Hjúkrunarkvennablaðið - 01.08.1936, Qupperneq 11

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.08.1936, Qupperneq 11
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 9 Heilsuvernd IV. Nokkur orð um Mental Hygiene — andlega heilsuvernd. Otvarpserindi flutt 1935. Eftir Þorbjörgu Árnadóttur. Þegar talað er um almenna lieilsu- verndarstarfsemi, verður ekki komist hjá því að minnast á þá greinina, sem snertir sálarlíf einstaklingsins mest og sem al- ment gengur undir nafninu Mental Iiy- giene — andleg heilsuvernd. Tilgangur andlegrar heilsuverndar er sá að reyna að fyrirhyggja heila- og taugasjúkdóma. William A. Wliite segir um þýðingu búa eins vel í haginn fyrir börn sín og unt er og er það fallegt og virðingarvert, en ef störf þeirra eru svo yfirgripsmikil að þau hafa engan tima afgangs fyrir barn sitt, þá er illa farið, því að hin persónulegu áhrif frá föður og móður er einhver verð- mætasta eign harnsins — eign sem erfitt mun að hæta upp þar sem hún finst ekki — og þyngd hennar verður ekki vegin í gulli. Foreldrarnir ættu að reyna að þckkja harn sitl eins vel og unt er, uppgötva hvað jiað er sem barnið er mest hneigt fyrir og stuðla að þroskun hinna góðu hæfileika þess. Þegar eg var lílið barn, kendi faðir niinn mér gamalt, grískt spakmæli. Spak- mælið var: Þeldu sjálfan þig, en í því er innifalinn aðalkjarni bæði andlegrar og hkamlegrar heilsuverndar. Hin uppvaxandi kynslóð er framtíðin. Ef vér viljum ekki verða eftirbátar annara þjóða, verðum vér að leggja rækt við hið unga Island, sem er að vaxa upp, og stuðl- um vér þá að því, að miða þjóð vorri einu skrefi áfram á leiðinni til meiri þroska og fullkomnari hamingju. andlegrar lieilsuverndar: „Að hvaða notum kemur heilhrigði líkaminn, sem heilsufræðingarnir eru að reyna að tryggja, ef að sá likami hefir ekki sann- gjarnan, heilhrigðán anda til þess að leið- beina sér og stjóma. Likaminn er aðeins verkfæri til þess ætlað að framkvæma lmgsjónirnár, Iiugmyndirnar, markmið- in og hlutina, sem andi vor myndar, og án þess að andi vor geti myndað sann- gjörn markmið og hluti, verða hinir liraustu líkamar vorir tii litils gagns. Eg þekki marga örvita, sem hafa fullkom- lega heilbrigða líkama og aftur marga einstaklinga með mikilsverða andlega hæfileika, en mjög veikhygða líkama.“ Andleg heilsuvernd, með tilliti til að fyrirhvggja mishepnun, glæpi og andlega sjúkdóma og stuðla að andlegum og sið- ferðislegum þroska hjá einstaklingunum, er með nýjustu en ekki þýðingarminstu greinum ahnennrar heilsuverndar, en vegna þess, hve tiltölulega stutt er síðan henni hefur verið alvarlega gaumur gef- inn, þá er hún enn sem komið er skamt á veg komin. Bandaríkin hafa staðið einna fremst með starfsemi á þessu sviði og þó er þessi grein einnig þar aðeins á hyrjunarstigi. Alt sem miðar að líkamlegjri heilsu- vernd, svo sem meiri þekking, heilsusam- leg aðbúð og umhverfi o. s. frv., miðar líka að andlegri lieilsuvernd, því að vér vitum að andleg líðan einstaldingsins hefur áhrif á líkamlega líðan hans og öfugt. Orsakirnar til andlegrar heilsuhilunar geta verið margvíslegar, þær geta stafað frá likamlegum meinum, svo sem syfilis, æðakölkun í heilanum, sköddun heilans, sem getur átt sér stað við högg eða fall, ólagi á kirtlavökvum, svo sem skjald- hrúskkirtlinum o. s. frv., frá langvar- andi eitrun i líkamanum, svo sem frá skemdum tönnum eða hálskirtlum, og við eitrun frá alkolioli eða lyfjum. Af

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.