Hjúkrunarkvennablaðið - 01.09.1935, Blaðsíða 2

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.09.1935, Blaðsíða 2
2 ustunni lokinni var haldið til Oddfellow- hallarinnar f Bredgade, þar sem halda átti alla fundina. Það var óslitin röð hjúkr- unarkvenna yfir allt Kongens Nytorv, enda var haft orð á ]bví,að hjúkrunarkonurnar mótuðu borgarlífið í miðhluta Kaupmanna- hafnar um þessar mundir. Oddfellov;sal- urinn fylltist smátt og smátt. Allt var blómum og flöggum skreytt. Á fremstu bekkjaröðum sátu fulltrúar ríkisstjórnar- innar, Dahlgaard, innanríkisráðherra, Steincke, heilbrigðismálaráðherra og Borg- tjerg, kennslumálaráðherra, borgarstjórarn- ir Hedebol, Kaper og P. J. Pedersen, Dr. med. J. Frandsen, formaður læknafólagsins, auk fjölda lækna og sjúkrahússtjóra, sem boðnir voru. Talsverð eftirvænting var yfir mönnum, því Ingiríður, hin nýgifta, sænska krónprinsessa Danmerlcur hafði til- kynnt komu sína. Ekki leið á löngu þar til krónprinsessan kom í fylgd með hirð- mey sinni og tók hún sér sæti £ konungs- stúkunni eftir að hafa heilsað fulltrúum Samvinnunefndarinnar. Þá spilaði hljóm- sveitin þjóðsöngva hinna norrænu þjóða, við vorum 5 íslenzkar hjúkrunarkonur £ þessum mikla hóp, höfðum ekki einu sinni tækifæri til þess að sitja saman. Þegr.r 6, Guð vors lands, var spilað munum við allar hafa hugsað til okkar fjarlæga lands, til fámennis og erfiðleika, ef til vill hefir einhver einverukend brotist um £ okkur, þá og aftur þegar þjóðsöngurinn okkar var spilaður og sunginn, undir hina þjóðsöngvana var tekið með sterlcum röddum, en (5, Guð vors lands, krunnu svo fáir að syngja. Og þó er hann að svo margra söng- hæfra manna dómi, fegursti þjóðsöngur Horðurlanda. Nú rak hver ræðan aðra, hinn nýkjörni formað'ur D.S.R. fröken With, bauð gestina velkomna. Oskaði hún eftir þv£, að starfsgleðin mætti setja sinn blæ á fundina. Systir Annr. Vogel, formaður Samvinnunnar, bauð einnig alla velkomna og setti mótið. Dahlgaard, innan ríkisráðherra talaði hlýlega og af skiln- ingi til hjúkrunarkvennanna, hann átti á sínum t£ma drýgstan þcátt £ þv£ að koma á rfkisviðurkenningu þeirra £ danska þinginu en um það mál höfðu dönsku hjúkrunarkonurn ar barist árum saman. Samþykkt var að senda konungi og drottningu skeyti, og barst óðar svohljóðandi svarskeyti: "Drottningin og óg sendum kveðju vora. Christian R.- Einnig var samþykkt að gera systur Berthu Wellin að heiðursmeðlim Samvinn- unnar. Til mótsins bárust fjöldi skeyta, frá hinum norrænu löndum og ýmsum fólögum. Oðru hvoru spilaði hljómsveitin norræn lög en á milli voru haldnar ræður. Dr. med. J. Frandsen talaði um rfkisviðurkenningu hjúkrunarkvenna og taldi hana mjög til bóta, hvar sem væri. Loks var spilað - Det er et yndigt Land, og setningu móts- ins var lokið. Eftir morgunverð var tekið til starfa af kappi. Rfkisviðurkenningin og gildi hennar var aftur rædd og þvx næst var til umræðu ábyrgð hjúkrunarkvenna gagnvart vinnuveitendum og þeim sjálfum, álit eldri og yngri fálagskvenna. Ungfrú Emma West og ungfrú Inger Hjelm Schmidt höfðu framsögu. Um kvöldið hafði systir Bergljót Larsson sýningu úr hjúkrunarsögu heimsins. Með sinni alkunnu glæsimensku skýrði hún tildrög sjúkrahjúkrunar £ heim- inum, um leið og hún breytti hjúkrunar- konum sfnum £ gerfi hjúkrunarkvenna ýmsra alda, frá fornöld, miðöldum og til vorra daga, þar sáum við fórnfúsar nunnur, aðals- komxr, hinar ómenntuðu vaktir (Stuekoner) og loks vorra tfma útlærðu hjúkrunarkonur, sem öðlast skipulagt hjúkrunarnám og heilsuverndarnám, hjúkrunarkonur, sem bera blæ hreinlætis, viðhafnarleysis og stefnu- festu. Það var mikill fróðleikur £ þess- ari sýningu systur Bergljótar, sem hún á þakkir skilið fyrir. Næsta morgun kl. 9 hófust fundir að nýju. Kg tel óþarft að gefa nákvæma skýr- ingu af öllum þeim fundahöldum, við munum seinna fá prentaða skýrslu ásamt fyrir- lestrum mótsins, og gefst þá öllum hjúkr- unarkonum kostur á að kynnast vel öilu, sem fram fór. Systir Bergljót Larsson - skýrði 3ja ára nám hjúkrunarkvenna, talaði um nauðsyn forskólans við hvern hjúkrunar- kvenna.skóla og einnig framhaldsnámið, sem nú tfðkast mjö-g. Systir Greta Mueller , talaði um misnotkun vfns, tóbaks og deyf- - andi meðala, og hvaða áhrif hjúkrunar- konurnar gætu haft á þessháttar sjúklinga. Eftir morgunverð voru skoðuð sjúkrahús og

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.