Pilsaþytur: kosningablað Kvennalistans 1995 - 03.06.1995, Page 2
Kvenfrelsi verður ekki náð
án leiðréttingar launamun-
arins ntilli karla og
kventta.
Núverandi kjör kvenna hefta
möguleika þeirra á að stjórna eigin
lífi. Hefðbundin barátta
verkalýðshreyfingarinnar hefur skilað
konum litlum árangri og gömlu
stjórnmálaflokkarnir hafa horft fram
hjá því mannre'ttindabroti sem
launamisréttið vissulega er.
Kvennalistinn hefur flutt fjölmörg
frumvörp og tillögur um launamál.
Nægir þar að nefna lögbindingu
lágmarkslauna, endurmat á störfum
kvenna, úrbætur í málum
gerviverktaka og endurmat á störfum
kennara. Kvennalistinn krefst
leiðréttingar launamisréttisins, m.a.
með ókynbundnu starfsmati og
algjörri uppstokkun á launakerfi hins
opinbera. Tryggja þarf aukið eftirlit
með jafnréttislögunum svo þau nái
tilgangi sínum. Kvennalistinn telur
fullreynt að launamunur kynjanna
muni ekki minnka nema með
frumkvæði og undir forystu
Kvennalistans innan ríkisstjórnar.
Launajafnrétti er öllum í hag, ekki
síst í samfélagi þar sem jafnan þarf
tvær fyrirvinnur til að framfleyta
fjölskyldu. Það mun ekki aðeins fela í
sér réttarbætur fyrir konur heldur
aukið fjárhagslegt öryggi og valfrelsi
bæði kvenna og karla.
LAUNAMISRÉTTI
- MANNRÉTTINDABROT
Konur hafa að meðaltali
70% af launum karla og
háskólamenntaðar konur
hafa einungis um 64% af
launum karla með
sambterilega menntun.
Konur í einkageiranum hafa það
aðeins skár en kynsystur þeirra sem
vinna hjá ríkinu. En á móti kemur
að konur eiga erfiðara með að fá
vinnu hjáeinkafyrirtækjum. Karlar
fá fremur hvatningu í starfi, eru
frekar sendir á ráðstefnur, vinna
lengri vinnudag, fá fleiri
aukagreiðslur, eiga
að fá launahækkun og svona
lengi telja. Þetta eru m.a.
niðurstöður úr könnun um
launamyndun og kynbundinn
launamun sem unnin var á vegum
Norræna jafnlaunaverkefnisins.
Kjarakönnun Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur sýnir það sama:
Konur gegna yfirleitt lægra
launuðum störfum en karlar og
starfsstéttir kvenna fá í heild mun
lægri laun en karlar.
Nóg er kornið af könn-
unum ogfögrum orðum -
aðgerða er þörf.
MJíUim'i
Hvenœr verða þau
jafn mikils virði
Hjúkrunarfrteðingur
hjá opinberri stofnun
4 ára háskólanám
Grunnlaun:
Kr. 88.003,-
Heildarlaun,
m/ vaktaálagi:
Kr. 127.340,-
Verkfrteðit
opinberri
4 ára háskólanám
Grunnlaun:
Kr. 98.751,-
óunnin yfirvinna:
Kr. 41.040,-
hílastyrkur:
Kr. 21.716,-
Heildarlaun:
Kr. 161.507,-