Hjúkrunarkvennablaðið - 01.09.1935, Blaðsíða 7

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.09.1935, Blaðsíða 7
- 7 - t Um jþessar mundir dvelur hún í New York og fer þaðan í næsta mánuði heimleið- is um London. Svo væntanlega fáum við að heyra um ferðalag hennar í næsta blaði. --ooOoo---- UUGFRU EMMA FIWNLJARRARDdTTIR er nýkomin frá Danmörku. Hún er ráðin deildarhjúkr- unarkona að Hýja Kleppi. Framh. 00000000000000000000000000000 00000000000000000000000000000 000 SAGA MEILSUVERMBAR §00 lítvarpserindi flutt 1931. Þorhjörg Arnadóttir. ---ooOoo--- áRSTILLOGIN eru löngu fallin í gjalddaga, enn eru nokkur eftir ógreidd. Gjaldkeri er Bjarney Samúelsdóttir, Pósthússtr. 17. ------------------ooOoo--- MUHIÐ MIMKINGABGJAFASJOÐ Guðrúnar Gísla- dóttur Björns. ---ooOoo--- NtJI JÖSEFSSPÍTALIHN í Landakoti er nú fullgerður og tók til starfa um síðustu mánaðarmót. Vígslan fór fram 28. ágúst að morgni, en um eftirmiðdaginn var spít- alinn sýndur boðsgestum. ---ooOoo--- .HJÚKRUMRKONUR eru vinsamlega beðnar að tilkynna til ritstjórnarinnar, breytingar á heimilisfangi sínu. ---ooOoo--- Náms styrkur. Samvinna hjúkrunarkvenna á Norður- 'löndum veitir einni íslenzkri hjúkrunar- ^konu námsstyrk að upphæð sænskar kr. 500.- til. þess að sækja framhaldsnámskeið á Norðurlöndum í haust eða vetur. iskilið er að styrkþegi gefi skýrslu til Samvinnunnar um ferð sína. Skýrslan verður að vera skrifuð á dönsku, sænsku eða norsku. Styrkurinn verður veittur af stjórn F.Í.H. Umsóknir sendist fyrir 15. október jn.k. til formanns F.Í.H., sem gefur frek- jari upplýsingar, só þess óskað. ---ooOoo--- t Frakklandi var fyrsta heilbrigðis- lögreglan stofnsett árið 1350 af Jóni konungi öðrum. Starf lögreglunnar var það að líta eftir að svín væru ekki höfð í borgum, að stræti væru hreinsuð og rusl flutt burtu, að slátrarar seldu ekki kjöt, sem væri eldra en tveggja daga á vetrum og hálfs annars dags á sumrum og að fiskur væri seldur sama dag og hann var veiddur. I Englandi má finna reglur frá 1297. sem skipa svo fyrir, að hver maður skuli halda hreinu fyrir sínum dyrum. I róttar- skjölum Stratford an Avon má sjá að faðir Sheakspeares varð að borga allt árið 1552 fyrir að hafa hent rusli á götuna og 1558 fékk hann aftur ofanígjöf fyrir að halda ræsi sínu ekki nógu hreinu. Á 18. öld hafði orðið vart ýmsra hreyfinga um heilsuvernd, sjerstaklega í Englandi, og í lok þeirrar aldar kom fram mikilvægt atriði á þessu sviði þ.e. upp- götvun Jenners á bóluefninu árið 1798 og um leið vissan fyrir því að fyrirbyggja mætti hina hræðilegu plágu, bólusóttina. Um 1800 byrjar hin nýja hreyfing um heilsu- -vernd fyrst að vakna fyrir alvöru. Til þess tíma höfðu sjúkdómarnir verið álitnir óumflýjanleg álög af hendi forsjónarinnar. Um 1850 fókk hin nýja hreyfing byr undir báða vængi og aðaltildrög þess voru tvenn,- ný vísindaalda og ný mannúðaralda, sem risu upp í Evrópu fyrir hundrað árum síðan og sem hvorutveggja var alveg nýtt í sögu mannkynsins. Vísindin færðu mönnum í fyrsta skifti heim sannin um það, að betra mætti ýms skil- yrði tilverunnar, og mannúðarhugsjónin krafðist þess, að hinar vísir.dalegu tilraun- ir væru notaðar til að lótta undir með þeim hluta mannkynsins, sem allt að þessu hafði þjáðst af böli, sem álitið var óumflýjanlegt. Framh.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.