Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 6

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 6
4 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIi) þess að fá fullkomna hvíld og bót meina sinna, en svo má heita, að oftast sé ekk- ert næði allan daginn, og það þótt liann sé tekinn óþarflega snemma. Margt mælir gegn þessum mörgu og löngu heimsóknartímum. Hversu vel sem á er haldið af sjúkrahúsanna hálfu, fylg- ir heimsókninni þó oft nokkur smithætta hæði fyrir gesti og sjúklingana sjálfa. Margir koma og misjafnlega lieilir licilsu, stundum eru þeir kvefaðir, koma úr margmenni og frá ýmsum störfum, kveðj- ur eru tíðkaðar með handabandi og er þetla þá auðskilið. Auk þess hafa heim- sóknartímarnir í för með sér mikla tíma- töf og aukin störf fyrir starfsfólkið, bæði hreingerningu og fleira. Að öllu athuguðu, er með þessu senni- lega aukið á erfiði allra aðila, án noklc- urs vinnings, en miklu fremur til tjóns. Um helgar koma oft lieilir liópar í heim- sókn til sjúklingsins, finnst honum þá hann þurfa að vera ræðinn og skemmti- legur. Þetta er þreytandi fyrir sjúkling- inn, rekst oft á kaffitímann og fær sjúkl- ingurinn ekkert næði til að neyta þess, sem lionum er borið. Margir sjúklingar veigra sér við að hiðja um aðstoð eða aðhlynningu, sem þeir kunna að þarfn- ast meðan á heimsóknartímanum stend- ur, jíótt aðkallandi kunni að vera, og er því Iíðan þeirra oft verri á eftir en áður. Skiljanlegt er, að sjúldingar, sem liggja t. d. árum saman, geti hlakkað til heim- sóknartímanna, en samt hygg eg að vel mundi fara, þótt þeir væru meira en helmingi færri, til dæmis tvisvar eða þrisvar í viku að degi til og tvö eða þrjú kvöld til liægðarauka þeim, sem ekki gætu komið á daginn. Þá ætti og að vera takmörk fyrir því, hve margir mættu fara inn til sjúklings í einu og hve lengi þeir mættu dvelja þar, en slíkri tilhögun yrði auðvitað að vera stjórnað af sérstakri skrifstofu, sem einn- ig gæti þá svarað öllum simahringing- iVoAAiir arö uwn Hapkins ag II /. Sumarið 1945 dvaldi ég á Henry Phipps Psvciatry Clinic John Hopkins spítala í Baltimore. John Hopkins stofnunina munu flestir kannast við. Hún liefir getið sér orðstí sem vísindastofnun og sem einn bezti lækna og hjúkrunarkvenna- skóli Bandaríkjanna. John Hopkins stendur í Negrahverfi í Baltimore og var upprunalega byggður til þess að bæta heilsufar negranna og gefa kost á góðri læknishjálp, sem kost- aði þá lítið eða ekkert. Lögðu margir góðir menn bæði fé og krafta sína til þessa, og ber bæði stofnunin og ýmsar deildir hennar nöfn þessara manna og kvenna, svo sem John Hopkins, Osler, Henry Phipps og svo framvegis. Spítalinn heldur einnig uppi heilsuverndarstarf- semi í sinum borgarliluta. Er þar notað hið nýja fyrirkomulag, er víða tíðkast um og fyrirspurnum daglega um líðan sjúklinga. Mundi þetta spara hjúkrunar- konunum ótrúlega mikla fyrirhöfn og marga snúninga. Erlendis er heimsókn- um viða hagað á þennan liátt og er ekki til þess vitað að það valdi neinni sér- stakri óánægju. Hér liefir nú aðeins fátt verið nefnt, og ekki sízt til þess, ef verða mætti, að vekja um það frekari umræður i blaðinu. Má húast við, að sitt sýnist livorum í þessu eins og öðru, en vel færi á því, að hjúkr- unarkonur létu álit silt í ljós varðandi ýmsa tilhögun við lijúkrunarstarfið, að málið yrði sem hezt hugsað og rætt, og unnið að framkvæmdum til bóta, þar til hinn æskilegi árangur fengist. Maríci Pétursdóttir.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.