Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 01.04.1987, Blaðsíða 4
4
PILSAÞYTUR
Stefnuskrá Kvennalistans
í byggðamálum
Kvennalistinn vill:
Auka áhrif kvenna við mótun og stjóm allra greina atvinnu-
lífsins,
gera fólki kleift að hafa bein áhrif í lands- og sveitarstjórn-
armálum með því að auka rétt þess til umfjöllunar og at-
kvæðagreiðslu um einstök sveitarstjómarmálefni og segja
álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu,
að unnið sé markvisst að uppbyggingu flugvalla og vega á
landsbyggðinni,
að opinberar stofnanir verði settar á landnúmer þannig að
kostnaður við að hringja til þeirra sé jafn alls staðar. Enn-
fremur verði tekin upp sama gjaldskrá innan hvers svæðis-
númers,
tryggja fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga og efla getu
þeirra til að stjóma eigin málum,
hlúa að undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi
og landbúnaði, jafnhhða uppbyggingu annarra atvinnu-
greina,
hlutast til um að gerð verði áætlun um bætta þjónustu ríkis-
stofnana við landsbyggðina, sem falist gæti í flutningi sumra
þeirra eða stofnun deilda úti um landið,
aukið framboð leiguhúsnæðis um allt land,
efla áhugastarf á sviði lista og menningar um allt land og
auðvelda landsmönnum öllum að njóta þess besta sem boð-
ið er upp á í menningu og listum hvar sem er á landinu,
tryggja jafnrétti til náms með markvissri uppbyggingu bæði
gmnn- og framhaldsmenntunar í öllum landsfjórðungum,
fjölga skólaseljum og koma á fót námsgagnamiðstöðvum í
öllum fræðsluumdæmum,
auka húsnæði til leigu á góðum kjömm fyrir þá, sem þurfa
að sækja nám fjarri heimabyggð,
efla fullorðinsfræðslu og koma á fót fjamámi, sem mundi
gjörbreyta aðstöðu fólks um allt land til náms og símenntun-
ar,
standa vörð um Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem þjónar
vel því markmiði að tryggja öllum jafnrétti til náms óháð
búsetu, kynferði og efnahag,
að þjónusta við fatlaða og aldraða sé veitt í heimabyggð
eins og frekast er kostur,
að tryggingar komi til móts við þarfir sjúklinga og aðstand-
enda þeirra, sem þurfa að dveljast langdvölum fjarri heima-
byggð og að í boði sé húsnæði á góðum kjömm fyrir þá sem
þess þurfa,
bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna um ailt land,
að Ríkisútvarpið komi á fót svæðisbundnum útvarpsstöðv-
um um allt land.
Nokkrir frambjóðendur og stuðningsmenn.