Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.07.1927, Side 2
allflestar Þeirra höföu aldrei sjeð
holdsveikann mann.
Síðan var sest að ágætis kaffi-
borði.
Fimtud. 16. júní.
Fundur frá 9-12, kl. tíma hlje til
morgunverðar og framhaldsfundur til
kl. 4.
Kl.5 tedrykkja hjá sendiherra Dana
hr. F. le Sage de Fontenay.
Þaðan var haldið til geðveikrahæl-
isins á Kleppi. Þórður yfirlæknir
Sveinsson skýrði frá hvernig veiki
sjúklinganna væri háttað og hverjar
aðferðir væru notaðar. Var spítalinn
síðan skoðaður og eins nýja deildin,
sem nú er x smíðum. Kvöldverður var
borðaður hjá yfirlæknir.
Föstud, 17. júní.
Þingvallaferð, Veður var hið á-
kjósanlegasta, himininn heiður og blá
og fjallasýn hin fegursta, enda lof-
uðu gestir vorir tign og fegurð lands
ins. Var komið til Rvíkur kl. rúml.
10 um kvöldið.
Laugard. 18. júní
var allur helgaöur fundarstörfum.
Sunnud. 19. júní.
Kirkjuganga kl.11 f.h. Sjera Bjarn
Jónsson predikaði og beindi seinni
hluta ræðu sinnar á dönsku til hinna
norrænu hjúkrunarkvenna.
K1.2.e.h. var skoðaður Landakots-
spítali, skólinn, hin nýja veglega
kirkjubygging kaÞólskra sem nú er í
smxðum og Landakotskirkja eins og
hún er nú.
Buðu systurnar upp á ávexti og
smákökur.
Kl.4 var tedrykkja hjá forsætis-
ráðherra.
Kl.5 var í Nýja Bíó sýnd smámynd
frá barnaheimili í Finnlandi.
Þaðan var farið til prófessorsfrú-
ar C. Bjarnhé-ðinsson. Bauð frúin upp
á ávexti.
Kl.8 um kvöldið höfðu hinar er-
lendu hjúkrunarkonur boð á Hotel ís-
land fyrir meðlimi Fjelags íslenskra
hjúkrunarkvenna. Var Þar mjög glatt
á hjalla, skemt sjer fram eftir
kvöldinu við ræðuhöld og ýmiskonar
gleðskap.
Mánud. 20. júní.
Fundur frá 9-12 og voru Þá af-
greidd síðustu málin á fundarskránni.
Eftir hádegi var lagt á stað aust-
ur yfir fjall, stutt viödvöl á Kolvið-
arhól og drukkið kaffi. Haldið austur
að Ölvesárbrú og Þaðan að heitu hver-
unum við Reyki.
Var komið til Reykjavíkur laust
fyrir kl. 10 um kvöldið.
Þriðjud. 21. júní.
Safnast saman á Hotel Island kl.
12 á hádegi til morgunverðar.
Kl. rúml. 1 var fárið reiðtúr inn
að Elliðaám. Höfðu hjúkrunarkonurnar
hlakkað mikið til að koma á hestbak
og skemtu sjer líka ágætlega í för-
inni, Þó ekki væri hún lengri en Þetta
Um kvöldið hafði "Fjelag íslenskra
hjúkrunarkvenna" boð á Hotel Island og
satu Það um 90 manns, landssjórn,lækn-
ar og gestgjafar hjúkrunarkvennanna.
Var Það skilnaðarsamsæti fyrir erlendu
f ull trúana.
Miðvikud. 22. júní.
(Burtfarardagur). Myndasafn Einars
Jónssonar skoðað kl.11 f. h.
Kl.1 var mætt á Farsóttarhúsinu,
voru Þar fyrir frk. I.H.Ejarnason,for-
stöðukona, Jón Hjaltalín hjeraðslækn-
ir og Guðm. próf. Hannesson, er höfðu
boðist jril að sýna og útskýra La.nds-
spítalann. Var farið Þangað í bílum
°g byggingin öll skoðuð og athuguð
mjög gaumgæfilega. Guðjón Samúelsson,
húsameistari, var Þar fyrir til leið-
beiningar. Síðan bauð frk. I.H.Bjarna-
son öllum fulltrúunum til tedrykkju í
Kvennaskólanum. Á eftir hjeldu Þau með
sjer fund frk. I.H.Bjarnason, áður-
nefndir læknar og húsarneistari ásamt
formönnum hjúkrunarfjelaganna.
Kl.8 um kvöldið var ákveðinn burt-
farartími og Islandið lagði frá landi
í kvöldblíðunni. Systir Bertha Wellin
hóf rödd sína og hrópaði: "Lifi ls-
land og 1slendingarnir", og mannfjöld-
inn á Hafnarbakkanum tók undir með
húrrahrópum. Skipið fjarlægðist meir
og meir, hattar og klútar voru á lofti
um borð og í landi.
Þessir efnisríku dagar voru á enda
og nú var aðeins endurminningin eftir.
Skrá Þeirri, er lögð hafði verið
fyrir mótið, var fylgt með hinni mestu