Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.12.1934, Blaðsíða 3

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.12.1934, Blaðsíða 3
tíðinni yrði lokið. Að endingu sló klukkan sjö, allir risu á fætur og hröðuðu sér, hver til sinnar deildar. Eg opnaði dyrnar og gekk hægt inn eftir gólfinu, hálfrökkur hvíldi yfir deildinni. Eg renndi augunun yfir sjúkLingana, allt í einu nam ég staðar. Rúmið við gluggan var autto Gamla konan var dáin. Klukkan var eitt eftir miðnætti, allt var kyrt, það var eins og heilagur friður hvíldi yfir öllu. X fjarska heyrðist lágur klukknahljómur og ómur af sálmasörg. Mér varð litið á auöa rúmið, nú þjáðist hún ekki lengur gamla konan. Hxín hafði ver- ið mjög veik, vikum saman, af ólæknandi sjúkdómum, og þar að auki lengi hlind. Það fyrsta sem vakti athygli mína á þessari gömlu konu, fremur en hinum sjúklingunum, var það að hún virtist alltaf vera svo hamingjusöm og ánægð með allt, sem gert var fyrir hana. Hún hrosti alltaf þegar þegar hún fann að komið var að rúminu henn- ar, en það var ekki vanalegt hros, það var sem ljómaði af andliti hennar af innri fögnuði og sælu. Ég vissi að hún þjáðist mikið, en hún kvartaði aldrei, þolinmæði hennar virtist óþrjótandi. Einu sinni sem oftar spurði ég iás hvernig henni liði, hún sagði að í raun og veru liði sér alltaf illa, en þetta væri stuttur tími til samanbur'ar við hið langa hamingjusama líf, sem henni hefði verið gefið. Hún hafði verið gift í tuttugu ár, og alltaf átt við erfið kjör að húa, fá- tæktin verið henni tryggur förunautur, aldrei vikið frá dyrum hennar, en samt sem j áður mundi hún ekki hafa viljað skifta á kjörum sínum við neinn eða neitt það, sem heimurinn hefði getað heðið henni. Maðurinn hennar og hún höfðu unnið saman, hvílst saman, þjáðst saman, notið saman þeirra litlu gæða, sem lífið hauð þeim. Allt var þeim sameiginlegt, ekkert aðslcildi þau. Hann var farinn, -farinn fyrir þremur árum- á undan henni. Hún var á leiðinni til að hitta hann hinumegin við landamærin og fylgjast með honum þangað, sem engar þján- ingar eru, engin fátækt, aðeins gleði og hamingja, - - - eilíft líf í návist hins eilífa guðs. Hjálpuðu þessar endurminningar og hin óbilandi trú, gömlu konunni á hinu- þján- j ingarfulla hanaheði hennar ? Vissulega. i Hugsunin um ástvininn og þau sæluríku ár, ; er þau höfðu fylgst að hér á jörðinni, j gaf henni óbilandi styrk til að hera | þjáningar sínar. Hin fullkomna vissa henn- ; ar um að hún mundi hitta hann bráðlega, j gerði sj£jfendauðann að gleðiatburði og ! varpaði dýrðarljóma á veginn sem fram- ; undan er. Veikur ómur klukltnanna harst í gegn , um loftið.--- Mér var litið á auða 1 rúmið. -- Allt í einu skildi ég hið 1 ógleymanlega bros gömlu konunnar. ; GLEÐILEG JÓL, hvísluðu sæluþrungnar radd- ir út í geimnum, S. B. —0— V 0 N I II. Á veikri líftaug vonin mín hjarir. Hún kemur aftur, áður en varir. Kún veit að engir bíða þess hætur, ef holklaki legst við hjartarætur. Hún kemur svo víki vetur og klaki, með vor og söng í vængabl'aki. Þá er hún komin, sem þráði ég og unni, með lítið, fagurt laufblað í munni. Elín Sigurðardóttir. —oóo— ARSSKYRSLA Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, stjórnarár félagsins frá 27. okt. 1933 til 5. nóv. 1934» Félag íslenskra hjúkrunarkvenna hefir á stjórnarári sínu frá 27. okt. 1933 - 5* nóv. 1934, haldið 5 félagsfundi og 7 st j órnarfundi. Aðalfundur félagsins var haldinn 27. okt. 1933 og var stjórnin kosin sem hér segir: Formaður: frú Sigríður Eiríksdóttir, Varaformaður:frk. Kristín Thoroddsen,

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.