Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.01.1926, Blaðsíða 5

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.01.1926, Blaðsíða 5
munindi staði, og myndu Þá venjulcga kápur og hattar fljótlega láta á sjá Fyrir spítalahjúkrunarkonur viröist ekki cins nauðsynlegt að eiga ytri búning, Þegar á málið er litið frá ofangreindu sjónarmiði, Þrr eð Þær á frídögum klæðast oft einkabuningi sínum0 Samt sem áður langar mig til að skýra Þetta ofurlítið nánar, 'Að mínu viti eiga allar hjúkrunarkðnúr að eiga einkennisbúning, Hvers vegna Einkennisbúningur slcipar okkur Þjett ara saman, bindur betur heildarblæ yfir okkur, við finnum að við berum nokkurskonar ábyrgðartilfinningu hvo fyrir annari; við íklæðumst allar sama búningi og fylkjum okkur Þar með undir sama merkið0 Eg minnist Þess glögt, er eg fyrsta sinn sem hjúkrunarnemi klædd- ist einfalda 1jereftskjólnum og svuntunni, hversu mjer fanst nokk- urskonar skyldleiki milli mín og hinna stúlknanna, sem jeg Þó ekki Þekti, af Því Þær báru sama búning og ég„ Við höfðum tekist á hendur sama alvörustarfið0 Og ég minnist Þess er jeg mæti stallsystrum mínum hjerna hjá "Líkn” á götunni, ég Þekki Þær langt álengd ar - á búningnum - við höfum sætt færi að ganga sem líkast klæddar, en engan eigum við samt einkennisbúning inn, Þótt margar haldi svo. Mér fins Þá eins og alt annað fólk á götunni sje mér óviðkomandi, aðeins Þessar manneskjur í sama búningi og ég veit hlýju í sál mína, Þar finn jeg sömu áhugamál og mín, við göngum að sama starfinu, við heyrum saman, og dags- ins strit og örðugleikar verður okkur öllum ljettara. Það er Þ6 fjarri mjer að halda Þv£ fram að við cigum altaf að bera búninginn Þegar við eigum frí frá hjúkrunarstörfum. En oft getur hann verið éinkar hentugur, á ferðalögum t„ d, og á hjúkrunarmótum og fundum jafnvel sjálfsagður. IIú hefir F. I0H0 ráðist í að koma á fót einkennisbúningi fyrir felagið og vil ég hér í eins fáum orðum og unt er reyna að skýra snið búnings Þessa sem sa.mÞyktur var af viðstödd- um félagskonum á fundi Þ0 2 0 des. Uppdrætti af búningnum getum við Því miður ekki sett í tímaritið, en við vonum að lýsing nægi;- Litur einkenningsbúnings F.l.H. blár. ■ ■ FRAKKI: beinn, aðeins aðskorinn til mittis, ísettar ermar,tvíhneptur nokkuð Þétt niður fyrir mitti,spæll að aftan í mittisstað, hneptur með tveim hnöppum, f libbakrcági , sem fellurÞjett að hálsi, vasar hneptir. KJÓLL: sami litur og frakkinn, beinn niður, aðeins aðskorinn til mittis, hálskragi sem fellur Þétt að hálsi, kræktur út á öxlina og niður undir falli, sem liggvir út á sig utan við brjóstin að framan, Að aft- jJ’an sömu föll út á sig við herðablöð- in; föllin heft í foður niður fyrir mitti, en síðan pressað niður úr, ermi ísett, sniðin dálítið að að framan og hnept gegnum tvö hnappa- göt með manchethnöppum. Hvít: upp- slög á ermum og hálsmáli. HATTUR: Sami litur. Efni "Velour- filt", lítil börð, ofurlítið upp alt í kring, kóllurinn nokkuð djúp- ur með broti Þvert yfir, blátt silkiband um, SLÖRHATTUR: Sami litur, efni "Crepe du Chine", Sniðið enn eigi ákveðið. HANDLEGGSMERKI: Lítill silfur- skjöldur með stöfunum F01.H. fest í blátt silkiband og síðan borið utan á frakka eða kjól„ Sídd búningsins var álitin mátu- leg laust fyrir ofan öklann, en ekk- ert samÞykt í Þessu efni. Eingöngu i. ber að gæta Þess að kjóllinn og frakkinn hafi sömu sídd. óskað er eftir að felagskönur er búninginn fá sjer, beri svarta eða bláa sokka og svarta skó viö hann, ef unt er að koma Þv£ svo fyr- ir; Það verður altaf fallegast; en engin föst ákvæði getum við samÞykt um Það, Þareð ekki er hægt að banna bæjarhjúkrunarkonum, sem daglega bera búninginn, að ganga £ hv£tu til fótanna á sumrin og brúnu á vetrum; Það er sem sje Þægilegnst. Búninginn má byrja að panta strax eftir nýárið. Sigr£ður Eir£kss0 SamÞykt s£ðasta fundar F0I0H0 2 0 des0 192 5. Búningurinn0 Litur.*Blár0 Frakkár 2 teg. Verð kr0 150 og 130;

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.