Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.01.1926, Blaðsíða 3

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.01.1926, Blaðsíða 3
3 hræsni„ Þaö er ekki lítið fengiö meö farseöli til útlanda árlega, ef'maðu: hefir kjark til að standa eins og glópur meðal mikilmenna, Þekkingaria laus, mállaus, áhugalaus„ - Það er gott að vera einn til frásagaa um afrek sín erlendis - í fjelagi-. Þar sem er grunnfarið og -gusað, synt en ekki verið - Þar Þykir mjer gott að vera svo fjarri sem jeg má, Reykjavík í des„ 1925, Guðný Jónsdóttir,, SYSTURNAFNIS. Kæru fjelags- og starfssystur! Mig hefir lengi langað til að bera upp við ykkur málefni, sem mjer hefir legið á hjarta; Það er sem sagt titill okkar; hvort við aeiisagi ættum ekki að leggja niður "frökenar titilinn, en taka í Þess stað upp systurtitilinn. Þótt orðið "fröken" sje notað x daglegu tali alment, finst mjer ekki rjett vel við eigandi að nefna hjúkrunarkonu Þannig. Með frændÞjóð- um okkar, Norðmönnum og Svíum, er systurtitillinn nstaður yfir allar hjúkrunarkonur, og finst mjer við geta lært af Þeim í Því efni sem svo mörgu öðru„ Til dæmis í Noregi eru allar hjúkrunarkonur ávarpaðar og ritaðar systur og á Það víst rót sína að rekja til fyrstu hjúkrunarstarfsemi Noregs, sem bygðist á kristilegum grundvelli, nefnilega Diakonissu- starfinu, Árið 1918 var haldið 50 ára afmæli Þeirrar starfsemi í Noregi Jeg ætla ekki að rekja sögu Þeirr- ar starfsemi hjer að Þessu sinni, en aðeins lauslega minnast á, að stofn- andi og forstöðukona Diakonissuhúss- ins í Osló var prestsdóttirin Catinks Guldberg, Hún fór ung til Þýskalands og lærði Þar hjúkrunarstörf við Dia- konissuhúsið í Keiserwerth, við Það sama hús, sem Florence Nightingale lærði, sem við heyrðum svo ágætan fyrirlestur um nýlega. Það væri efni í langt erindi, að skrifa um Cathinku Guldberg, hvernig hún byrjaði starfsemi sína með tvær hendur tómar, en með Það óbifanlega traust til Guðs og bæn til hans um r- ð atnrfið mætti blessast og verða ’honum til dýrðar. Traust hennar varð heldur ekki til skaimar, Hún lifði Það, að sjá rxftulega ávexti af starfi sínu, en hún Þakkaði sjer Það ekki, heldur Guði sem blessaði Það og nit- aði konu sem verkfæri sitt„ Hún dó í ikk± hárri elli 1919. Diakonissuhúsið í Noregi stendur enn með vaxandi blóma og telur 5-6 hundruð Diakonissur,'Þær'eru starf- andi hjúkrunarkonur víðsvegar í sjúkrahúsum og' í söfnuðum um endi- langan Noreg, Síðan Þessi starfsemi hófst í Noregi, ftafa risið Þar upp ýms fjelög, sem starfa að námi hjúkr- unarkvenna og öllum er Þeim Það sam- eiginlegt, að nefna hjúkrunarkonur sínar systur. Þar eru til dæmis Ullevoldsystur, Forbundssystur, Sanitetssystur,Medo- distasystur, Rauðakross-systur, og 'öll hafa Þéssi fjelög sinn eiginn hjúkrunarkvennabúning. Nafnið sýstir bendir okkur hjúkr- unarkonum ósjálfrátt á, áð við stönd- um í svo nánu sambandi hver við aðra og eigum að starfa að Því sameigin- lega að hjálpa hver annari, til að ná sem mestri fullkomnun í starfinu bæði verklega og andlega, en varast alt Það sem gæti sett blett á okkar göfuga starf, og ef einhverri okkar yrði eitthvað á í Þessum efnum, Þá fyndum við allar sameiginlega til Þess og innum allar sameiginlega að Því að bæta fyrir Það og varast að Það endurtaki sig„ Með öðrum orðum, Þaö glæddi ábyrgðartilfinningu okk- ar hver fyrir annari. Umfram alt verður öll hjúkrunar- ,starfsemi að byggjast á kristilegum grundvelli, Því hjúkrunarstarfið er eitt af fegurstu ávöxtum kristin- dómsins, Þar sem Það er unnið í krist- indómsins anda. Til Þess að Það geti verið, Þarf að veita hjúkrunarnem- endum fræðslu í Því efni, jafnframt verklegri fræðslu. Gagnvart sjúklingnum sjálfum er Það ólíkt Þægilegra fyrir'hann að segja systir en "fröken" við hjúkr- unarkonu sína. Við hjúkrunarkonur Þekkpum Það allar svo vel, nð sjúk- lingar á sjúkrahúsum eru oftast, sumir að mestu, aðrir að öllu leyti sviftir samveru með nánustu ættingjum og vinum, og Þá verður Það að sjálf-

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.