Pilsaþytur: kosningablað Kvennalistans 1995 - 03.06.1995, Page 3

Pilsaþytur: kosningablað Kvennalistans 1995 - 03.06.1995, Page 3
Þjáðfélagið er fjandsamlegt fjölskyldunni „Við íslendingar höfum komið okkur í mikinn vanda með því að ganga of nærri fiskistofnum og valdið samdrætti í jj þjóðarbúskapnum. Um árabil höfum við eytt um efhi fram og safnað skuldum," segir Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona. „Stóra spumingin er hvemig við ætlura að leysa þennan vanda. Auðvitað getum við breytt skiptingunni en við verðum að komast út úr kreppunni til að geta tryggt áframhaldandi gott mannlíf á íslandi og skapað vinnu fyrir alla. í stefnuskrá Kvennalistans birtist ekki aðeins framtíðarsýn okkar, hvemig við ætlum að móta samfélagið til langs tíma, heldur em tekin fyrir mörg mál sem snúa að óréttlætinu í samfélaginu og þarf að breyta núna. Það þarf að huga að menntakerfinu og heilbrigðis- og tryggingakerfið þarf að stokka upp. Konur eru t.d. um.tveir þriðju hlutar aldraðra og það er gífurlegt hagsmunamál fyrir samfélagið að bæta heilsu kvenna svo aldraðar konur verði vel á sig komnar og fái notið elliáranna. Meðal annars þess vegna er svo mikilvægt að breyta áherslum núna.“ Langtímahugsun skortír á íslanái Hvernig finnst þér hafa tekist til við niðurskurð á rfkissjóði hjá ríkisstjórninni? „Ríkisútgjöld hafa aukist jafnt og þétt og hallinn sömuleiðis. Hugsanlega hefðu þau aukist enn meira ef ekki hefði verið gripið til aðgerða en í raun hefur mjög lítill árangur náðst. Það sem hefur verið skorið niður hefur yfirleitt verið sótt með aukafjárlögum. Niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu hefur verið svo handahófskenndur og vanhugsaður að árangur er takmarkaður. Sjúklingum og öldmðum hefur verið gert erfiðara fyrir með aukinni hækkun á lyfjakostnaði. Ýmsar stofnanir og skólar hafa verið svelt og gert að draga úr þjónustu. Við kvennalistakonur teljum þetta ekki vera réttu leiðina. Það sem skortir svo átakanlega hér á landi er langtímahugsun. Það er engin atvinnustefna héma eða menntastefna svo dæmi séu tekin.“ Hver er sérstaða Kvennalistans fyrir utan að vera kvennaframboð? „Kvenfrelsi og umhverfisvemd. Sérstaða Kvennalistans felst íþví að verastjómmálaafl sem beitir sér í málefnum kvenna á víðum grundvelli. Við höfum sameinast um stefnu sem bætir hag allra kvenna. Kvennalistinn stendur einnig fyrir umhverfisvernd. Það hefur verið rauður þráður í stefnunni alla tíð. Kvennalistakonur vilja almenna hugarfarsbreytingu, við teljum að til þess að bæta þjóðfélagið, auka jafnrétti og lýðræði þá þurfi nánast hugarfar byltingu. Mannréttindabarátta kvenna er einnig nátengd auknu lýðræði sem er forsenda þess að konur geti haft áhrif á umhverfi sitt. Samábyrgð er lykilhugtak sem þýðir m.a. að við erum sameiginlega ábyrg fyrir því að vemda jörðina og bæta þann skaða sem mannkynið hefur valdið. Við viljum nýja hugsun í öryggismálum sem byggir á því að öryggi okkar sé ekki varðveitt með hemaðarbandalögum heldur umhverfisvemd. Óvinurinn er fyrst og ffemst lífshættir okkar en ekki aðrar þjóðir. Kvennalistinn er sfðast en ekki síst gagnrýninn á samfélagið sem við lifum í og hvað konur bera skarðan hlut frá borði, jafnt f valdastofnunum þjóðfélagsins og úti á vinnumarkaðinum. Þjóðfélagið er í raun fjölskyldufjandsamlegt og þvf verður að breyta. Fjórflokkamir hafa haft nægan tíma til þess en ekki haft áhuga á því. Þess vegna hefur aldrei verið mikilvægara en nú að Kvennalistinn komist í ríkisstjóm." Mannauðurer besta fjdrfestingin „Ein af okkar mikilvægustu auðlindum er mannauðurinn, fólkið sem byggir þetta land,“ segir Guðný Guðbjörnsdóttir, dósent