Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 9
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ
cillini í olíu, og 60 þús. ein. af venju-
legu penicillini á eftir, alls 890 þús. ein-
ingar.
Afturbati tók langan tínia, vegna þrá-
láts bronchitis og eczenis. Hvorttveggja
batnaði fullkomlega, og barnið útskrif-
aðist 10. maí, algerlega beilbrigt.
I þessu tilfelli virðist penicilllin einn-
ig tvímælalaust hafa bjargað lifi barns-
ins.
Við lungnabólgu virðist skammturinn
þurfa að vera frá 800 þúsund—-1,5 millj.
ein., eftir því, hver sjúkl. er. Stundum
þarf meira, ef fylgikvillar eru.
Nýlega Iiafa menn skrifað um það, að
local-meðferð með penicillini við ýms-
um sjúkdómum, t. d. empyem, geti stund-
um stytt sjúkdóminn eitthvað, stundum
um helming.
Keðjusýklasýkingar.
Keðjusýklar eru næmir bæði fyrir sul-
falyfjum og penicillini. Aðalsjúkdóm-
arnir, sem ég ætla að minnast á, eru
skarlatssótt, liálsbólga, heimakoma og
barnsfararsótt.
Að barnaveiki slepptri, er skarlatssótt
algengasti sjúkdómurinn á þessum spít-
ala. Sulfalyf voru reynd mikið, en virt-
ust engin ábrif liafa, svo að hætt var
við þau og gefið serum í staðinn. Þetta
gæti einnig átt við um penicillin, en
við höfum ekki reynt það enn, sökum
þess, hve lítið hefir fengizt af því, og
ég hefi heldur ekki rekizt á neina grein,
sem gefur ákveðnár upplýsingar um,
hvernig það reynist. Það væri áreiðan-
lega ráðlegt að gefa það í alvarlegri
tilfellum, en nú sem stendur er veikin
fremur væg.
Miðeyrabólga.
Ég hefi enga reynslu af penicillini við
þessum sjúkdómi, hvorki þegar sjúk-
dómurinn er sem fylgikvilli eða prim-
ert, þar sem sulfalyf hafa alltaf reynzt
fullnægjandi.
Penicillin ætti að gefa, ef sjúkl. þyldi
illa sulfalyfin eða batnaði ekki af þeim;
sömuleiðis ef líf hans væri í hættu.
Eitlabólga sú á hálsi, sem kemur sem
fylgikvilli með skarlatssótt, er þess verð,
að á hana sé minnzt, þar eð hún getur
valdið ígerð, þrátt fyrir sulfagjöf. Ef út-
lit er fyrir, að skera verði í bólguna,
ætti að reyna penicillin, sem stundum
virðist geta læknað liana mjög fljótlega,
þegar óhjákvæmilegt virðist að skera i.
A. m. k. ætti alltaf að bíða með að skera
í bólguna eins lengi og hægt er, þar til
liægt er að finna gröftinn undir húðinni.
Mörg ljót ör stafa af því, að of fljótt
hefur verið skorið í, og ég hef jafnvel
séð blóðeitrun sem beina afleiðingu af
þvi.
Venjuleg hálsbólga læknast venjulega
án sulfalyfja eða penicillins. Gefa ætti
penicillin eða sulfalyf, ef mikil likindi
eru til þess að ígerð myndist kringum
kokeitlana. Sérstaklega virðist penicillin
vera vel til þess fallið að hindra það.
Ef gröftur hefur myndazt, verður auð-
vitað að tæma hann út.
Ýmsir hafa viljað nota penicillin við
nýrnabólgu þeirri, sem stundum fylgir
hálsbólgu og skarlatssótt, þar sem álit-
ið er, að keðjusýklar valdi þeim sjúk-
dómi. Miklu líklegra er, að bráð nýrna-
bólga stafi af ofnæmi fyrir keðjusýklum
eða eiturefnum þeim, sem þeir gefa frá
sér — sýklarnir hafa aldrei fundizt í
nýrunum —, svo að ekki virðist mikið
vit í að nota lyfið.
Hvorki sulfalyf né penicillin liafa á-
hrif á gang sjúkdómsins, og sulfalyf geta
jafnvel verið hættuleg vegna áhrifa
þeirra, sem þau geta liaft á nýrun.
Snúum okkur þessu næst að heima-
komu. Síðan sulfalyfin komu til sögunn-
ar hefur dregið mjög úr sjúkdómnum,