Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 01.04.1987, Page 10

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 01.04.1987, Page 10
10 PILSAÞYTUR Rödd úr Djúpinu Kvennalistinn hefur boðið fram á Vestfjörðum. Það hlaut að koma að því, að vestfirskar konur létu eitthvað til sín heyra og tækju á þeim málum, sem brenna á þeim, ekki síður en konum annars staðar á landinu. Hvers vegna er Kvennalist- inn með sérframboð? Lengi virtist mér sjálfsagt og eðlilegt, að konur jafnt sem karlar skip- uðu sér hlið við hlið í öllum stjórnmálaflokkum. En veru- leikinn er að þrátt fyrir allt tal um jafnrétti, þá er mikill munur þar á og langt frá því að konur fái tækifæri til að koma fram áhugamálum sínum. Það er líka bitur staðreynd, að störfin, sem konur vinna eru mikið minna metin til launa, sama hvað er. Hjúkrun og alls konar umönn- un er orðin láglaunastarf, sem enginn karlmaður léti bjóða sér. Sama er að segja um kennslu, þar sem konur eru í meirihluta. Fiskvinnslan er borin uppi af konum, og þær eru fyrst sendar heim, ef um einhvern samdrátt er að ræða. Til skamms tíma var vinnuframlag sveitakvenna metið aðeins brot af vinnu bóndans. Er þó sannast sagna, að þær ganga jafnt honum til allra verka, og vinna allt sem til fellur við hlið hans. Og að sjálf- sögðu taka þær á sig hans hlut, þegar á þarf að halda. Þar á of- an eiga útivinnandi konur, og þar tel ég sveitakonur hiklaust með, tvöfaldan vinnudag, þar sem heimilisstörfin bætast við, þó þau séu ekki metin til starfs- reynslu. Og húsmóðir sem fer að vinna við ræstingar, fær lægra kaup en þær sem hafa farið á námskeið í ræstitækni og fá starfsheitið ræstitæknar. Það hafa orðið geysilegar breytingar í þjóðfélagi okkar á aðeins 20—30 árum, og enn eru þær svo stórstígar að við liggur að tilvera manns riði til falls. Búháttabreytingum þeim sem boðaðar eru af landbúnaðar- ráðuneyti, virðist stefnt á svo stóran hluta bænda, að til auðnar horfi. Það er til lítils að gefa út í rauðu kveri alls konar tillögur og vísbendingar um at- vinnugreinar, sem eiga að koma í staðinn fyrir sauðfjárrækt og kúabúskap. Allir, nema þeir sem unnu þennan óskapnað, ýmist draga hann sundur og saman í háði eða svíður sárt sú ósvífni, sem fólki er sýnd með svo fáránlegum uppástungum, að til einskis verði jafnað. Afleiðingar eru þær að fólk, hvort sem það vill eða ekki, safnast á suðvestur- hornið. En áfram sogast fjár- magnið utan af landi og það sem fæst til baka er afhent með ólund og eftirsjá. Það ber víst enginn á móti því, að Vestfirðir eiga stóran hlut í þjóðarfram- leiðslunni. Og hvað fáum við í staðinn? Sjúkrahjúsið á ísafirði er ekki fullgert enn eftir 15 ár. Vilmundur landlæknir kom gamla sjúkrahúsinu upp á 18 mánuðum og voru þó öðruvísi aðstæður. Vegakerfi okkar er eins og allir vita og við liggur að bæði sveitir og sjávarþorp fari í auðn. Þó eigum við eða höfum átt þingmenn og ráðherra, fleiri en einn og fleiri en tvo, en gagnsemi þeirra virðist tak- mörkuð. Ný sjónarmið og nýtt gildis- mat verða að koma fram, og Kvennalistinn hefur sýnt það og sannað á þeim fjórum árum, sem hann hefur átt setu á Al- þingi, að það er þess virði að styðja hann og efla og fjölga þingkonum hans. Það þarf átak til að rífa sig upp úr venju- bundnum farvegi, að hugsa sjálfstætt og láta sér ekki nægja að nöldra inni í eldhúsi. Að standa á rétti sínum og vinna að því, að konur fái jafnan rétt á við karlmenn. Sýnum, hvers við erum megnugar og gerum hlut Kvennalistans á Vestfjörðum það stóran að eftir verði tekið. Ása Ketilsdóttir. Vinsamlegast pantið myndatökuna tímanlega í SÍma 3860 eða 4460 (opið alla daga frá kl. 9 til 12 og 13 til 18) Verð á fermingarmyndatöku: 7 prufumyndir í stærð 9X13 cm og ein stækkuð mynd 18X24 cm að eigin vali er innifalin fyrir aðeins kr. 3.300.- og að sjálfsögðu allt í lit. ATH. PRUFUMYNDIRNAR ERU TILBÚNAR STRAX NÆSTA DAG! _ Æ / STUDIO LEO UÓSMYNDASTOFA HAFNARSTRÆTI 7 II. HÆÐ JíldlO

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.