Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 01.04.1987, Blaðsíða 2

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 01.04.1987, Blaðsíða 2
2 PILSAÞYTUR Forystugrein Fyrir rúmum 15 árum var til hreyfing, sem hét Rauðsokkur. Þetta var kvennahreyfing, sem barðist fyrir frelsi kvenna, gegn kúgun karla, kröftug hreyfing, sem hafði umtalsverð áhrif á samtíð sína. Rauðsokkur hreyfðu við ýmsum málefnum kvenna, sem áður hafði verið lítill eða enginn gaumur gefinn. En mörgum þóttu þær öfgakenndar og allt of baráttu- glaðar. Kannski einmitt þess vegna náðu þær aldrei til nema takmarkaðs hóps kvenna. Rauðsokkur störfuðu í nokkur ár, en síðan lögðust samtök þeirra alveg niður. í kjölfar þess varð mikil lægð í allri baráttu kvenna fyrir bættum og breyttum kjörum sínum. í þessi ár voru konur svo til óvirkt afl í íslensku stjórnmálalífi. En að því kom, að konur risu upp aftur, en með aðra hugmyndafræði á bak við sig. Nú vildu konur hafa áhrif á íslenskt sam- félag, þar sem ákvarðanir eru teknar, sem snerta líf okkar allra. Var því ákveðið að bjóða fram sérstakan lista í bæjar- og borgarstjórnarkosning- um. Framhaldið þekkjum við öll. Fyrir fjórum árum var síðan boðinn fram sérstakur kvennalisti til Alþingis í þremur kjördæmum, Reykjavík, Reykjanesi og Norðurlandi eystra. Og nú býður Kvennalistinn fram í öllum kjördæmum. Konur hafa gert sér grein fyrir, að til þess að þær geti haft áhrif verða þær sjálfar að berjast fyrir málefnum sínum. Þær leggja til grundvallar sínar eigin hugmyndir, sem markast af lífi þeirra sjálfra. Enginn stjórnmálaflokkur hefur hugmyndafræði kvenna að leiðarljósi í leit að fegurra og betra mannlífi. Þess vegna hafa konur stofnað sín eigin samtök, þar sem aðaláherslan er lögð á, að lífssýn og reynsla þeirra sjálfra sitji í fyrirrúmi. Það er ríkt í okkur konum að vilja vernda og hlúa að öllu lífi. Við viljum horfa til framtíðarinnar með þá von í brjósti, að börn okkar geti lifað hamingjusöm í betri heimi. Nýtt stjómmálaafl eins og Kvennalistinn verður ekki til út af engu. Hann varð til vegna þess að þörf var á breytingum. Sérstakur kvennalisti er eina lausnin, sem við sjáum núna. Það er kominn tími til að viðhorf og reynsla kvenna fái meiru ráðið um líf okkar allra. Nú spyrja sjálfsagt margir: „Hvers vegna styðjið þið þá ekki frekar við bakið á konum, sem starfa innan hinna stjórnmálaflokkanna?“ Svarið er einfalt. Þær konur eru bundnar stjórnmálaafli, sem hefur annan grunn að hugmyndafræði sinni en lífssýn og reynslu kvenna. Uppbygging og starfshættir Kvennalistans miða að því, að hver kona hafi hlutverki að gegna og geti haft áhrif á stefnu og markmið Kvenna- listans. Við konur viljum starfa eftir eigin leikreglum, sem eru sniðnar að okkar þörfum. Við viljum fara mjúkum höndum um okkar harða samfélag. Við viljum gera menningu kvenna að stefnumótandi afli í samfélaginu ekki síður en reynslu, menningu og viðhorf karla. áslaug Feikifríður segir — hér kem ég. Útgefandi: Kvennalistinn í Vestfjarðakjördœmi Ritnefnd: Áslaug Jóhannsdóttir Helga Konráðsdóttir Ragna Finnsdóttir Sigríður Ragnarsdóttir Svava O. Ásgeirsdóttir Ljósmyndir: Bára Snæfeld og fleiri Útlit: Friðgerður Þorsteinsdóttir Ábyrgð: Áslaug Jóhannsdóttir Auglýsingar: Hrönn Benónýsdóttir Lilja G. Steinsdóttir Prentun: Prentstofan ísrún h.f.

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.