Pilsaþytur: kosningablað Kvennalistans 1995 - 03.06.1995, Side 8
Pilsaþytur 1995 Ritstýra og ábyrgðaritona; Ragnhildur Vigfúsdóttir Að blaðinu unnu: Anna Ólafedóttir Bjömsson, Bergþór Bjamason, Anna Kristín Ólafedóttir, Snjólaug Guðmundsdóttir, Hmnd Ólafcdóttir,Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Ingileif Oddsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, FJfn Stephensen, lira Kllingsen, íris Másdóttir, lngibjörg Hallgrimsdóttir, Kyrún Ingadóttir o.fl. o.fl. Prófarkalestun Sigurrós Krlingsdóttir. IJósmyndir Bára. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf.
ínsMiiííiíJíi
KVENNALISTINN VERÐUR AD VERA STERKUR
Kvennalistakonan Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir var ein
þeirra sem á sínum tíma stóð að
stofnun Kvennaframboðsins.
Síðastliðið vor gerðist hún
borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans og
eftir glæsilegan sigur hans
borgarstjóri. Framhald þeirrar sögu er
óþarft að rekja hér. En hvernig sér
Ingibjörg Sólrún fyrir sér stjórnmál
framtíðarinnar?
„íslensk stjórnmál eru núna í miklu
hugmyndafræðilegu tómarúmi og
hafa verið um nokkurt skeið. Þetta á
ekki bara við hér á landi heldur víða
um heim. Stóru hugmyndakerfin eins
og frjálshyggjan og sósíalisminn eru
hrunin. Þau áttu að vera heildstæð og
rúma allt, útskýra allt og vera
leiðarvísir í stóru og smáu. Ekkert
hefur komið í staðinn en það eru
margir vísar að því sem koma skal.“
Ingibjörg Sólrún nefnir kvennapólitík
og umhverfismál sem mikilvæga þætti
í stjórnmálum framtíðarinnar. „Til
þess að kalla sig femínista verður
maður að skynja og vilja útrýma
þessu kerfisbundna misrétti sem
fyrirfinnst í samfélaginu og beinist að
konum.
Hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar
skynjuðu ekki sinn vitjunartíma hvað
varðar kvenfrelsi og umhverfisvernd
sem varð til þess að það urðu bæði til
sérstakir kvennaflokkar og
kvennahreyfingar utan flokka og svo
þessir grænu flokkar úti í Evrópu.
Þetta var nauðsynlegt til að fá þessi
mál á dagskrá. Hér á landi er það
Kvennalistinn sem hefur gert bæði
kvennapólitík og umhverfismál að
umræðuefni í þingræðispólitík.
Kvennalistinn er kannski græni
flokkurinn á íslandi og þess vegna var
aldrei jarðvegur fyrir sérstakt
græningjaframboð. Ég er sannfærð
um að bæði þessi mál, kvennapólitík
og umhverfismál, munu móta
stjórnmál framtíðarinnar."
Hafa flokkarnir nokkurn
raunverulegan áhuga á kvennapólitík
og umhverfismálum?
„Þeir hafa ennþá mjög takmarkaðan
áhuga á kvennapólitík. Þeir hafa
áhuga á og hafa skynjað að þeir verða
að setja konur á sína lista og tryggja
að konur komist til áhrifa en
flokkarnir hafa lítinn áhuga á
kvennapólitík og þeim hugmyndum
sem hún felur í sér. Að því leyti hafa
þeir ekki skynjað sinn vitjunartíma og
það er því enginn vandi að útskýra
eða réttlæta þörfina á
kvennaframboði. Enn er mjög langt í
land þó svigrúm hafi auðvitað aukist
mikið fyrir konur. Ég er heldur ekki á
því að við eigum að bíða eftir því að
hinir flokkarnir taki þessi mál upp á
sína arma og þá getum við hætt. Ég
vil sjá meiri uppstokkun í hinu
pólitíska kerfi þannig að
kvenfrelsishugmyndir verði samofnar
stefnu stjórnmálaflokka en liggi ekki
utan á til skrauts."
Flokkakerfið gengur ekki
upp
En ef þú lítur lengra til framtíðar
hvað sérðu fyrir þér?
„Það hlýtur að verða einhver
uppstokkun á stjórnmálaflokkunum.
Þeir endurspegla hagsmuni og
hugmyndir sem voru við lýði í
upphafi aldarinnar. Þeir endurspegla
með engum hætti íslenskt samfélag í
dag og það er þess vegna sem þeir
líkjast svo mikið hver öðrum og í
hverjum flokki eru tveir flokkar. Mér
finnst stundum eins og flokkarnir í
dag séu til utan um þrönga
flokkshagsmuni frekar en
almannahagsmuni. I þessum gömlu
flokkum eru líka víða rótgróin tengsl
inn í kerfið, sem veita aðgang að
völdum og áhrifum. f mínum huga
gengur flokkakerfið ekki upp og
þarfnast grisjunar. Ég bind vonir við
að konur, og þeir karlar sem sjá
sóma sinn í því, geti komið
femínisma inn í stjórnmálin svo
hann verði samofinn nýjum
pólitískum flokki framtíðarinnar."
Kvennalistakonur hafa
heilmiklu áorkað
Getur þú ímyndað þér stjórnmálin án
Kvennaframboðsins 1982 og
Kvennalistans?
„Nei, ég held að það hafi verið algjör
nauðsyn að fara út í þessa aðgerð. Ég
er auðvitað ekki að segja að allt sem
hefur gerst frá 1982 sé
Kvennalistanum að þakka. Þar hafa
komið konur að verki innan og utan
flokka. En ég held að við höfum ýtt
við þessari þróun og hraðað henni.
