Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.07.1927, Side 3
-3-
nákvæmni, aö undanskildum nokkrum
breytingum er gera Þurfti síðustu
dagana.
Því miður varð form, norska hjúkr-
unarfjelagsins systir Bergljót Lars-
son veik, og gat Þessvegna ekki tek-
ið Þátt í mótinu nema fyrstu dagana.
Samt var hún orðin Það hress, að hún
gat farið með Lyru Þ. 30. júní, og
hafði ixl samfyigdar eina norsku
fulltrúanna frá mótinu.
óhætt er að fullyrða, að Þetta
hjúkrunarÞing hjer í Reykjavík,hafi
bcrið góðann árangur bæði inn á við
og út á við.
Það hafa verið lærdómsríkir dag-
ar fyrir hina ungu ísl. hjúkrunar-
stjett, að fá hingað brautryöjendur
á svið hjúkrun&rmála á Norðurlöndum
og geta hlustað á Þessa hugsjónaríku
fullhuga ræða sameiginleg áhugamál.
Það er ósk vor og von, að land og
Þjóð, gegnum hina íslensku hjúkrunar-
stjett, eigi eftir að njóta ávaxtanna
af Því sem sáð hefir verið á Þessum
dögum.
Það mun framtíðin sýna.
Það er ósk vor, að ísland, eins
og önnur menningarlönd, eigi eftir
að eignast öfiuga stjett vel ment-
aðra hjúkruna" ':venna, sem í góðri
samvinnu við iækna landsins, beiti
sjer fyrir að auka Þekkingu almenn-
ings á heilbrigðisir.álum.
FRA NAMSARUNOM.
Nsturvak-t.
Næturvakt í fjórtán nætur sam-
fleytt á jeg fyrir höndum. Þetta er
fyrsta nóttin, hún er altaf erfiðust,
en svo batnar Þegar fram í sækir, að
breyta degi í nótt.
Jeg fór af deildinni í dag úm'tvö-
leytið og varð að mæta til næturvakt-
ar kl.6-g- u® kvöldið.
Þó jeg eigi manna best með að sofa
á daginn, varð mjer samt lítið úr
svefni Þetta skiftið, ýmsir Þankar
steðjuðu að í huga mínum og umhverf-
is mig var heldur ekki altaf jafn
hl jótt,
Það ar komið fram yfir miðnætti,
alt er kyrt og Þögult, allir virðast
sofa, Það eru f jórir kl. tímar síðan
jeg slökkti á stóra lampanum, kveikti
á nátt-týrunni og bauð góða nótt.Marg-
ir eru búnir að sofa vænan blund, en
sumura hefir varla komið dúr á auga,ný-
uppskorni maðurinn, í innsta rúminu,
hefir kvalist af Þorsta, Þó hefir hann
við og við fengið að drekka eins og
fyrir var lagt. Slasaði pilturinn,sera
''Palck" kom raeð seint í gærkvöldi,hef _
ir alveg verið frá af kvölum, Þrátt
fyrir deyfandi lyf, sem hjúkrunarkon-
an hafði gefið honum áður en hún fór
af deildinni, einnig hefi jeg reynt
að hagræða honum eftir mætti.
Jeg geng fram hjá barnastofunni,
Það er stór salur með tólf drengjum.
Þeir virðast allir sofa vært, andar-
dráttur Þeirra, djúpur og reglulegur,
heyrist fram á gang, hurðin stendur í
hálfa gátt. Jeg gríp sjálfa mig í að
öfunda blessuð börnin, að Þau skuli
mega sófa, og segi við sjálfa mig:
"Já, svona ertu innrætt;1 Pyrsta vöku-
nóttin er mjer altaf svó erfið.
Jeg sný við og sest við borðið á
miðjum ganginum, borðlampi, með græn-
um skerm, varpar daufri birtu út frá
sjer, rjett nægilegri til að sauma við
eða lesa. Pyrir miðnætti var jeg búin
að fara yfir öll dagblöðin. Á borðinu
liggja bæði "reyfarar" og "klassikar-
ar", jeg tek Þann fyrri, Því jeg er á
líkri skoðun og fjelagar mínir, hinir
I nemarnir, Þær segja, að "reyfarar" og
: kaffi sje'Það einasta, sem geti hald-
ið manni vakandi, en Þurrir "klassik-
árar" og hjúkrunarfræði sje á nætur-
vakt á við svefnskamt.' Og eitt er Það,
að tíminn líður svo prýðilega fljótt,
Þegar maður hefir eitthvert ljectmeti
til aflésturs að næturlagi.
Jeg verð að gæta að tímanum og
ganga um á stofunum, svo jeg aö morgni
geti gefið fullnægjandi upplýsingar um
líðan sjúklingarxna, og ekki dugar held-
ur að slá slöku viö, segdr samviskan.
Nú er farið aö birta af degi,fyrstu
fuglarnir byrja að syngja í trjánum,
smásaman bætast fleiri og fleiri við,
Það er samhangandi kliður Þegar jég
opna gluggann og læt hlýja morgungol-
una leika um mig.
Jeg lýk við morgunverkin frammivið,
fer svo inn til sjúklinganna, Þvæ
Þeim, mæli og tel púls, hagræði Þeim
i spni best jeg get, um allflesta Þurfa