Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 6

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 6
4 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIfi Afmælisfagnaður F. f. H. 25 ára afmaélishátið F. í. II. var lialdin að Hótel Borg þ. 30. nóv. s. 1. Voru þar saman komnir 222 manns. Hófið byrjaði með borðhaldi kl. 8 síð- degis, og bauð forstöðukona Landspital- ans, Kristín Thoroddsen, gesti velkomna. Því næst kvaddi Sigríður Eiríksdóttir sér bljóðs og minnlist m. a. nokkurra lát- inna hjúkrunarkvenna, þeirra C. Bjarn- héðinsson, Jórunnar Bjarnadótlur, Guð- nýjar Jónsdóttur, Þóru Guðmundsdóttur og Guðrúnar Gísladóttur Björns. Þá minlist hún einnig bjúkrunarkvenna sem veikar eru nú, þeirra Soffiu Ásgeirsdótt- ur, .Guðrúnar Björnsdóttur og Þúríðar Þórvaldsdóttur. Júlíana Friðriksdóttir mælti fyrir minni Sigriðar Eiriksdóttur, og þakkaði fyrir liönd félagskvenna 20 ára vel unnin formannsstörf í Félagi is- lenzkra hjúkrunarkvenna. Að því loknu afhenli Júlíana frú Sigríði gjöf frá félag- inu. Var það lítill áletraður lampi úr silfri, gerður af Leifi Kaldal - forkunnar fagur gripur. Á hann að tákna Florence Nigt- bingale-lampann. Þá talaði Guðríður Jónsdóttir yfirhjúkr- unarkona nokkur orð. Sneri hún máli sínu lil Bjarncyjar Samúelsdóttur og afhenti henni að gjöf frá F. í. H. haglega gerðan peningakassa úr silfri, einnig eftir völund- inn Lcif Ivaldal. Er þctta þakklætisvottur félagsins fyrir tuttugu og þriggja ára dygg gjaldkerastörf Bjarneyjar. Vonandi er þó, að jarðneskur fjársjóður Bjarneyjar verði aldrei svo rýr, að hún komi honum i kass- ann, því hann er ekki nema 5x10 sm. að stærð. Árni Óla rithöfundur Ias upp kvæði það, sem birtisl á öðrum stað hér í blað- inu. Haimibal Valdimarsson mælti í'yrir minni hjúkrunarkvenna, sem starfað hafa fyrir ísafjarðarkaupstað, og þá sérstak- lega fyrrverandi yfirhjúkrunarkvcnna ísa- fjarðarspítala, Jónu Guðmundsdóltur og Jóhönnu Knudsen. Kristín Thoroddsen skýrði frá því, að höfðinglegar gjafir hefðu borizl F. í. H. í lilefni af afmælinu. Voru það kr. 1000.00 frá Önnu ólafsdóttur yfirhjúkrunarkonu á Vifilsstöðum, sem stofnfé til „húsbygg- ingarsjóðs hjúkrunarkvenna“, kr. 5000.00 frá Sigurði Guðmundssvni klæðskera- meistara (þakklætisvottur fyrir ágæta hjúkrun Margrétar Valdimarsdóttru, hjk. á Sólheimum), einnig i „húsbyggingar- sjóðinn“ og kr. 500.00 frá Kristrúnu og Gottfred Bernhöft. Það fé, nnin renna td „Minningargjafasjóðs Guðrúnar Gísia- dóttur Björns“ lil styrktar berklaveikum bjúkrunarkonum. Ivristín Thoroddsen færði gefendunuin beztu þakkir. - Að lokum Ias Iv. Th. upp alhnörg hamingjuóskaskeyti, sem F. í H. böfðu borizt, og birtast nöfn sendenda á öðrum stað í blaðinu. Borðhaldinu var nú senn lokið, og liafði lújómsveitin, sem spilaði öðru livoru, ekki spi 111 matariystinni, þó gestirnir gerðu stundum verkfall við átið mcð þvi að taka undir! og syngja ýms falleg lög. óskipta gleði vakti það þegar Lárus Pálsson kom fram á sjónarsviðið. Las hann upp kvæðið „llótel Jörð“ eftir Tóm- as Guðmundsson, og „Nýju fötin keisar- ans“, eftir H. C. Andersen, við mikla lirifningu áheyrenda. \’ar þá borðhaldinu slitið og byrjað að slíga dansinn. Ungfrú Sif Þórs sýndi listdans, og var lienni tekið með miklum fögnuði og lófa- klappi. Skemmtu nienn sér svo liver sem betur gat langt fram á nóttu, og virtust yfirleitt allir skennnta sér vel. Þær félagskonur, sem stóðu að skemmt

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.