í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla íslands en hún skipar 2. sæti Kvennalistans í Reykjavík. Guðný hefur verið varaþingkona á þessu kjörtímabili og einkum sinnt skólamálum. „Það hversu vel okkur tekst að spjara okkur í samfélagi þjóðanna fer allt eftir því hversu vel okkur tekst að vinna úr því sem við höfum. Við þurfum að nýta náttúruauðlindir okkar í senn skynsamlega og í sátt við umhverfið en það krefst mikils hugvits, verksvits og nýsköpunar. Menntamálin em því ein af grunnforsendum þess að mannauðurinn vaxi, en núverandi ríkisstjórn hefur skorið niður fjármagn til mennta- og menningarmála um tvo milljarða á kjörtímabilinu. Eigi mannauðurinn að vaxa þarf fólki að líða vel. Það á við um bömin sem eru að stíga sín fyrstu spor í skapandi starfi; unglingana sem verða að fá tækifæri til skapandi starfs á eigin forsendum í skólum og tómstundum; og fullorðið fólk, konur og karla á öllum aldri. Okkur er lífsnauðsyn að efla mannauðinn en til að svo megi verða þarf að byggja á samábyrgð og að tryggja að mannréttindi allra séu virt. Allt ofbeldi á heimilum og úti í samfélaginu er brot á mannréttindum og heftir fólk í lífi og starfi." „Menntamálin eru í senn uppeldismál, jafnréttismál og efnahagsmál og því er afar brýnt fyrir kvenfrelsisafl eins og Kvennalistann að þeim sé vel sinnt,“ segir Guðný. Kvennalistinn lagði fyrst fram frumvarp um samfelldan lengdan skóladag árið 1987 og nú 1995 voru loks saraþykkt ný lög um einsetinn gmnnskóla en án þess að tryggt væri fjármagn til breytingarinnar og lengingar á skóladegi bama. „Grunnskólinn er vinnustaður barnanna okkar í heil tíu ár og því óheyrilega mikilvægur fyrir líðan þeirra, uppeldi og félagsmótun,“ segirGuðný. „Tryggja þarf að stelpur og strákar fái jafn mikla örvun og athygli, að kennslubækumar mismuni ekki kynjum og mikilvægt er að fjölga kvenskólastjórum þannig að fyrirmyndir bamaséu afbáðum kynjum. Kvennalistinn leggur áherslu á að kjör kennara verði bætt og að grunnskólinn fái nægilegt fjármagn til að standa undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar. Gott andrúmsloft og góð líðan nemenda og kennara er forsenda skapandi skólastarfs." í stefnuskrá Kvennalistans er talað um að lögleiða rétt bama til leikskólavistar frá fjögurra ára aldri þó að vissulega skuli áfram stefnt að því að börn fái dagvistun frá lokum fæðingarorlofs foreldranna. Guðný segir að með þessu eigi að tryggja að öll börn eigi rétt á leikskólavist í að minnsta kosti tvö ár ef foreldrar óska. Næsta skrefið verði þá vonandi að þessi leikskólavist verði foreldrum að kostnaðarlausu eins og tíðkast t.d. í Frakklandi og Belgíu. Meiri áhersla á starfsmenntun sem höfðar tíl heggja kynja Guðný segir það löngu tímabært að mörkuð sé stefna fyrir framhalds- skólastigið. „Víð viljum framhaldsskóla við hæfi allra einstaklinga sem og samfélags. TVyggjaþarf að skólinn sé íbetri tengslum við atvinnulífið og því þarf að auka áherslu á starfsmenntun, Það starfsnám sem nú er völ á virðist höfða lítið til stúlkna enda einhæft og í raun oft ekki í boði fyrir stúlkur. Því er grundvallaratriði að bjóða upp á starfs- réttindanám sem höfðar einnig til stúlkna t.d. á sviði þjónustu, verslunar- eða ferðamála. Framhaldsskólinn hefur þróast nær stefnulaust þannig að gildandi námskrá er í raun einungis lýsing á því skólastarfi sem kennarar hafa ver-ið að móta í mismunandi skólum. Marka þarf skýrari stefnu með fjölbreyttari námskrá við allra hæfi. Einnig vil ég benda á mikilvægi þess að undirbúa pilta og stúlkur undir fjölskyldulíf og að tryggja að allir nemar fái lögbundna fræðslu um kynlíf og jafnrétti kynjanna." Betri