Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1945, Síða 4

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1945, Síða 4
2 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIf) vegna ágreinings um peninga, þá liefði hún áreiðanlega talið sér og okkur öllum stör- lega misboðið. ()g hvernig myndi hún taka slíkri tillögu n ú ? Kg trúi ])ví ekki ótilneydd að hún féllist á liana. Og engum hjúkrunarnemum öðr- um, sem eg liefi kynnst, gæti eg ætlað slíka framkómu. Eg liefi ætið verið því fylgjandi, að við hjúkrunarkonurnar hcldum vel á rétli okkar. Það er skylda hverrar heilhrigðrar stéllar að trvggja meðlimum sinum sæmi- leg lifskjör, enda gclur hún ekki að öðrum kosti innt hlutverk silt vel af hendi. En að mínum dómi verður okkar stétt að ganga sinar eigin gölur í þessu efni. Ilún má ekki vinna eigin sigra á kostnað þeirra, sem hún er kölluð til að vernda. Mér er ókunnugt um, hvort þær skoð- anir, sem unga hjúkrunarkonan lét í ljós á fundinum, liafa fengið mikinn iiyr innan félagsins, en það er von mín og trú að þær cigi sér ekki djúpar rætur. Ef þær eiga enga sloð í veruleikanum, þá er erindi þeirra til okkar ekki annað en að hlanda félagsskap okkar lieizkju, sem er óþörf og óholl. En ef hugarfar af þessu tagi er i raun og veru að ryðja sér lil rúms i stétt okkar, þá er gott að gera sér það ljóst sem allra fvrst. lJá eigum við fvrir höndum al- varleg álök um tvær ólikar slefnur, og úrslitin liafa höfuðþýðingu fvrir allt við- horf okkar og starf i framtiðinni: Er það takmark okkar fyrsl og fremst að hlynna að sjúkum, eða viljum við ölln frcmur efla eiginn hag? Með öðrum oi ðum: Eu' sjúklingunum i landinu óliælt að Irevsta okkur eða ekki? —o— Hitl alriðið, sem varð mér mestur þyrn- ir i auga í ádeilu þessarar hjúkrunarkonu, var þegar hún sagði við formanninn: „Mér finnst hafa verið illa haldið á mál- um okkar hjúkrunarkvenna.“ Hvernig getur nokkur okkar, sem ekk- ert höfum stárfað fvrir félagið, beint slik- um orðum lil Sigríðar Eiríksdóttur, þeirr. ar konu, sem staðið hefir fyrir okk- ur i eldinum í tuttugu ár? Hún hefir gerl hagsmuni stéttar okkar og velferð að þvíliku áhugamáli sinu, að slíks munu vera fá dæmi. Tími hennar og kraftar hafa öll þessi ár ætíð staðið til hoða, þegar þarfir félagsins hafa verið annarsvegar, og marg- oft hafa hagsmunir og þægindi heimilis hennar og fjölskvldu orðið að vikja fvrir þeim kröfum, sem við höfum gert til henn- ar. Við stöndum því ekki einungis i þakk- arskuld við hana sjálfa, heldur og eigin- mann liennar og börn. ()g henni hefir orðið mikið ágengt. Til þess að sanna það, þarf ekki annað en henda á misnnminn á kjör- um okkar nú og fyrir tuttugu og fjórum árum, því allar umbæturnar eru fvrst og frcmst hennar verk, þó nokkrar félags- konur aðrar hafi einnig lagt hönd á plóg- inn af mikilli alúð og dugnaði. Fyrir at- Iieina þessara kvenna húum við nú að lik- indum við hetri kjör en flest kvenfólk annað i landinu. Kröfur okkar liafa ætíð verið hornar fram mcð slillingu og virðu- leik eins og stétl okkar sæmir. Og þó við eigum að visu enn margar óski'r og saim- gjarnar kröfur óuppfvlltar, ])á er cngin astæða til að ætla annað en að við fáum þeim framgengt smátt og smátt, svo fram- arlega sem við vinnum að því á sama hátt og hingað lil. í því efni liygg eg að mikils sé umvcrt að við fáum að njóta foruslu formanns okkar cnn lengi, því trú min er sú, að óvsrntar tafir kynnu að verða á leið okkar að hagsældarmarkinu, cf við ætl- uðum að taka upp nýja háttu við samn- ingaumleitanir okkar og láta framkomu svipaða þeirri, sem eru tilefni Jiessa grein- arslúfs, koma i slað þeirrar lipurðar og prúðmennsku, sem fram að þessu hefir einkennt iill viðskipli okkar út á við. Reykjavik, í janúar 1945. Jóhanna Knudsen.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.