Mér finnst svigrúm kvenna hafa aukist
og þær eiga fieiri kosta völ en áður.
Umræðan hefur breyst þó femínismi
og kvennapólitík sem slík sé ekki
orðin samofin neinum flokkit í raun
finnst mörgum sem þessi pólitík sé til
hálfgerðar óþurftar og
leiðist að þurfa að þvarga um hana.
Engu að síður eru málefni sem henni
tengjast komin á dagskrá og inn í
miðju stjórnmálanna, sem ekki var
áður. Þetta eru m.a. mál sem tengjast
skólum, leikskólum og kjörum
kvenna. Ég held að það sé ekki síst
kvennalistakonum aðþakka, sem
gripu til ákveðinna aðgerða og hafa
fengið heilmiklu áorkað."
Skil ekki lítilþœgni þessara
sjálfstœðu kvenna
Núna eru hægri konur búnar að
„finna upp“ kvennabaráttuna, hvað
finnst þér um málflutning þeirra?
„Mér finnst mjög jákvætt að þær séu
búnar að uppgötva að þær þurfi að
reka kvennabaráttu í sínum flokki því
það hefur sárlega vantað að konur í
Sjálfstæðisflokknum styddu hver aðra
til áhrifa. Þetta sýna prófkjörin. Ég er
hins vegar ósátt við að þær skuli ekki
leggja neitt nýtt inn í umræðuna.
Sjálfstæðar konur eru að vísu að
leggja áherslu á konuna sem
einstakling og frelsi kvenna sem
slíkra. Þetta eru aldargömul skilaboð
sem lesa má hjá John Stuart Mill.
Fyrst og fremst beina sjálfstæðar
konur sjónum sínum að því sem aðrar
konur hafa verið að gera og gagnrýna
þær fyrir að hafa ekki náð meiri
árangri en raun ber vitni. Þær útskýra
eigin fjarveru frá kvennabaráttu með
því að þeim og öðrum hafi verið talin
trú um að kvennabaráttan væri f
góðum höndum. Mér finnst þetta ekki
vera nokkur einasta fjarvistarsönnun.
Ef maður er ósáttur við hvernig komið
er fyrir þeim málstað sem maður ber
fyrir brjósti er ekki hægt að saka aðra,
sem þó hafa staðið í baráttunni, fyrir
að hafa ekki staðið sig nógu vel. Þá er
bara að taka til hendinni og leggja sitt
af mörkum. Ég hef ekki heyrt eina
einustu gagnrýni frá sjálfstæðum
konum á þeirra eigin flokksforystu og
það karlstýrða kerfi sem ríkir í þeirra
eigin flokki og gegnsýrir öll
stjórnmálin og veldur því hvað konur
eiga erfitt uppdráttar. Sjálfstæðar
konur hafa verið auglýstar upp á
fundum um allt land þar sem þær
hafa verið að kynna þingmenn
kjördæmanna sem nær
undantekningalaust eru karlmenn og
mér vitanlega hafa aldrei stutt konur
eða kvennapólitík. Mér finnst þær vera
að láta nota sig í þessum kosningum
til að draga að konur til fylgis við flokkinn. í
staðinn fáþær hvorki þingsæti né áhrif.
Dapurlegast af öllu er að sjá þegar sætið hans
Markúsar Amar losnar skuli engum detta í
hug að setja þar unga og efnilega konu.
Forystan velur karl sem hefúr verið á þriðja
áratug í stjómmálum og maður hélt að væri
hættur. Þetta er flokkur sem ekki þekkir sinn
vitjunaitíma og ég skil ekki Mþægni þessara
sjálfetæðu kvenna að það skuli ekki hafa
heyist orð fóþeim út af þessu.“
Kvennalistinn vísar veginn til
framtíðar
Hveis vegnaætti fólk að kjósa Kvennalistann?
„í mínum huga skiptir það verulegu máli til
þess að hafa áhrif á flokkakerfi
famtfðarinnar Kvennalistinn veiður að hafa
sterka stöðu til að hann geti tekið þátt í því að
visa veginn til fómtíðar í íslensku flokkakerfi
og það finnst mér mjög mikilvægt núna Ef
tiyggja á að kvennapólitík eigi sér málsvara í
flokkakerfi framtíðarinnar verður
Kvennalistinn aðverasteikurmeðansú
umræða fer ffam. Auk þess sýnist mér að
konum muni ekki fjölga á Alþingi miðað við
ffamboðslistana sem liggja fyrir nema með
sigri Kvennalistans.
'í ræðu sem Magdalena Schram flutti á tíu
ára afmæli Kvennalistans fyrir tveimur árum
benti hún okkur á allt það sem við höfúm
fengið áoikað á undanfdmum árum. Hafði
hún það til maiks að þar sem áður vom
troðningai; illfærir konum, væm að myndast
sæmilega greiðfærar götur. En
vegalagningunni er ekki lokið. Framtíð
íslenskrakvennaogkarlaræðstekki afþví
hvort við náum hraðlestinni til Brussel eða
sitjum föst á lestaistöðinni heldurþví hvort
okkur tekst að finna leið til þess að bæði
karlar og konur fái notið síri og séu metin að
veiðleikum í Mensku samfelagi en mæö ekki
hindrunum, smíðuðum úr foidómum og
fyrirffamgefhum kynhlutveikum. Þessa leið
veiðum við að finna, þennan veg inn í
framtíðinaveiðum við að leggja“