Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.05.1928, Blaðsíða 6

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.05.1928, Blaðsíða 6
-6= IÆKNINGAR MEÐ LITUM. Lesiö upp á fundi breska læknaf je'lags- ins af J.Dodson Hessey, M. R. C. S. , L. R.C. P. -C Janúar 1922. Petta efni Þarfnast nokkurs formála,og er rjett að reyna að skilja, hvað litir eru og hvað sjúkdómur er, og með hverjiim hætti lit- ir fá verkað a sjúkdóma. Það, sem hjer er um að ræða, er ekki ann- að en sveiflur, með öðrum orðum ýmiskonar cldukvik i ljósvakanum. Litir eru sveiflur, hinn mannlegi likami er sveifliir, og skilning á Þessu efni öðl- umst við, ef við Þeklcjum Það lögmál,að sveif] ur eða öldukvik eins likama geta haft áhrif á öldúkvik annars likama. Litir eru ljós, sem hefir mismunandi sveiflxíhraða. Ljós er straumar i 1 jósvakaöaD, og bylgju- lengd Þessara strauæs, er birtast sem ljós, er mjög mismunandi} sömuleiðis er bylgju- hraðinn mjög mismunandi. Bylgjulengd hinna hægfara rauðu geisla litbandsins er l/30,000 úr ÞumlungijbJlgju- lengd hinna fjólubláu l/50,000 úr Þuml. •, Þessir geislar, og allir Þeir, sem eru á milli Þeirra, hver með sína ákveðnu bylgju- lengd, mynda hið sýnilega ljósband, en fyrir utan Þessa geisla er öðrumegin hinn ultra- rauði geisli og hinumegin hinn ultra-fjólu- blái, og hafa Þeir meiri og minni bylgju- lengd. Ennfremur má nefna X-geislana,sem eru 10,000 sinnum hraðari en venjulegt ljós, og hafa að sama skapi litla bylgjulengd. Loks má nefna loftskeytabylgjurnar, sem geta ver- ið 5 mílna langar. Jeg tek X-geislan til dæmis i Þessu sam- bandi, af Þvi að nú er Það kunnugt orðiö,að milli Þeirra og venjulegs ljóss er mjög mik- i.ll skyldleiki. Prófessor Richardsson sagði á fundi breeka læknafjelagsins i Edinborg: "Eitt af mestu n.frekum tilrauna-eðlisfræðinnar á siðustu árum er Það, að hún hefir sýnt fram á hið mikla eðlissamband milli X-geisla og venju- legs ljóss. Sýnt hefir verið fram á,að Þeir eru i raun rjettri ekki annað en ljós, sem hefir afbrigða litla bylgjulengd, en af- brigða mikinn hraða, og er munturinn Þvi frem- ur stigmunur en eðlismunur!' Ennfremur kemst hann svo að orði: "Jeg held, að ennÞá geri menn sjer ekki til fulls grein fyrir Þvi,hve eiginleikar X-geisla og ljóss hafa margt sam- eiginlegt og i hve rikum mælii’ Kelvin lávarður sagði 1871, að Það væri lögmál, að"sjerhver eiginleiki efnis stæði i orkusambandi við alt efnif Og Balfour Stewart segir, að ljós sje ekki annað en ein tegund orku. Það er alment viðurkent, að X-geislar geti haft áhrif á efni; hinsvegar er Það ekki alment viðurkent, að venjulegt ljós hafi Þenna sama mátt. Það er ætlun min að ræða hjer um afleiðingar öldukviks Þess,sem ljós- bandið feiur i sjer, Það er að segja Þær sveifluhreyfingar, sem sjóntaugar okkar geta orðiö varar við,- sjóntaugar okkar, sem við höfum veitt Þann Þroska, að Lær geta orðið varar við ljósbylgjur, sem eru að iengd l/30,000 úr Þumlungi, mest, og l/50,000 minst. Flestir menn geta skynjað Þessar sveifluteg- midir; Þó geta nokkrir skynjað sveiflur, sem hafa annaðhvort minni eða meiri lengd en Þessar "útjaðra''-sveiflur, er svo mætti nefna, Vikjum Þá að jarðlikamanum, og athugum, hvað Það er, sem við viljum hafa áhrif á. Jarðlikaminn er myndaður úr efni Því, sem nefnt er "lifrænty og i frumástandi sinu er hið jarðneska efni ekki annað en rafeindir eða einskonar sveipir i ljósvakanum. Rafeiná- ir Þessar eru stundimi hlaðnar jákvæðu raf- magni, en Þær eru aftur umkringdar kúlumynd- uðum smáögnum, er sveiflast i kringum Þær (rafeindirnar) i mismunandi fjarlægð, og eru agnir Þessar hlaðnar neikvæðu rafmagni. Raf- eind, ásamt Þessum litlu fylgihnöttum sinum, myndar Það sem nefnt er "frumögn" (”atom'r) ,og er Þvi framögnin einskonar sólkerfi. pað var Rutherford, er sýndi fram á og sannaði Þessar staðreyndir, og voru Þær sú undirstaða, er rökfærsla Sir William Bragg's hvildi á, er hann flutti Kalvin-fyrirlestur sinn i fjelagi rafvjelafræðinga. Þessvegna er hinn mannlegi likami háður sömu sveiflulögmálum og aðrir likamir,Þar eð hann samanstendur af efni, sem snýst án af- láts, og hefir hann Þvi ákveðna allsherjar hrjnj.andi, ef svo mætti segja, og er sú hrynj- andi árangur eða afleiðing allra sveiflna hans. Ef við förum feti lengra komumst við að raun um, að hvert liffæri likamans hefir sinn ákveðna sveifluhraða, að svo miklu leyti sem Það er takmarkaður og sjálfstæður hluti lik- amans, og alveg ’eins og hljóðfæri verður að hafa allar nótur sinar eða strengi i fullu innbyrðis samræmi og i samræmi við sinn eiginn aðalhlj ómblæ, Þannig verða sveiflur hinna ýmsu liffæra mannslikamans að vera i fullu samræmi, til Þess að geta) framleitt fullkomna hrynjandi ,, er felur i sjer. heilbrigði. .c Heilbrigði "ér Þvi sama sem samræríÖ., - sjúk- dómur sama sem ósamræmi eða ósamhijóðan. . Framh. Fjölritunarstofa Pjeturs G. Guðmundssonar.

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.