitt í þessu fallega holti, listasafnið væntanlega. Það sem við
vildum óska er að innan veggja þessa safns væri ekki aðeins list til sýnis, sem
er allra góðra gjalda vert. Við vildum óska að það væri þarna lítill tónlistarsalur
og barnasalur. Við viljum búa til lifandi barnalistasafn. Einu sinni hrósaði
Kópavogur sér af því að hann væri bær barnanna. Við vildum óska að hann yrði
fyrsti bærinn á landinu sem hlúði að barnalist og upphæfí barnamenningu. Þetta
er okkar draumur, okkar ósk.“
Fyrrverandi gæsluvöllur við Hlíðarhvamm
„Hér blasir við ófögur sjón — fyrrverandi gæsluvöllur í niðurníðslu. Hér hefur
verið komið upp leiktækjum og dóti, þetta eru verðmæti og við verðum að gæta
að þeim. Við óskum þess að á sem flestum stöðum í bænum verði komið upp
leiksvæðum fyrir börn þar sem þau geta örugg leikið sér.“
Sundlaugin
„Á Rútstúni er verið að byggja stóra sundlaug. Okkur þykir undarlegt að sund-
laugarbyggingar skuli ekki hafa haft annan forgang í bænum. Gott er að hafa
stóra og góða sundlaug, en heldur hefðum við óskað þess að byggðar hefðu verið
minni sundlaugar við skólana inn í Austurbæ.“
Ófrágengnar götur
„Sjón sem þessi blasir því miður við í Kópavoginum. Við óskum þess að gert
verði heildarskipulag um frágang gatna í bænum og að innan fárra ára geti gang-
andi vegfarendur komist öruggir leiðar sinnar."
%NA vV^'
Auðvitað gera konur
vorhreingerningu á líkama og sál
— NÁTTÚRULEGA —
SJÚKRANUDDSTOFA SILJU
Sjúkranudd, sogæöanudd, svæöanudd, hitameö-
ferö, vatnsgufa, megrunaraöstoö, Marja Entrich húö-
ráögjöf, litgreining m/föðrunarráðgjöf, Marja Entrich
húöverndarvörur og vítamín, sjampó og sápur.
Brenn í „skinninu" aö sjá þig,
SILJA
SJÚKRANUDDSTOFA SILJU,
HJALLABREKKU 2 E, S: 642085
V_________________________________)
10