Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 01.04.1987, Page 6

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 01.04.1987, Page 6
6 PILSAÞYTUR „Skólaganga mín hófst, þegar ég var tíu ára gömul, en fram að þeim tíma kenndi mamma okkur heima. “ Sigríður Bjömsdóttir kennari á ísafirði er í fyrsta sæti Kvennalistans í Vestfjarðakjör- dæmi. Pilsaþyti fannst vel við hæfi að kíkja í kaffi til Siggu og for- vitnast um hana sjálfa. Hvar og hvenær ert þú fædd? Ég er Arnfirðingur, fædd í Dufansdal 25. nóvember 1953 og er næstelst af átta systkinum. Móðir mín, Anna Jónsdóttir, lést fyrir níu árum, en faðir minn, Bjöm Ólafsson, býr nú á Bíldudal. Á uppvaxtarárum mínum voru tveir sveitabæir í Dufans- dal og mér fannst ágætt að vera barn í sveit. Við systkinin vor- um mjög samhent og lékum okkur mikið saman, en ég gætti einnig oft yngri systkina minna, þar sem ég var elsta stúlkan í hópnum. Skólaganga mín hófst, þegar ég var tíu ára gömul, en fram að þeim tíma kenndi mamma okkur heima. Þegar ég lít til baka finnst mér, að þetta hafi verið ágætis fyrirkomulag. Skólinn var á Bíldudal, en þangað eru 11 kílómetrar frá Dufansdal. Pabbi keyrði mig og tvo bræður mína daglega á milli. Fyrsta veturinn var okkur systkinum kennt sér ásamt einu barni af næsta bæ í Dufansdal, en næsta vetur fengum við reglulega kennslu. Þá var ég Viðtal við Sigríc sem skipar Kvennalistans í færð upp um bekk og var einu ári á undan þar til ég lauk landsprófi. Voru ekki mikil viðbrigði að fara í skóla á Bíldudal frá ver- unni í Dufansdal? Jú, mér fannst erfitt að að- lagast hópnum af ýmsum á- stæðum. Ég var úr sveit og þekkti því ekki krakkana í skól- anum. Auk þess var ég sett í bekk með eldri bróður mínum og var því töluvert yngri en hin börnin. Ég átti kannski ekki mikla samleið með þeim. Hvað tók við eftir að barna- skóla lauk? Þá fór ég í landsprófsdeild að Núpi í Dýrafirði, en heimavist- arlífið átti ekki vel við mig. Ég var aðeins þrettán ára og sumir krakkamir í bekknum voru fjórum árum eldri. Ég hef alltaf verið lítil og pervisin og fann sárt til þess þennan vetur. Ég hætti í skóla eftir landsprófið, var alveg búin að fá nóg af allri skólagöngu. Næstu árin vann ég ýmis störf. Byrjaði á því að vinna í fiski á Bíldudal, síðan á Suðureyri og í Vestmannaeyj- um. Um tíma bjó ég í Reykjavík og vann á saumastofu og síðar í matvöruverslun. Þá var ég einn vetur í húsmæðraskólanum að Löngumýri í Skagafirði og annan á lýðháskóla í Noregi. Að þeim vetri loknum fór ég á- samt félögum mínum í afar skemmtilegt ferðalag um Evrópu. Einkanlega er mér minnisstæð náttúrufegurð Ítalíu og hin sögulega stemning, sem þar ríkir. Ei nig hlýja fólksins. En síðan fórstu aftur heim til íslands? Já, ég var um tvítugt og loks tilbúin að fara í menntaskóla. Ég fór í öldungadeild Mennta- skólans í Hamrahlíð, en sótti einnig tíma í dagskólanum. Menntaskólaárin voru mjög ljúf og ég held að það hafi verið á- gætt að vera orðin þetta gömul. Með náminu vann ég á Elli- heimilinu Grund og kynntist þar af eigin raun slæmum að- búnaði gamals fólks. Starfs- fólkið var allt af vilja gert að láta gamla fólkinu líða vel, en það var hreinlega of fáliðað til að geta sinnt mannlegum sam- skiptum. Mér fannst þetta hálf- gerð neyðarþjónusta. Hvað tók við eftir stúdents- prófið? Ég fór til Svíþjóðar og dvaldi þar í rúmt ár. Vann fyrst í kirkjugarði sumarlangt, en fór síðan í heimspekinám við há- skólann í Gautaborg. Það var ákaflega gaman. En vorið 1979 fór ég heim af ýmsum ástæðum og hóf nám við Félagsvísinda- deild Háskóla íslands. Þaðan lauk ég B.A. prófi í félagsfræði vorið 1983, en hafði heimspeki

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.