Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.01.1926, Blaðsíða 1

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.01.1926, Blaðsíða 1
T I M A R I T Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna Ritstjóri: Guöný Jónsdóttir, Jan, 1926, Nr. 2, Jan, 1926, ^2. árg0 ÁG-RE ININ GUR. Siðan fyrsta tölublaö Þessa tíma- rits kom út, er langt um liðið0 En af Því líkur eru til', að jeg sjái ek ekki um útkomu fleiri tölublaða Þess að sinni, Þá kykir mjer ekki fjarri lagi aö minnast nokkrum orðnm á Þett tímaritsmál í heild sinni, sögu Þess og tilgang0 Jeg ætla um leið að nota tækifærið til Þess að gera nokkru nánari grein fyrir Því sem fyrir mjer vakti með Þessu tímariti, hvað jeg hef gert Því máli til eflingar - og hverjir Þar hafa gengist í móti0 Mjer er ekki kunnugt um Það,hvern ig litið hefir verið á stofnun Þessa tímarits meðal fjelaga út um land0 Það sýnist vera einróma álit fjelaga hjer syðra, að Það væri nauðsyn, Sú nauðsyn er Þeim aö minsta kosti eins ljós, sem ekki eru hjer0 Og hafi sú nauðsyn verið fyrir hendi fyrir nokkrum mánuðum síðan, Þá er hún Það enn.. Eins og tekið er fram x fyrsta tölublaði, var tilgangurinn sá með tímariti Þessu, að halda áhugamálum okkar vakandi, efla skilning á Þeim, útbreiða Þekkingu í starfi hjúkrun- arkvenna og vinna bug á einangrun, Út í Það skal ekki nánar farið hjer0 En eftir Því sem jeg tók að heyra meira um Þetta og kynna mjer Það bctur varð jeg Þess fullvís, að Þörf okkar fyrir blaðið er miklu víðtækar: og meiri, en við ætluðum í fyrstu0 Okkur nægir ekki fjelagsblað. Við Þurfum prentað tímarit - við Þurfum að standa í lifandi sambandi við Þjóðina sem við vinnum hjá, kenna henni, fræða og leiðbeina. Við Þurf- um að vinna hana til samúðar og skiln- ings við málefni okkar„ Og við Þurf- um fjej- við eias og öll önnur fjelög, sem að umbótum starfa„ Ekkert af Þessu getum við án Þess að gefa út blað,- rivið fremur en allir aðrir, Alt Þetta getum við ef við gefum út blað, við eins og allir aðrir, ef við erum eins iduglegar, mentaðar og víðsýnar eins og hjúkrunarkonur Þurfa að vera0 -Og loks, blaðið yrði vottur Þsss,hverjar eru vxðsýnar, duglegar og mentaðar. Og Þess er líka Þörf - er Það kemur í ljós0 Auk Þess er á Það að líta, að fyrir okkur liggja nú á. næstunni störf, sem verða okkur ofviða án al- menningshjálpar, t0d0 mót hjúkrunar- kvenna á Norðurlöndum0 Það rekur að Því að við verðum að bjóða systrum okkar heim0 Þeir sem slík mót hafa sótt með snefol af skilningi hljóta að vita að Þau kosta gífurlega vinnu og allmikið fje 1 meiri vinnu en Þröngsýni og klíkulund er alment fús til að linna af hendi, og meira fje en hægt er að safna með sjálfsÞótta og hroka0 Ákvörðun um Þetta mál verð- ur tekin í Stokkhólmi í sumar. Jeg sje ekki, að Það sje nokkur skapað- ur hlutur, nema blindur uppskafnings- háttur, að ætla sjer að enfa til slíks móts hjer - nema hafa áður trygt sjer skilning og velvild mikils fjölda manna, Og Það er hægt með blaði,- prentuðu blaði,- sem ritað væri af kjark og viti - og Þannig úr garði gert, að ásamt með útbreiðslu og agi- tation kæmi fræðsla og leiðbeining í heilsuvarðveislu og öðrum Þeim mál- um er að "public health" lúta0 Hafi einhver hjúkrunarkona Þar ekkert um að segja, Þá Þegi hún, Það er brest- ur á uppeldi hennar og mentun, sem hún verður sjálf að verja, ef hún getur0 En jeg vil benda á, að allir

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.