háskóli þar semjafnrétti kynjanna er virt Guðný þekkir málefni Háskóla íslands mjög vel ogsegir að framlög til hans hafi verið skorin mikið niður á kjörtímabilinu sem bæði hafi bitnað á kennslu og rannsóknum. „Það er afar brýnt að móta uppbyggingu háskólastigsins og setja um það nýja löggjöf. Tryggja þarf sérstöðu Háskóla íslands varðandi grunnrannsóknir og framhaldsmenntun og að hann haldi stöðu sinni sem háskóli á heimsmælikvarða í vöidum greinum. Þó að konur hafi lengi verið í meirihluta meðal stúdenta eru aðeins 6% prófessora konur og 19% dósenta. Fjölga þarf kvenkennurum, tryggja verður að konur eigi aðgang að háskólaráði, efla þarf kvennarannsóknir og koma þarf á námi í kvennafræðum. Þá þarf að breyta lögunum um Lánasjóðinn frá 1992, sem í raun skertu möguleika bamafólks, einkum ungra kvenna, til náms, Jafnrétti til náms er grundvallaratriði, Við viljum að endur- greiðslur verði viðráðanlegri, auka sveigjanleika og taka upp mánaðargreiðslur eftir fyrsta misseri. Höfum hugfast að mennt er mátturog mannauðurinn er besta fjárfesting hverrar þjóðar," segir Guðný Guðbjörnsdóttir. Athafnir í stað orða „Brýnasta baráttumál Kvennalistans á næsta kjörtímabili verður að jafna launamun kynjanna," segir Þórunn Sveinb j arnardóttir stjórnmálafræðingur sem skipar 3. sæti Kvennalistans í Reykjavfk. „Nýútkomln skýrsla Skrifstofu jafnréttismála um launamun staðfestir það sem kvennallstakonur hafa sagt í 12 ár, að ástandið er algjörlega óþolandi. Launamunurinn eykst með aukinnl menntun og sú kenning að menntun sé lykillinn að bættum kjörum kvenna er hrunln. Staða kvenna á vinnumarkaði, laun þeirra og kjör hafa alla tíð verið forgangsmál Kvennalistans. Við leggjum megináherslu á að launakerfi ríkisins verði tekið til gagngerrar endur- skoðunar. Kvennalistinn vill að tekið verði upp ókynbundið starfsmat á vinnumarkaði. Það þýðir að störf eru metin upp á nýtt eftir ákveðnum aðferðum sem eru í raun „kynblindar" en leggýa þætti eins og ábyrgð, hæfni og vinnuskilyrði til grundvallar. Það er komið nóg af skýrslum og við krefjumst athafna í stað orða.“ I Kvenfrelsi likafyrir karla Hvaða þýðingu hefur launajöfnuður fyrir karlmenn? „Mjög mikla, ég efast um að karlmenn séu sáttir við ástandlð og það gj ald sem þeir verð/ að greiða fyrir karlmennskuna. Þeir eru að sligast undan fyrirvinnuokinu og taka ekki þátt í uppeldi bama sinna. Fæðingarorjþr þaff að lengja eins og Kvennalistinn hefur marg oft lagt til, jafnframt ber að tryggja körlum rétt til hluta fæðingarorlofsins. Þámeina ég raunverulegan rétt sem þeir sækjast eftir að nýta." Þórunn segirþau kjör sem nú bjóðast stúdentum vera öil önnur og verri en áður. „Nú er svo komið á láglaunalandinu íslandi, að afborganir húsbréfalána og lána frá Lánasjóðnum reynast mörgum fjölskyldum ofviða. Þetta gengur auðvitað ekki. í vissum skilningi er komið að skuldadögum en þeir sem eyddu ætla ekki að borga, reikningurinn er sendur annað. Við sem yngri erum eigum að blæða fyrir þá sem fengu námslán og húsnæðislán sem brunnu upp á verð- bólgutímanum. Eyðslu og hagvaxtarhyggja lýðveldistímans er löngu orðin gjaldþrota. Framtíðina viljum við skapa á okkar eigin forsendum, forsendum kvenfrelsis, umhveifisvemdar og samábyrgðar. Við megum ekki spilla eða ganga á auðlindirnar og verðum því að leggja sjálfbæra þróun til grundvallar vegna þess að hún ein getur tryggt áframhaldandi líf í þessu landi."

x

Pilsaþytur: kosningablað Kvennalistans 1995

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pilsaþytur: kosningablað Kvennalistans 1995
https://timarit.is/publication/1232

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.