Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 10

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 10
8 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ Ársskýrsla. Félags íslenzkra hjúkrunarkvenna stjórnarár félagsins frá 1. febr. 1944 til 2. nóv. 1944. —o— Félag íslenzkra lijúkrunarkvenna liefir, á stjórnarári sínu frá 1. febr. 1944 lil 2. nóv. 1944, haldið 3 félagsfundi og (i stjórn- arfundi. Aðalfundur félagsins var haldinn 1. fébr. 1944. Boðað liafði verið til aðalfund- ar 2. des. 1943, en var eklci lögmætur vegna ónógrar þátttöku. Var aðalfundurinn þá löglega hoðaður 18. jan. 1914, en var aflýst vegna rafmagnsbilunar í Reykjavík. Fund- urinn var síðan baldinn 1. febr. eins og áður er getið. Mættar voru 45 félagskonur. Formaður bóf fundarstörf með því að minnast prófessorsfrúar C. Bjarnhéðins- son, sem liafði látist í Kaupmannaliöfn í nóv. 1943. Frú Bjarnhéðinsson var, eins og kunnugt er, ein af stofnendum F.Í.H., for- maður félagsins í 2 ár og ein af fremstu brautryðjendum i hjúkunar- og heilbrigð- ismálum á íslandi. Hinnár látnu félags- konu var minnst með því, að fundarkonur risu úr sætum. kompressur,-dragi úr graftarígérðum, e. t. v. vegna þess, að hinar síðarnefndu, sem eru búnar til úr óreglulegum og trefjótt- um þráðum, valda því, að það myndasl granulalionir á milli þráðanna, sem verka ertandi á yfirborð sársins. Enn fremur er þetla ein orsök þess, að kompressurnar festast við sárið, svo að það blæðir, þegar þær eru teknar burt. Aftur á móti liefir „dermophane“ engar ertandi verkanir á sárið og veldur ekki eins mikilli granula- tions myndun; og þegar það er lekið burt, befir það engin ábrif á nýju cellurnar, sem bjálpa til þess að sárið grói. (Iselin M.: La Presse Med., 21. apr. ’ 13). Því næst fór fram sljórnarkosning. Fundarstjóri var Guðríður Jónsdóttir, yfir- hjúkrunarkona á Ivleppi. Samkvæmt liinum nýju félagslögum átli einn stjórn- armeðlimur að ganga úr stjórn eftir hlut- kesli eða samkomulagi. Gekk Jóhanna Knudsen úr stjórn cftir samkomulagi, cn kosningu í stjórn hlaut Elísabet Guðjohn- sen, yfirhjúkrunarkona á sjúkrahúsi Ilvíta- bandsins. í stjórn F. í. H. eru því nú: Sig'- ríður Eiríksdóttir, formaður, Elísabet Guðjohnsen, varaformaður, Guðrún Arna- dóttir, gjaldkeri, Sigríður Baclnnann, rit- ari og Bjarney Samúelsdóttir. Þá var kosið í nefndir: í trúnaðarnefnd voru kosnar Jóna Guð- mundsdóllir, Krisiín Thoroddsen og Þur- íður Þorvaldsdóttir. í ritstjórn voru endurkosnar: Vilborg Helgadóttir, Margrét Jóhannesdóttir og ölafia Stephensen, en auk þess var kosin sérstök auglýsinganefnd lil aðsloðar rit- stjórnini með útvegun auglýsinga í blaðið. Kosningu i þessa nefnd hlutu: María Guð- mundsdóttir, Júlíana Friðriksdóttir og Bagnbildur Jóbannsdóttir. Ilúsnefnd sumarhússins var endurkos- in: Guðnumdína Gultormsdóttir, Þórunn Þorsteinsdóttir og Sigríður Hjartardótlir. Fulltrúar til þess að mæta á funduin með stjórn Kvennalieimilisins „Hallveigar- slaðir“ voru endurkosnar: Sigríður Eiríks- dótlir, Astriður Simonardóttir og Guðrún Brandsdóttir. Fulltrúár F. í. H. i Bandalag starfs- manna ríkis og bæja (B. S. R. B,) voru endurkosnar: Sigríður Eiríksdóttir, Sal- óme Pálmadótlir og Sigriður Bacbmann, en til vara: Elísabet Guðjóbnscn, Guðrún Arnadóttir og Jakobina Magnúsdóttir. í stjórn Minningarsjóðs Guðrúnar Gísla- dóttur Björns voru kosnar: Sigurlaug Helgadóttir, Guðrún Lilja Þorkelsdóttir og Guðrún Brandsdóttir. Þá var kosin afmælishátíðarnefnd til þess að annast undirbúning væntanlegrar

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.